Áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Það að Pawel Bartoszek og Þorsteinn Víglundsson hafi nú gengið til liðs við Viðreisn sýnir í hnotskurn þann vanda sem Sjálfstæðisflokkurinn er í.

Þó svo að margt hafi gengið mjög vel á þessu kjörtímabili fyrir Sjálfstæðisflokkinn þá verður bara að viðurkenna að nokkrir fulltrúar flokksins hafa ekki átt gott mót og stæðsta áfallið var fall Hönnu Birnu fyrrv. v.formanns og innanríksráðherra sem hefur í dag nánast engan trúverðulegleika.

Illugi hættir vegna mála sem hafa komið upp hjá honum og hefur hann verið pólitísk vængbrotinn stóran hluta kjörtímablsins.

Ég hef ekkert falið vanbrygði mín með Hönnu Birnu varðandi Reykjavíkurflugvöll og Illuga varðandi Rúv.

Allt þetta mun klárlega hafa áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Okt.


mbl.is „Frjálslyndur hægri krati“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ekki gleyma formanninum Óðinn, sem sendi kjósendum bréf fyrir síðustu kosningar, bæði ungum sem öldnum með loforði um ýmislegt kæmist flokkur hans í ríkisstjórn. En sveik svo megnið af því öllu saman og nefni ég til að mynda þá sem minnst meiga sín, en eru búnir að skila sínu til þjóðfélagsins og vel það þ.e. aldraðir. Nú einnig nefni ég öryrkja og barnafólk. Já óðinn í mínum augum er Bjarni Ben einn mesti stjórnmála svikari, og ómerkingur sem uppi hefur verið á þessari eyju okkar. Mætti hann skammast sín, ef hann kann það þá.

Hjörtur Herbertsson, 23.8.2016 kl. 20:05

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - það er margt sem BB hefði getað gert betur en stóra einstaka málið er esb - loforðið sem flokkurinn sveik, það er að hafa þessi áhrif að þessir öflugu einstaklingar eru að bjóða sig fram fyrir Viðreisn.

Óðinn Þórisson, 23.8.2016 kl. 22:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Öflugu?  Pawel er auðvita gott innlegg, en ég fæ hroll ofan í tær ef þessi Þorsteinn kemst inn á alþingi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2016 kl. 22:25

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - Pawel kemur beint frá Sjálfstæðisflokkunum, hefur verið þar á lista, varðandi Þorstein þá væri hann ekki fara framboð fyrir Viðreisn nema að hann taki oddvitasætið í öðru hvoru kjördæminu í Reykjavík.

Óðinn Þórisson, 23.8.2016 kl. 22:52

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Þetta er sami Þorsteinn Víglundsson, og sá Þorsteinn sem sendi auglýsingu í sjónvarpið um að ef þrælarnir á útborguðum verkafólkslaunum langt undir framfærsluviðmiðum fengju launahækkun, þá færi hér allt til andskotans!

Eftir það hafa forstjórar út um allar ólöglegar og löglegar koppagötur fengið kringum 50% launahækkun?

Og þá sendi þessi sami Þorsteinn Víglundsson ekki eina einustu auglýsingu í sjónvarpsútsendingu, um að allt færi hér fjandans til?

Ég vona svo sannarlega að þú Óðinn, og allir aðrir átti sig á alvarleika málsins. Þegar útborguð verkafólkslaun duga hvorki fyrir húsnæði né opinberlega skyldaðri og nauðsynlegri þjónustu, þá er ástandið verra en það var í Ameríku, á verstu tímum þrælahaldsins. Þar og þá fengu þrælarnir þó í einhverjum tilfellum fæði og húsnæði?

Ekki vilt þú að Íslandið ískalda verði heimsþekkt þrælaeyja, sem ekki hýsir og fæðir einu sinni þrælana?

Ég myndi kjósa Pawel til allra góðra verka og treysti hans mannúðardómgreind mjög vel.

En aldrei nokkurn tíma myndi ég kjósa Þorstein Víglundsson til nokkurra verka. Svo mikið er víst.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2016 kl. 23:41

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna - Pawel á eftir að fá mikið persónulegt fylgi. Hvað varðar Þorstein þá snýr þetta meira af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið með SA með sér en nú er að verða breyting á því þegar Þorsteinn yfirgefur þá fyrir framboð í Viðreisn.

Bæði Pawel og Þorstseinn eru að fara í Viðreisn vegna svika Sjálfstæðisflokksins í esb - málinu. Viðreisn hefði alrei orðið til ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við sitt loforð um að leyfa þjóðinni að segja hvort hún vildi halda áfram aðildarferlinu að esb.

Óðinn Þórisson, 24.8.2016 kl. 07:07

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, þú afsakar BB fyrir það að hann hefði getað gert betur, en Jóhönnustjórn rakkar niður á erfiðstu tímum lýðveldisins. Ekki veit ég hvað þessir flutningar þessa fólks, gerir, en hafi fólk ekki raunsæi þá er sama hvar slíkt fólk er, sjálfstæðis v viðreisn, skiptir engu máli. Farðu nú aðeins að þroskast! 

Jónas Ómar Snorrason, 24.8.2016 kl. 10:34

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas - það var ekki mín hugmynd að ræða í þessari færslu Jóhönnustjórnina, hún stóð sig illa og ég mun halda áfram að gagnrýna hana.

Ef frá eru taldir ÖS og ÁPÁ þá hefur enginn í Samfylkingunni þorað að gera upp þessi ár með VG í ríkisstjórn.

Ég er hér að gera eitthvað sem bloggarar Samfylkingarinnar gera ekki, að gagnrýna sinn flokk, ég er Sjálfstæðismaður en ég gagnrýni ákveðna fullrúa flokksins , ég styð ekki öll mál og fulltrúa flokksins en ég styð hugsjónir og stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Óðinn Þórisson, 24.8.2016 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 48
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 431
  • Frá upphafi: 870001

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 301
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband