Sigmundur Davíð og aðför Rúv vinstri manna

rúvÞað má segja að Rúv hafi rekið endapunktinn í aðför sinni gegn Sigmundi Davíð með fyrirsátinu 3 apríl 2016.


mbl.is Snúist um þörf Sigmundar fyrir völd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er RUV ævinlega þakklátur fyrir að hafa staðið vaktina og flett ofan af þessum skúrki sem nú þykist vera einhver messías sem ætlar að bjarga öllu. Hann hefði frekar átt að kalla þetta nýja félag sitt: Panamafélagið og bjóða Bjarna Ben í klúbbinn.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 28.5.2017 kl. 13:47

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - það sem Rúv - gerði gagnvart SDG hafði ekkert með það að gera að " standa vaktina " eins og þú orðar það. 

Óðinn Þórisson, 28.5.2017 kl. 14:09

3 identicon

Þér finnst semsagt í lagi að æðstu ráðamenn ljúgi blákallt að þjóðinni?

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 28.5.2017 kl. 14:30

4 Smámynd: Aztec

Það tekur enginn heilvita maður mark á neinu sem Jón Trausti Reynisson hefur að segja. Hann er of ómerkilegur til þess.

Aztec, 28.5.2017 kl. 14:36

5 Smámynd: rhansen

Jon Trausti og Eirikur Bermann eru nu ekki merkilegir pappirar bara smáir i samanburði við  SDG  !  svo einfallt er það  en þeir munu reyna allskyns hundakúnstir og opinbera rugl  sitt  ..þvi engann skilning hafa ÞEIR Á þvi breytta landslagi sem nu  er og heldur áfram i stjornmálum !

rhansen, 28.5.2017 kl. 15:55

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - finnst þér í lagi að Rúv sem við erum skylduð til að borga fyrir geri íslenskum stjórnmálamanni svona fyrirsát ?

Óðinn Þórisson, 28.5.2017 kl. 16:51

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Actec Stundin er ekki mjög áreyðanlegur fjölmiðill.

Óðinn Þórisson, 28.5.2017 kl. 16:52

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhanesn - Eiríkur esb - trúboði er langt þvi frá að vera hlutlaus álitsgjafi.

Óðinn Þórisson, 28.5.2017 kl. 16:55

9 Smámynd: Hrossabrestur

Eiríkur Bergmann er þreyttur útþvældur og alveg hund leiðinlegur, um Jón Trausta þarf ekki mörg orð.

Hrossabrestur, 28.5.2017 kl. 17:22

10 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Skil ekki, og það oft sem fyrr, hvað höfundi gengur hér til. Það að e-r sem er boðaður til viðtals í RÚV segir , hvernig getur það gert RÚV að blórabögli fyrir ? En jæja, sitt sýnist hverjum. Sumum er bara ekki viðbjargandi í hatrin sínu og offorsi út í okkar ágæta Ríkisútvarp, sem stendur sig svona assgoti vel, bæði í fréttum og í miðlun meningar. En líklega, sem fyrr, tala hér fyrir tómum eyrum, enda hjákátlegt að lesa hér athugasemdir margra sem losa sinn úrgang yfir RÚV en hafa aldrei eða í langann tíma enn hlýtt eða notið RÚV. Nú hitt, ef allir "dómarar" sem hér losa, eru með RÚV í "eftirliti", þá hafa þeir hinir sömu ekki mikið að kvarta yfir þeim 1407 krónum sem varið er af þeirra tekjum á mánuði í rekstur RúV, þeir fá þá e-ð fyrir sinn snúð, góðmeti að hlýða á og e-ð til að smjatta á, eftir á. Verði þeim hinum sömu að góðu.

Hitt svo það sem RÚV birti um eignaraðild SDG á geymslufé á erlendri skattaskýlu, var hið besta mál. Sýndi framm á ótrúverðugleiga SDG. Enda fór hann úr stóli ráðherra með bremsufar í brók. 

Svo vænir hann nú allt og alla um aðför, nú er það "kerfið" sem er honum andsnúði, all flestir fjölmiðlar og allir sem þeir sem vilja evrópska samvinnu.

SDG er skýrtin skrúfa að mínu mati, kostur við skrúfurnar að þær eru svo margar að maður hendir þeim sem beyglast og nær sér í nýja, betri.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.5.2017 kl. 18:33

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hrossabrestur - Jón Trausti kallar Costco " Musteri Græðginnar " semsagt hann er á móti því að neytendur fái hugsanlega vörur á betra verði.

Óðinn Þórisson, 28.5.2017 kl. 19:13

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - "í okkar ágæta Ríkisútvarp "  það er fátt gott um Rúv að segja enda er þetta úrelt fyrirbrygði en ef einhverjir vilja borga fyrir þetta er þeim frjálst að gera það , ég hef ekki áhuga á því.

Fjölmiðlar hafa breyst svo mikið undanfarin ár og auk þess sem Rúv hefur mjög neikvæð áhrif á rekstur einkarekinna fjölmiðla sem hafa ekki sömu tekjumöguleika eins og skylduskattinn og vera á auglýingamarkaði þar sem litlir frjálsir fjölmiðar geta engan vegin keppt við þá á.

Ef Rúv á að starfa áfram þá verður það að vera á annan hátt en eins og það var notað gegn SDG. einnig sem lítill mikill.

Óðinn Þórisson, 28.5.2017 kl. 19:21

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Stundum átta ég mig ekki á þér Óðinn. Hvernig getur þú fengið það út, að RUV hafi verið með fyrirsát um SDG, þegar öll gögn um hann koma frá erlendum fréttaveitum(reyndar um formann þinn líka). Hvað er ahugavert við það af hálfu RUV, að greina frá aðkomu hans að reikningum á aflandseyjum, come on hann er forsætisráðherra, ekki bara það, heldur einn af hrægömmunum marg umtöluðu, sem hann sagðist ætla að berjast á móti og ná a.m.k. 300 miljörðum af, sem síðar reyndist tóm blekking. þér er tamt að verja ógeðið, henti það þér, og ert ekki einn um það. En það sorglega hjá þér er afstaða þín gagnvart RUV, sem nýtur um 80% hilli þjóðarinar. RUV villt þú leggja niður, svo miðlar einhverra sérhagsmuna geti komist að, þú veist, að reka fjölmiðil, þá þarf til þess fjársterka aðila, þeir fynnast bara hjá sérhagsmununum, þannig fréttamensku vill fólk ekki!   

Jónas Ómar Snorrason, 28.5.2017 kl. 20:25

14 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti Óðinn, sem ég er æði oft ósammála, úr því að þú virðist hafa mjög svo neikvætt álit á RÚV, í heild sinni, þá verð ég að nefna nokkra hluti. RÚV, óháð stöðu sinni með tilliti til eiganda, gerir margt , óháð því hvort e-n fjölmiðlun sé "úrelt" umfram aðra miðla. E-ð sem einkareknir miðlar myndu seint eða aldrei sinna. Menningarefni á Rás 1 er dæmi um það. Þar heyrði þú aldrei efni um t.d John F Kennedy sem var útvarpað skörulega um helgina. Fengir ekki útvarpsleikhús. Barnaefni á RÚV er til fyrirmyndar og þar er horft til allra aldurhópa. Þannig að full miklir fordómar þínir um RÚV virðast litast af pólitík frekar en raunsækji en ok, það er frjálst að hafa skoðun, þó að hún sé undarlega rökstudd stundum.

Hitt er svo annað, að umgjörð RÚV er markað af stjórnmálamönnum. Núna hafa "þinir" menn stýrt þar í rúmt eitt kjörtímabil.Eina sem breyttist var að starfsmönnum er nú bannað að tjá sig í athugasemdum á netinu. Líklega í anda frelsis hjá Sjöllum. RúV er búið að vera stýrt af "þínum" mönnum síðan vorið ´83 og fram til dagsins í dag, að undanskildum 8 árum. Enn er rekstur RúV óbreyttir. Hví skildi það vera ? Jú líklega að menn og konur vita að breytingar á RúV munu kalla á mikla óánægju meðal allra landsmanna, barna, miðaldra og aldraða. Flest allir með kosningarétt. 

Auðvitað veistu svo að fari RúV af auglýsingamarkaðnum, þá mun fákeppni þar aukast. Er það vilji "frelsis" manna innan FLokksins ?

RÚV var svo ekki notað gegn SDG, þeir gerðu það hárétta, að birta gott viðtal (sem fékk verðlaun í Svíþjóð) við mann sem var ekki samkvæmur sjáfum sér. 

RÚV bauð honum ítrekað að koma og tjá sig strax að loknu viðtali en það þáði hann ekki. SDG varð fórnalamb síns eigins drambs.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.5.2017 kl. 20:30

15 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ekki alveg ad skilja.

Ef menn eru bodadir í vidtal, og svo allt einu stekkur einhver framm

sem n.b. var ekkert kynntur sem spyrjandi í thaettinum,  med spurningar

sem ekki voru á dagskrá thessa tháttar/vidtals, er thad ekki fyrirsát..???

Nei hjá sumum er thad bara gott vidtal..!!!!!

Hvar er svo restinn af ollum thessum helvítis upplýsingum sem átti svo ad birta...??

Thetta var bara ómerkileg aftaka í beinni og thad á manni sem búin var ad standa í

lappirnar fyrir thjódina med Indefens og slagsmálinn um Icesave.

Svo verdur allt vitlaust yfir PENINGUM sem konan hans átti.

Kom einhverjum thad vid..????

Bara fólki sem vildi hafa eitthvad á hann til ad koma honum í burtu.

Fléttan sem sett var í gang, er búid ad kosta íslenskt samfélag tugi

milljóna, en almenningur er svo blindur ad hann áttar sig ekki á thessari

snilld sem vihofd var med thessum thaetti.

Fjármálaoflin sem SDG var búin ad berjast gegn, hofdu betur og

svo hrópar fólk bara húrra.

Frábaert.

Sigurður Kristján Hjaltested, 28.5.2017 kl. 20:47

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Held það hafi nú komið fram að Sigmundur átti sjálfur pening í þessu félagi en ekki bara konan hans, Sigurður. Varðandi fyrirsátina: Stjórnmálamenn geta ekki átt kröfu um að vera spurðir einungis þeirra spurninga sem þeir sjálfir hafa samþykkt. Það hlýtur að vera krafa almennings að þeir séu nægjanlega vammlausir og heiðarlegir að ekkert geti komið þeim á óvart frá fréttamönnum. Ef hann einfaldlega hefði haft allt sitt á hreinu, hefði þetta ekki verið neitt mál.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.5.2017 kl. 21:15

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - til að svara þér þar sem þú minnist á BB í þesu máli , þá útskýrði hann þetta á sínum tíma og hann búinn að fara með sinn flokk í gegnum kosningar þar sem flokkurinn fékk 21 þingstæti.

" RUV, sem nýtur um 80% hilli þjóðarinar" fínt ef svo er, þá borga þessi 80 % og ég nota peningana mína í eitthvað sem skiptir mig máli. 

Óðinn Þórisson, 28.5.2017 kl. 23:35

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - ef frjálsir fjölmiðlar hefðu þann aðgang að peningum skattgreiðenda sem Rúv - hefur myndu þeir sinna þessum hlutum ágætlega, svo " á " mjög mikið af gömlu efni sem þeir þ.e við skattgreiðdur sem eigum Rúv myndu bara afhenda frjálsum fjölmiðlum og málið dautt.

Ég gagnrýndi fyrrv. menntamálaráðherra hér ítrekað fyrir að fara ekki í Rúv, t.d selja Rás 2 og minnka stofnina, ef KÞJ fer ekki að girða sig mun ég líka gagnrýha hann fyrir að halda þessari risaeðlu íslenskra fjölmiðla gangandi á kostnað skattgreiðenda.

Óðinn Þórisson, 28.5.2017 kl. 23:43

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Kristján - sammála mörgu í þinni ath.semd.

Óðinn Þórisson, 28.5.2017 kl. 23:44

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári -  " Ef menn eru bodadir í vidtal, og svo allt einu stekkur einhver framm

sem n.b. var ekkert kynntur sem spyrjandi í thaettinum,  med spurningar "

Held að Sigurður Kristján sé með svarið fyrir þig.

Óðinn Þórisson, 28.5.2017 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 333
  • Frá upphafi: 870013

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 236
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband