Íslenska þjóðin er kristin þjóð

"Agnes M. Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands, seg­ir að lækk­un á tekj­um kirkn­anna eft­ir hrun eigi þátt í því að ekki hef­ur verið hægt að sinna viðhaldi sem skyldi."

Þjóðkirkjan er kirkja okkar íslendinga , við eigum að varðveita okkar hefðir og siði sem kristin þjóð.


mbl.is Skert sóknargjald gerir viðhald á kirkjum erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eftir því sem haldið er að landsmönnum þá varð gerður samningur milli ríkis og kirkju . Samkvæmt þeim samningi afsalaði kirkjan öllum jarðeignum og fasteignum tengdum þeim til ríkisins á móti því að ríkið greiddi laun presta. Kirkjunni var heimil afnot af kirkjum án endurgjalds en ríkið átti að halda þessum eignum við sem eigandi þeirra. Svo annaðhvort er þessi yfirlýsing biskupsins bull eða þessi samningur hefur ekkert gildi.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.7.2017 kl. 09:58

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Samkynhneigð er fordæmd á mörgum stöðum í BIBLÍUNNI

Hver er afstaða biskups íslands til hjónabanda samkynhneigðra í dag?

Er biskupinn BIBLÍU-MEGIN Í LÍFINU 

eða svörtu-megin á skákborði lífsins?

Jón Þórhallsson, 29.7.2017 kl. 10:09

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - vantrú/siðmennt/píratar vilja segja upp 1997 samningunum. 

Ef það á að fara í t.d aðskilanð ríkis og kirkju þá þarf að gera annan samning varðandi kirkjueignir.

Óðinn Þórisson, 29.7.2017 kl. 10:52

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - þetta eru allt góðar og gildar spurningar en ekki ætlast þú til þess að ég svari fyrir biskip.

Óðinn Þórisson, 29.7.2017 kl. 10:54

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er eitthvað sem þarf að segja upp ,Óðinn? Er þetta ekki málamyndarsamningur?

Jósef Smári Ásmundsson, 29.7.2017 kl. 11:44

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að fólk vil ræða 100% aðskilnað ríkis og kirkju; þá þyrfti að svara tveimur spurningum:

1.Hvað er það nákvæmlega sem að kirkjan myndi vilja fá frá ríkinu í veganesti?

2.Hvað er ríkð tlbúið að láta kirkjuna fá í skilnaðrgjöf?

Jón Þórhallsson, 29.7.2017 kl. 11:54

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Svarið við spurningum Jóns er 1: Allt og nr.2: Ekkert.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.7.2017 kl. 12:39

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - þingmenn pírata hafa lagt fram töllögu til þingsályktunar sem kveður á um að ríkisstjórninni verði falið að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir og launageriðslu presta frá 1997. 

Óðinn Þórisson, 29.7.2017 kl. 14:16

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - ég held að kirkjan fái sanngjarnari samning ef borgaralegur flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er hinum megin við borðið en ekki anarkistar eða sósíalistar.

Óðinn Þórisson, 29.7.2017 kl. 14:18

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Nei Óðinn, íslensk þjóð er ekki kristin, nema í mesta lagi í orði, alls ekki á borði. Átta mig eiginlega ekki á, hvar þú sérð þess merki að svo sé. Nema að Mammon sé krisur, og 1% sé þjóðin.

Jónas Ómar Snorrason, 29.7.2017 kl. 19:59

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - við höfum viljað halda í og berjast fyrir okkar siðum og hefðum þó svo að vissulega þá séu öfl í okkar þjófélagi sem vilja eyðileggja það fyrir okkur.

Óðinn Þórisson, 29.7.2017 kl. 21:45

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hverjar eru þessar hefðir og siðir Óðinn? Ekki ertu að tala um heimsóknir skólabarna í kirkju, sem er ekkert svo langt síðan að byrjað var að koma á. Hef ekkert á móti því að börn heimsæki og uppfræðist um kirkjuna, en það sé í höndum foreldrana. Held að þetta sé það sem Píratar eigi við, getur ekki flokkast sem eyðilegging.

Jónas Ómar Snorrason, 30.7.2017 kl. 08:30

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - skrumskæling vantrúar/siðmentar/pírata á föstudeginum langa, kristileg skólaleikrt barna sem hafa verið sjálfsagður hluti af jólum barna en nú er verið að reyna að banna það.

Börnun er boðið til að heimsækja krikjur, á það að vera þannig að þó svo að 1 ekki kristið barna megi/vili ekki fara þá getur ekkert af börnun farið, það er bara gengur ekki upp, þetta eina barn þ.e foreldar þess geta ekki stjórnað þessu, þetta eina barn á bara að fara upp á bókasafn og lesa þar sér t.d til um ísland.

Og hvert er framlag Siðmennt/vatrú/pírata til kristilegs barnastafs í skólum, jú að foreldrar sem vilja ekki börn sín kynnist íslenskum hefðum og siðum geta hringt í símanúmer og kvartað nafnlaust til skolans. geta ekki eins sinni staðað fyrir sínu máii undir nafni. Sorglegt.

Óðinn Þórisson, 30.7.2017 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 788
  • Frá upphafi: 869692

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 551
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband