Stundin stoppuð - Glæsilegt

Frétt Rúv um málið var sorgleg og til háborinnar skammar og ömurlegt að almenningur sé skyldaður til að borga fyrir þetta.

Stundin hefur verið stoppuð og því ber að fagna.

Stundin hefur farið hamförum í umfjöllum sinni um heiðursmanninn Bjarna Ben og hans fjölskyldu og nú segir sýslumaður stopp við þennan lélegasta fjölmiðil íslands, 

Var þessum gögnum stolið, lekið eða hvernnig komust þessar upplýsingar í hendur Stundarinnar ? er það ekki eitthvað sem almenningur í okkar landi verður að fá svör við.


mbl.is „Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Jamm, svo þið Sjálfstæðismenn fagnið því að umfjöllun blaðamanna sem er ykkur ekki að skapi sé þögguð niður með valdi. Það var ykkur líkt. En þarna skutuð þið ykkur í lappirnar.

Réttsýni, 16.10.2017 kl. 19:53

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég myndi vilja komast að því hver sá til þess að þetta lögbann var sett. Hefði það ekki verið sett hefði þessi aumi fjölmiðill haldið áfram að puðra út þessum púðurskotum, en nú fara auðvitað samsæriskenningarnar á flot. Lítur helst út eins og einhver svarinn andstæðingur Sjálfstæðisflokksins hafi búið til þessa atburðarás.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2017 kl. 19:58

3 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Ég er þakklátur fyrir hvað Valhöll fór hóflega leið svona til að byrja með, en hvað þeir gera næst er óvíst.
https://www.theguardian.com/world/2017/oct/16/malta-car-bomb-kills-panama-papers-journalist

Jón Páll Garðarsson, 16.10.2017 kl. 20:02

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ath.semd nr.1 ( nafnleysingi ) - þetta er ákvöðun skýslumanns. Stundin þarf kannski að endurskoða sín vinnubrögð.

Óðinn Þórisson, 16.10.2017 kl. 20:11

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn -  " Ég myndi vilja komast að því hver sá til þess að þetta lögbann var sett " sammála og einnigverður almenningur líka að fá að vita hvar Stundin fékk þessi gögn.

Óðinn Þórisson, 16.10.2017 kl. 20:15

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Páll - Völhöll hafði ekkert með þetta að gera.

Óðinn Þórisson, 16.10.2017 kl. 20:16

7 Smámynd: Réttsýni

Ég var ekki að tala um "ákvörðun sýslumanns". Ég var að tala um fögnuð þinn og Þórðargleði yfir því að umfjöllun blaðamanna sem er þér ekki að skapi skuli þögguð niður með valdi. Væri ágætt að þú læsir það almennilega sem skrifað er áður en þú svarar því.

Réttsýni, 16.10.2017 kl. 20:24

8 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Var þessum gögnum stolið lekið, eða hvernig komst það í hendur Stundarinnar, spyrð þú Óðinn, og bætir svo við að það sé eitthvað sem almenningur í þessu landi þarf að fá svör við. Það er hárrétt hjá þér Óðinn allt sukk og svínarí sem fyrifinnst í þessu landi þarf almenningur að fá vitneskju um, og það er einmitt það sem Stundin og RÚV eru iðin við að upplýsa. En ef það er eitthvað sem viðkemur Sjálfstæðisflokknum og eða manna innan hans, þá ætlar allt um koll að keyra hjá ykkur sjöllum, og þessa fjölmiðla á bara að leggja niður að ykkar mati af því þeir eru að upplýsa fólkið í landinu um sukkið og svínríið hjá ykkar flokksmönnum. Áfram RÚV áfram Stundin.

Hjörtur Herbertsson, 16.10.2017 kl. 20:45

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Engar sakir voru bornar á Bjarna. Hreinræktuð óþverra blaðamennska.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.10.2017 kl. 20:54

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ath.semd nr.7 ( nafnleysingi ) - þú settir inn fyrstu ath.semdina á mitt blogg í gær og það virðist blasa við að þú ert bara með leiðinidi , þú ert kominn með gula spjaldið og til að það sé hreinu þá skiptir það mig engu máli hvað þér finnst um mín svor við þinum ath.semdum nafanleysingi.

Óðinn Þórisson, 16.10.2017 kl. 21:02

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - þú byrjar vel en dettur niður í skítkastið, ég hvet Stundina til að upplýsa um hvar þeir fengu þessi gögn , fyrir almenning sem þeir segjast vera að þjóna.

Óðinn Þórisson, 16.10.2017 kl. 21:04

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Heimir - sammála , Bjarni er ekki sakamaður í einu eða neinu.

Óðinn Þórisson, 16.10.2017 kl. 21:05

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þetta er nú orðið nokkuð hjákátlegt hjá þér Óðinn. Í einu orðinu viltu frjálsa fjölmiðla, sem sannanlega Stundin er, en að sama skapi villtu ekki RUV, hvað villtu Óöinn? Já miðla sjálfstæðisflokksins. RUV er búið aðvera undir forsjá sjálfstæðisflokksins sinse ever. Og þú hlakkar yfir þessum gerningi BB, ja hérna blindur ertu!  

Jónas Ómar Snorrason, 16.10.2017 kl. 21:50

14 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Þú mátt alveg kalla það skítkast Óðinn sem ég skrifaði hér á undan, en það ber ekki á öðru en þú og aðrir sjálfstæðismenn þolið ekki að heyra staðreyndir. Þjóðin vill fá allt sukkið sem fyrifinnst í þessu landi, og það er ansi mikið upp á borðið (nema þú og þínir flokksfélagar)En Óðinn þú munt aldrei aldrei viðurkenna að þinn flokkur eða menn innan hans séu viðriðnir eitthvert sukkerí, en ef einhver vinstri flokkana, eða flokksmenn þar væru í svona sukkeríi (sem svo sem vel getur verið)þá held ég að væri annað í þér hljóðið. Eigðu góðar stundir.

Hjörtur Herbertsson, 16.10.2017 kl. 21:56

15 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Svo langar mig að spyrja þig, ert þú innsti koppur í búri BB, veist bara allt um það hvað hann og hans fjölskylda gerir hverju sinni??

Jónas Ómar Snorrason, 16.10.2017 kl. 21:58

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - þér er frjálst að hafa allar þær skoðanir sem þú vilt hafa á mér og hvað ég vil eða vil ekki varðandi fjölmiðla , skiptir mig nákvæmlega engu máli.

Rétt Rúv - hefur verið undir forystu Sjálfstæðisflokksins , fyrst var það ÞKG, IG og KÞJ, allt ráðherrar sem ég hef gagnrýnt harðlega enda ekki fylgt stefnu flokksins um frjálsa fjölmiðla.

Óðinn Þórisson, 16.10.2017 kl. 22:14

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - ég hef og munn aldri verja hvað sem er hvort sem það snýr að mínum flokki eða örðu flokkum, ég reyni að vera asnngjarn í minni umfjöllum og kannsi má segja að ég hafi verið of góður við sósíalistana. Þeri eru ekki beint saklausir, Iceasve - pólistírku réttarhöldin, gjaldborg um heimilin, o.s.frv.

Ég ítreka að ég skora á Stundina að upplýsa hvar þeir fengu þessi gögn, almenningur vill vita það.


Sömuleiðis, góðar stundir.

Óðinn Þórisson, 16.10.2017 kl. 22:18

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Óðinn af þvi þú spyrð get ég upplýst þig að blaðamaður/ritsjóri Guardian upplýsti það fyrir löngu að þeir fengu þessi gögn og báðu Stundina að vinna með sér úr þessu máli.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.10.2017 kl. 23:10

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn.

Finnst þér fjölmiðlaþöggun æskileg? Heldurðu í alvörunni að internetið gleymi einhverju? (Það er þá stórkostlegt vanmat.)

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þetta er nú þegar komið á netið og þar með orðið hluti af Þjóðskjalasafni Íslands.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2017 kl. 02:29

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Hlelgi - Jón Trausti sagði að hann myndi fyrr fara í fangelsi en að upplýsa um hvaðn þessi gögn væru komin. 

Óðinn Þórisson, 17.10.2017 kl. 06:57

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - fjölmiðlar bera mikl ábyrð, stundum talað um þá sem 4 valdið, völd fylgja ábyrð hjá þeim eins og öðrum.

Rúv - verður ekki sakað um í kvöldfréttum í gær að auglýsa ekki fréttir Stundarinnar um Bjarna Ben og hans fjölskyldu.  Var ekki Rúv að taka afstöðu í máliinu eða var þetta eðlilegur fréttarflutningur hjá þeim ?

Sömuleiðis Góðar stundir.

Óðinn Þórisson, 17.10.2017 kl. 07:01

22 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta er gróf aðför gegn rit- og málfrelsi í landinu Óðinn. Ég hef látið Bjarna Ben njóta vafans hingað til en nú varð kúvending í minni afstöðu. Þetta er alltof alvarlegt mál til að þegja yfir.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.10.2017 kl. 07:05

23 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það er þinn réttur í lýðræðislegu landi að taka afstöðu í málum og varðandi þjóðkkjörna einstaklinga, ef þú hefur tekið kúvendingu gagnvart BB þá er það þin ákörðuun og geri ég ekki ath.semd við hana.

Óðinn Þórisson, 17.10.2017 kl. 07:09

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Til umhugsunar

"Í lögum um Ríkisútvarpið segir meðal annars, að það skuli "ábyrgjast að sanngirni og hlutlægni sé gætt í frásögn, túlkun og dagskrárgerð, leitað sé upplýsinga frá báðum eða öllum aðilum og sjónarmið þeirra kynnt sem jafnast." Hér birtist það með því, að samstarfsmenn RÚV, þeir Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar og Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavik Media, eru fengnir til að greina frá fógetaréttarmáli, sem gekk þeim í óhag, en gerðarbeiðandi, þrotabú Glitnis, fær ekki að skýra út sjónarmið sín, hvað þá maðurinn sem átti enn einu sinni að reyna að klekkja á, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. RÚV er fullkomlega ófært um að flytja fyrir kosningar og í samræmi við lög um stofnunina nokkrar þær fréttir, sem má tengja pólitík. Svo hefur lengi verið."
LOKUM Rúv

Óðinn Þórisson, 17.10.2017 kl. 07:10

25 Smámynd: Réttsýni

Óðinn, þú segir: "Jón Trausti sagði að hann myndi fyrr fara í fangelsi en að upplýsa um hvaðn þessi gögn væru komin."

Þetta er rangt hjá þér. Jón Trausti sagði að fyrr færi hann í fangelsi en að afhenda gögnin.

Eins og búið er að benda þér á þá komu þessi gögn frá breska blaðinu The Guardian.

Svo ert þú að halda því fram á Bjarni hafi ekki fengið að "skýra út mál sitt". Hið rétta er að Bjarna var margboðið að skýra út mál sitt en kaus að svara því engu.

Réttsýni, 17.10.2017 kl. 08:55

26 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki skil ég hvert menn eru að fara. Það að banna fjölmiðlun er ávísun á frekari vandamál

Þú lokar ekki á fjórða valdið. Nóg sækja einmitt stjórnmálamenn í þá miðla sem þeim hentar en þegar ekki hentar þá gengur það ekki.

Vissulega liggur ekki fyrir hvort hér sé aðkoma stjórnmálamanna er vissulega er tímasetningin undarleg.

En að menn fagni því að hægt sé að loka fjölmiðla, það er miður.

Ekki viss um þeir hinir sömu hefu samþykkt að lokað hefi verið í ítekaðar persónuárásir ritstjóra MBL á einn fyrrverandi stjórnamálamann. Það þykir mörgum í Valhöll fyndið. Þeir hefðu ekki hlegði þá.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.10.2017 kl. 13:04

27 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - ég verð að ítreka að fjölmiðlar eru 4 valdið, það er gríðarleg ábyrð sem fylgir því að reka fjölmiðli , þessi ábyrð á víð Stundina og Rúv eins og aðra fjölmiðla.

Þú ert væntanlega að visa til heiðursmannsins Davíðs Oddssonar, les það sem hann er að skrifar , hann er beittur penni en sanngjarn, á það við um Stundina að hún sé saanngjarn gangvar Bjarma og hans fjölskyldu ? 

Óðinn Þórisson, 17.10.2017 kl. 17:32

28 Smámynd: Óðinn Þórisson

Flestir hér hafa verið málefnalegir og umræðan verið góð og vil ég þakka fyrir hana.

Það er rétt að taka það fram þannig að það sé alveg á hreinu þá hef ég og mun alltaf styðja frjálsa fjölmiðla.

Þetta var högg fyrir Sjálfstæðisflokkinn , það hefur komið fram að flokkurinn hafði enga aðkomu haft af þessu enda erfitt að sjá hvernig þetta hefði átt að hagnast honum.

Eflum og syðjum frjálsa fjölmiðla fyrir lýðræðislga umræðu í okkar góða landi.  

Óðinn Þórisson, 17.10.2017 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866899

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband