Er hægt að treysta loforðum VG ?

VG lofaði fyrir alþingskosningarnar 2009 að flokkurinn myndi ekki sækja um aðild að ESB, hann sótti um aðild

VG lofaði fyrir sömu alþingskosningar að slá skjaldborg um heimilin, það varð gjaldborg um heimilin.


Nú lofar VG að hækka ekki skatta á millistréttina og vill ekki í ESB , hver treystir loforðum þssa flokks ?


mbl.is Kosið um skatta og húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

VG hefur sett fram að þeir vilji ekki fara í ESB en þeir séu tilbúnir að hlusta á almenning, ólíkt Sjálfstæðisflokki sem hlusta á fáa og fer eftir en færri [hagsmunaaðilum]. 
Gott að minna á loforð þeirr í stjórn 2013 um að ganga til kosninga um ESB, sem var rækilega svikið.

https://www.youtube.com/watch?v=x7CK7-N-iT8 

Ólíkt Sjálfstæðisflokknum, þá hefur VG og í reynd Samfó séð að sér og leiðrétt það sem þeir hafa gert rangt.

Ég man eftir forsætisráðherra á vegum Sjálfstæðisflokks sem "gat beðist afsökunar ef fólk vildi" á 250 milljarðar gjaldþroti Seðlabanka árið 2008 vegna "ástabréfaveða", stýrt af DO.

Sjálfstæðisflokkurinn er svo fastur í sínum áformum um freklegar skattahækkanir á almenning í nýju, fyrirhugðu fjárlagafrumvarpi. 

Þannig að hver ætti svo sem að treysta Sjálfstæðisflokki þegar kemur að skattahækkun á meðallaunþegar en lækkun til þeirra sem hæstar hafa tekjurnar [heimild: skýrsla ASÍ um þróun skatta á almenning 2017].

Ekki ég allavega.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.10.2017 kl. 13:46

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Óðinn, sporin hræða. Minnumst fyrrum loforða þeirra og gjörða, það ætti að nægja þeim sem ekki hafa gleymt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.10.2017 kl. 14:03

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svarið við þessari spurningu er afskaplega einfalt: NEI........

Jóhann Elíasson, 26.10.2017 kl. 15:24

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það hefur komið fram að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sett fram alvarlega fyrrivara við þær skattahækknir sem voru í fjárlagafrumvarpinu.

Óðinn Þórisson, 26.10.2017 kl. 15:37

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - sammmála vinstri - sporin hræða, Jóhönnustjóirnin fór illa með margar fjölskyldur eftir að alþjóða fjármálahrunið skall á íalandi. Það fólk er ekki búið að gleyma gjaldborginni.

Óðinn Þórisson, 26.10.2017 kl. 15:40

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - hef aldrei og mun aldrei treysta sósíalistum.

Óðinn Þórisson, 26.10.2017 kl. 15:44

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

VG hefur sett fram að þeir vilji ekki fara í ESB en þeir séu tilbúnir að hlusta á almenning,

Svona eins og þau leyfðu okkur að kjósa seinast um þá vegferð?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.10.2017 kl. 16:04

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Halldór, sumum finnst gott að berja hausnum við steininn góða. Verði þeim að góðu. Án þess að vera verðandi kjósandi VG, þá er ljóst að formaður þess flokks hefur í langan tíma lýst því að það verði farið lengra nema með aðkomu þjóðar.

Held bara að þetta megi finna hér:http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP58129, þá fyrir þá sem vilja kynna sér staðreyndir. Þeir sem vilja það síður, bið að heilsa steininum.

Ef þessi aðili má ekki skipta um skoðun, mega þessi það samt ; http://www.visir.is/g/2008740050536/bjarni-og-illugi-vilja-adildarvidraedur-vid-esb ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.10.2017 kl. 17:47

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti Óðinn, það er eftiráskýring. "ef og hefði" eru ekki góðar systur, svona eftir á.

Ljóst að frumvarpið var lagt fram af ríkisstjórn, samþykkt þar. Væri annars aldrei sett frarm af Fjármálaráðherra.

Staðreynd en mögulega beisk fyrir suma.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.10.2017 kl. 17:49

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór Björgvin - VG sýndi það ekki 2009 að þeir væru reiðubúnir að hlusta á þjóðina, samþykktu/fengu ekki að samþykkja tillögu Sjálfstæðisflokksins um að málið færi til þjóðarinnar.

Óðinn Þórisson, 26.10.2017 kl. 18:10

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - " VG vildi breyta fjármálaáætlun til næstu fimm ára og auka skattheimtu um alls 334 milljarða eða nær eina milljón á hvert mannsbarn."
Óli Björn Kárason

Þetta er staðreynd sem ég held að VG sjái verulega eftir í ljósi umræðu um að fólk treystir ekki að þeir muni hækka skatta á almenning.

Óðinn Þórisson, 26.10.2017 kl. 18:21

12 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óðinn, þetta er ekki staðreynd, þetta er skoðun Óla Björns.

Þér er frjálst að hafa þina skoðun á því hvað VG kann að gera. Hitt liggur fyrir hvað þínir menn ætluðu sér.

Þ.m.t. vegatollur á fólk sem býr í borginni og á þá sem sækja starf sitt í borginni.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.10.2017 kl. 21:08

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - þetta eru tölur sem koma fram í breytignartillögu VG við fjárlgafrumvarpið. Ef þú vilt borga hærri skatta og hafa minni ráðstöfunartekur þá setur þú x  ið við V.

Óðinn Þórisson, 26.10.2017 kl. 22:27

14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nei.

Halldór Egill Guðnason, 27.10.2017 kl. 04:42

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Án þess að vera verðandi kjósandi VG, þá er ljóst að formaður þess flokks hefur í langan tíma lýst því að það verði farið lengra nema með aðkomu þjóðar.

Er það ekki akkúrat málið, það er ekki hægt að treysta formanni þessa flokks, þau sögðu öll að ekki ætti að sækja um ESB aðild, það var svikið, þau komu öll í pontu þegar þingið kaus um að fara í aðildarferlið og sögðust vera kjósa gegn sinni sannfæringu til að halda í völd, þetta sýnir að það er ódýrt að kaupa þau til að gera hvað sem er. Síðan þegar farið var í að kjósa á þingi hvort að aðkoma þjóðar væri ekki málið þá kusu þau öll með tölu Nei.

Þannig að það er algerlega merkingarlaust hvað formaðurinn talar um þar sem öll þeirra sannfæring og loforð eru föl..

Halldór Björgvin - VG sýndi það ekki 2009 að þeir væru reiðubúnir að hlusta á þjóðina, samþykktu/fengu ekki að samþykkja tillögu Sjálfstæðisflokksins um að málið færi til þjóðarinnar.

Það var akkúrat málið, því er ég sammála þér að það er ekki hægt að treysta þeirra loforðum og sé ekki fram á hvers vegna þau myndu leyfa aðkomu þjóðar nú..

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.10.2017 kl. 09:40

16 Smámynd: Baldinn

Svona eins og mátti treysta Bjarna með þjóðaratkvæðis kosninguna um að klára ESB viðræðurnar.  Já strákar sporin hræða.

Baldinn, 27.10.2017 kl. 10:04

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór Björgin -" " þau komu öll í pontu þegar þingið kaus um að fara í aðildarferlið og sögðust vera kjósa gegn sinni sannfæringu til að halda í völd, þetta sýnir að það er ódýrt að kaupa þau til að gera hvað sem er. Síðan þegar farið var í að kjósa á þingi hvort að aðkoma þjóðar væri ekki málið þá kusu þau öll með tölu Nei."

Þetta er nákvæmlega málið og VG mun gera þetta aftur og aftur, þetta var hluti af því hvernig Jóhönnustjórnin vann, Hrossakaup, þetta sáum við t.d með myndum meirihlutans í Reykjavík síðast þegar Pírtar fengu dúsu fyrir að styðja DBE.

Óðinn Þórisson, 27.10.2017 kl. 10:06

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldin - það var vinstri - stjórnin sjálf sem stöðvaði sínar eigin aðildarviðurnar við ESB haustið 2012.

Óðinn Þórisson, 27.10.2017 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 790
  • Frá upphafi: 869694

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband