Forgangsmál Nýs Meirihluta í Reykjavík

Það eru raun þrjú mál sem nýr meirihluti þarf að setja í forgang, leysa húsnæðisvandann, uppbygging á Reykjavíkurflugvelli sem um 70 þús einstalingar hafa kallað eftir og koma í veg fyrir byggingu borgarlínu, svo ekki sé talað um að gera rétt gagnvart Hjálpræðishernum.


mbl.is Fimm framboð bárust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sorry, Reykjavík er sokkin borg og verður meira og meira í líkingu við Caracas Venuzala þar sem socialisminn og komonisminn blómstrar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.1.2018 kl. 17:42

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - eins og r.borg stefnir í dag þá eiga reykvíngar og aðrir landsmenn að hafa verulegar áhyggjur af þróun mála í höfuðborg landsins. Það er enn tækifæri til að breyta um kúrs.

Óðinn Þórisson, 10.1.2018 kl. 19:17

3 Smámynd: Hrossabrestur

Látum Reykjavík róa, henni er ekki viðbjargandi, gerum einhvern annan bæ að höfuðborg og flytjum stjórnsýsluna og allt klabbið þangað.

Hrossabrestur, 10.1.2018 kl. 22:07

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ansi má vera stórt undir núverandi og áframhaldandi meirihluta (allavega með Dag og Samfó) ef það á að leysa allann húsnæðisvanda borgarinnar að setja eiganda MBL sem borgarstjóra.

Nokkuð viss að þar þurfa mjög margir aðrir hlutir að ganga saman áður en það verður eina lausnin.

Hér er talað um Borgarlínu. Rétt að benda á að allir bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu, sem jú eru einmitt allir FLokksmenn hafa samþykkt áætlunina og já, henni bregður fyrir í stjórnarsáttmálanum. Þar sem  nú er enginn vegskatta-Jón, þá verður haldið áfram með þessa áætlun.

Þvermóðska sumra sem sjá ekki lengur rétt út nebbann, átta sig ekki á því að hér mun fjölga fólki umtalsvert og þeirra ferðalög verða ekki leyst með einkabílnum.

Gott samt að sjá byggingarkranana fjölga reglulega við Hlíðarendafót. Þar fer um leið uppbygging og bæting á húsnæðisvandanum og allt í einkaframtaki. Því ættu allir sannir FLokksmenn að gleðjast yfir.

En svo kannski bara gott að vera fúll á móti.

Eitt er víst, Sjallar eru ekki að fara ná völdum í borginni, meiri líkur á að frú Sæland sé nærri því en MBL eigandinn, varaþingmaðurinn eða tuðarinn á miðli er rímar við flögu. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.1.2018 kl. 23:41

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hrossabrestur - það er mjög stórt skref að stíga ef við Íslendingar skiptum um höfuðborg, en ef svo illa fer að núvarndi einhverskonar bræðingur heldur völdum sem skilur ekki hlutvrk höfuðborgqar þá verður fyrir hagsmuni allra íslendinga að hugleiða það mjög alvarlega að annað sveitarfélag eins og t.d Kópvavogur taki við sem höfuðborg.

Óðinn Þórisson, 11.1.2018 kl. 07:08

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - núverandi meirihluti hefur rekið sömu lóðskortssstefnuna og fyrrverandi meirihluti gerði og R - listinn sálugi hóf á sínum tíma.

Ef ég tala yfir hönd Sjálfstæðismanna í Kópavogi hef ég ekki heyrt mikinn áhuga á þessari borgarínu , en jú vissulega hefur Ármann Kr. áhuga fyrir henni en hann á eftir að fara í gegnum alla vinnuna að kynna þetta fyrir íbúum kópabogs og ná kjöri í prófkjöri flokksins.

Byggingarkarnarnir sem þú minnist á eru fyrir byggingu hótela, það mun ekki leysa brínan húsnæðisvanda í Reykjakvík.

Þessi þétting byggðar og lððaskortsstefna meirihlutans í Reykjavík hefur leitt til þess að fólk hefur einfaldlega flutt úr úr Reykjavík til geta keypt sér fasteign, skoðaðu stækkun t.d Kópavogs, Hafnafjarðar, Garðabær, Akranes, Árborgar o.s.frv - fólk hefur verið að flýja þessa brengluðu stefnu Dags B. og félaga.

Óðinn Þórisson, 11.1.2018 kl. 07:17

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Endilega láta Ármann Kr heyra það, ekki veitir af.

Þú talar um lóðaskort. Hér er nóg af lóðum en ekki nóg kannski fyrir þá sem vilja hagnast sem mest.

Þessi meirihluti hefur þó pung til þess að verðmeta lóðir og selja, e-ð sem Sjallar gerðu ekki hér áður fyrr, þeir bara gáfu til sérvalinna á sínum tíma. 

Ef þú myndir kynna þér uppbygginguna við Hlíðarendafót, þá sæjir þú nú eina blokk á lokastig og fleiri í undirbúningi. Ekki bara hótelið sem verður á horni Hlíðarendavegs og Miklubrautar. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.1.2018 kl. 10:07

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar – mikil stækkun nærliggjandi sveitarfélaga er bein afleiðing lóðaskortstefnu vinstra mann sem hafa í raun stjórnað hér síðustu rúm 20 árin.

Það er mjög sértakt að íþróttafélagið Valur skuli standa í innanríksdeilu, ég er Valsari og vill mínu félagi allt það besta en ekki á kostanað flugöryggis.

Óðinn Þórisson, 11.1.2018 kl. 14:19

9 Smámynd: Einar Karl

Þvættingur um lóðaskort

"Árið 2016, þegar yfir­stand­andi kjör­tíma­bil var hálfn­að, var annað árið röð hafin bygg­ing á meira en 900 íbúðum í Reykja­vík. Áætl­anir fyrir síð­asta ár gerðu ráð fyrir enn frek­ari upp­bygg­inu og það sama á við um næstu ár."

https://kjarninn.is/skodun/2018-01-11-thvaettingur-um-lodaskort/

Einar Karl, 11.1.2018 kl. 14:24

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Var það ekki sjálfstæðisflokkurinn sem setti verðmat á lóðir í staðin fyrir uppboð?, ég man allavegana eftir því að hafa farið á slíka kynningu þegar ég var í háskóla, fyrir mitt leiti er það fáránlegt að borga 20 milljónir fyrir smá gras í leigu áður en byrjað er að byggja.

Það er rosaleg bjartsýni að halda því fram að borgarlínan leysi einhvern umferðavandamál, hún mun bara auka þau vandamál, þess blessaða áætlun mun nýtast kannski 3% borgarbúa þar sem línan liggur, hvergi annarstaðar. Þetta mun setja borgina og umhverfið lóðbeint á hausinn, lestir eru gamaldags tækni sem er í þessari mynd á leiðinni út og er galið að vera setja þetta upp á sama tíma og sjálfkeyrandi rafmagnsbílar eru á mikilli uppleið.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.1.2018 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 330
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 233
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband