Þrenging gatna og umferðarteppur - x - S

"Í nýrri grein­ingu Sam­taka iðnaðar­ins á vega­mál­um er áætlað að 15.000 klukku­stund­um sé sóað í um­ferðinni á höfuðborg­ar­svæðinu á degi hverj­um, sem sam­svar­ar um 25 klukku­stund­um á hvern íbúa á árs­grund­velli "

Samfylkinign sem stjórnar þessum meirihluta hefur eytt um 1200 millónum í að þrengja götur en 0 kr. greiða fyrir umferð. 

Píratar og Vg bera að sjálfsögðu líka ábyrð og Björt Framtíð býður ekki fram sem er niðurstaða eftir að S.Björn Blöndal hafði algerlega fylgt DBE í einu og öllu. Var í raun bara hækjuflokkur.


mbl.is Tafirnar eru dýrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

"Samfylkinign sem stjórnar þessum meirihluta hefur eytt um 1200 millónum í að þrengja götur"  Átt þú rök fyrir þessari staðhæfingu ?

En úr því að það er verið að skammast og kvarta yfir því hugað sé að almenningssamgöngum og hjólandi umferð, þá er gott að rifja þetta upp, síðast þegar þinn fyrrverandi flokkur (eða núverandi ? ) réði:

https://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_thjonustulysingar/hjolreidaa__tlun_LOW_OK.pdf

Líka gott að skoða framkvæmdir Sjalla við Lönguhlíð. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.5.2018 kl. 09:58

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - telur þú virkilega að gatnaþrengingar nú síðast Birkimel séu til góðs ?

Óðinn Þórisson, 22.5.2018 kl. 14:23

3 identicon

Hjólreiðar, gönguferðir og önnur hreyfing er af hinu góða og hressir bætir og kætir. Víða um borgina hafa verið lagðir göngu og hjólastígar sem eru mikið notaðir, sérstaklega meðfram ströndinni og er ég einn af þeim sem nota þá. Svo eru aðrir sem eru til óþurftar og eru lítið notaðir og engum til gagns.

Þar má nefna Hofsvallagötu sem er þvílíkt forljótt  klúður og gerir ekkert nema trufla umferð bíla. Sama má segja um Borgartún Grensásveg og núna nýjasta dæmið við Birkimel. 

Bíllinn er nauðsynlegur í nútímaþjóðfélagi og reiðhjól getur á engan vegin komið í stað hans.

Það er því til skammar og alveg Dagsljóst hvernig stjórnendur Borgarinnar hafa staðið í vegi fyrir að greiða fyrir endurbótum á vegakerfinu með þeim afleiðingum að bílar eru stopp á helstu umferðaræðunum á álagstímum blásandi ullabjakki út í andrúmsloftið og óþarfa eyðslu á eldsneyti.

Nú myndi ég segja að Dagur sé kominn að kveldi og ætla ég að vona að um næstu helgi birti til og að nýjir vendir taki til að sópa út ósómanum sem hefur haldið borginni í gíslingu síðustu árin.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2018 kl. 19:09

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn Haraldur - ef við skoðun t.d þrenginguna og hjólreiðastíginn við Grensásveg þá hefur það sýnt sig að sú breyting var eingöngu gerð til að skemma fyrir einkabílnum. 

Útivera, hjóla, labba, hlaupa o.s.frv er allt af hinu góða en kemur eins og þú réttilega bendir á kemur aldrei í staðinn fyrir einkabílinn. Fólk á að hafa val hvernig það vill ferðast um borgina það á ekki að vera ákvörðun kjörinna fulltrúa eins og DBE og félager eru að reyna kúga í gegn.

Í tíð Jóhönnuóstjórnarinnar var gert samkomulag milli borgar og ríkis um að gera ekkert í 10 ár í vegamálum í Reykjavík Samfylkingin hefur staðað við það.

DBE kom svo í fréttum um daginn og sagði ósátt um Sundabraut, hann eða Holu Hjálmar hafa aldrei viljað þá framkvæmd þrátt fyrir hvað það myndi gera fyrir umferðina.

26.mai mun snúast um það hvort fólk vill áframhaldandi þrengingarstefnu Samfylkingarinnar og sinna ekki íbúum eða hvort Reykvíkingar vilja í raun borgina sína aftur.

Óðinn Þórisson, 22.5.2018 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 330
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 233
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband