SjálfStæðis-Flokkurinn - " að standa vörð um fullveldi þjóðarinnar,"

íslandAllt sem hugsanlega gæti leitt til framsals á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar er ekki valkostur fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, það er stefna flokksins.

Þó svo að v.formaður Sjálfstæðisflokksins sé á þeirri skoðun að samþykkja Orkupakka 3 og hún telji að fyrirvarar muni halda þá getur hún ekki lokað á það að þjóðin sem hún vinnur hjá fái að segja sína skoðun.



mbl.is Viljandi verið að afvegaleiða umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er vitanlega svo að athafnir sem í raun og veru gætu leitt til framsals á valdi, í andstöðu við stjórnarskrá, ætti í það minnsta að fara með í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að er hins vegar langur vegur frá því, að jafna megi því saman að athöfn leiði til framsals á fullveldi, og hinu, að einhver eða einhverjir haldi því fram, þvert á veruleikann, að svo sé. Alveg sama þótt þeir séu margir og bergmáli hver annan í sífellu. Það bylur oft hátt í tómum tunnum, en það merkir ekki að þær hafi eitthvað merkingarbært fram að færa.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2019 kl. 20:38

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - eftir að hafa hlustað á v.formann sjálfstæðisflokksins tala um þetta mál hef ég áhyggjur af því hvort hún skylji fyrir hvern hún er vinna.

Einnig hef ég haft áhyggjur af því að umræðan færi niður á lágt plan, eins og varð raunin hjá þér. því miður , þetta skilar okkur engu.

Óðinn Þórisson, 17.4.2019 kl. 21:08

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef þú telur stórkarlalegar og vísvitandi ósannar yfirlýsingar óheiðarlegs og heimsks fólks jafngilda staðreyndum, og ef þú telur slíkan málflutning hafa eitthvert gildi, ja þá verður þú að eiga það við sjálfan þig.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2019 kl. 02:11

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óðinn.

Fyrst vil ég hrósa þér fyrir fádæma kurteisi og þolinmæði burtséð frá hefðbundnum málstað þínum sem ég og aðrir hafa oft sótt hart að, en nú bregður svo við að þú leyfir þér að gagnrýna þann að því virðist þrönga hóp forystu flokksins þíns, sem ætlar að lúta vilja EES og ESB og leggst í þess stað á sveif með þeim skoðunum sem grasrót flokksins og reyndar mikill meirihluti þjóðarinnar styður.

Í þinni örstuttu færslu, þar sem þú hittir naglann rækilega á höfuðið, þá fylgir sem sending af æðri máttarvöldum athugasemd sem einfaldlega sannar orð þín.

Í óstilltri athugasemd sinni gefst Þorsteini Sigurlaugssyni nefnilega kjörið tækifæri á að svara þér og segja þér og okkur öllum í fáum orðum ástæður þess að Íslendingum beri að samþykkja þennan þriðja orkupakka, en hann sýnir einmitt og sannar með gaspri sínu um tómar tunnur, heimskt og óheiðarlegt fólk að honum er svara vant, sem er jú einmitt svar út af fyrir sig.

Jónatan Karlsson, 18.4.2019 kl. 06:36

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Takk fyrir goda pistil Odin. Merkilegt hversu sumir lita stort a sig og svara med hroka. Her er sma um thetta mal og eflaust fra folki sem Thorsteinn lysir svo vel,

tekid af sidu Omars Geirssonar,

Ef lygin er endurtekin nógu oft.

Þá hugsanlega gætu ráðherrarnir sjálfir í nauðvörn sinni trúað því sem þeir segja.

Á þeirri vegferð er Þórdís Kolbrún.

Tökum fullyrðingar hennar og skoðum:

1. "... með inn­leiðingu orkupakk­ans sé verið að fram­selja vald­heim­ild­ir um­fram það sem stjórn­ar­skrá­in leyf­ir,".

Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðrik Árni Friðriksson landsréttarlögmaður; 

"Með vísan til framanritaðs er það niðurstaða höfunda álitsgerðarinnar að verulegur vafi leiki á því hvort framsal ákvörðunarvalds til ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, eins og ráðgert er að taka hana upp í EES-samninginn samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017, rúmist innan ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Er þá m.a. tekið tillit til þeirra almennu stjórnskipulegu viðmiðana sem líta ber til í þessum efnum, sbr. kafla 4.2.2 og 4.2.3, og þeirra sérstöku sjónarmiða sem eiga við um það viðfangsefni sem hér er til athugunar. Skal sérstaklega tekið fram að sjónarmið um forsendur EES-samningsins64, afmörkun framsalsins og víðfeðmi þess, sbr. kafla 4.3.2. og 4.3.3, teljast vega þungt i þessu sambandi. Með vísan til framanritaðs er það álit höfunda að ekki séu að óbreyttu forsendur til þess að Ísland aflétti stjórnskipulegum fyrirvara við umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að taka þriðja orkupakkann upp í EES-samninginn, sbr. 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins, nema tryggt sé að reglugerð nr. 713/2009 verði innleidd i íslenskan rétt á þann hátt að samræmist stjórnarskránni".

Hver er að afvegleiða hvern, sá sem fullyrðir, eða sá sem rökstyður út frá stjórnskipunarrétti??

2. ".. að hingað verði lagður sæ­streng­ur sem muni hækka raf­orku­verð mikið".

Eitt meginmarkmið tilskipunar ESB um orkumál er að koma á samkeppnismarkaði sem nær yfir landamæri aðildarríkja, " "Í fimmta tölulið forsendna reglugerðarinnar um þriðja orkupakkann kemur fram að aðildarríkin geti í raun ekki gert neina fyrirvara eða sett aðrar lagalegar hindranir: "Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku.".  Og þessi markmið virka ekki ef einstök aðildarríki setja fyrirvara sem koma í veg fyrir slík viðskipti, eins og til dæmis að leggja bann við að raforkukerfi viðkomandi lands sé tengt hinum sameiginlega markaði.  Slíkir fyrirvarar halda ekki nema um þá sé samið upphaflega, og þá gilda þeir aðeins tímabundið.

3. "... að verið sé að veita ESB heim­ild til að „krukka í okk­ar auðlind­um“ varðandi virkj­an­ir.". 

Regluverkið skilgreinir orku sem vöru sem á að flæða frjáls um hinn sameiginlega markað, og eftirlit með því hefur "Orkustjórnsýslustofnunin, ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators)", hún hefur beint boðvald ef til ágreinings kemur milli einstakra ríkja og henni ber að sjá til þess að Orkustofnun sé algjörlega sjálfstæð gagnvart stjórnvöldum, og Orkustofnun ber að sjá til þess að efni tilskipunarinnar gildi á íslenskum raforkumarkaði.  Þetta snýst ekki um að krukka í orkuauðlindinni varðandi virkjanir, heldur að regluverk Evrópusambandsins setur rammann og skorðurnar, og íslensk stjórnvöld hafa fátt um málið að segja.  Og orkupakkar 4 og 5 munu skerpa ennþá á þessu sjálfstæði, þannig að í raun verður yfirstjórn orkumála í Evrópu undir einni stjórn, yfirþjóðlegri.

Þetta er raunveruleiki, það er ekki verið að afvegleiða einn eða neinn.

Tharf ad segja eitthvad meira. Thetta liggur alveg fyrir hvad a ad gera tho svo

hrokagikkir eins og Thorsteinn halda ad vid seum oll olaes og jafnvel ekki skrifandi.

A thad stolar thetta ESB sleikjandi lid. Svo einfallt er thad.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.4.2019 kl. 07:34

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - " óheiðarlegs og heimsks fólks "  aftur dettur þú niður á þetta lága plan.

V.formaður sjálfstæðisflokksins hefur fullan rétt á sinni skoðun, ég virði hana, hversvegna vill hún ekki leyfa fólkinu í landinu að koma að þessari stóru ákvörðun, þetta er spurning um yfirráð okkur yfir orkunni.

V.formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hún sé þarna til að taka ákvarðanir , kaannki er bara rétt að leyfa henni að taka Norður - Kóreu á Orkupakka 3.

Óðinn Þórisson, 18.4.2019 kl. 07:59

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónatan - það virðist því miður að vera að myndast gjá á milli forystu flokksins sem viðirst ætla að skrifa undir hvaða tilskipun sem er frá esb og hinsvegar almenns flokksmanns sem styður stefnu flokksins um yfirráð okkar yfir auðlindum okkar. 

Það eru margir sem bíða nákvæmlega eftir því sem þú bendir á hversvegna við eigum að samþykkja Orkupakka 3, ef þetta er ekkert vandamál, hversvegna þarf belti og axlabönd ?

Óðinn Þórisson, 18.4.2019 kl. 08:06

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Krisján - v.formanni sjálfstæðisflokksins er nokkur vorkunn, hún er með mjög mörg ráðuneyti og eflaust erfitt fyrir hana að vita allt hvað er að gerast og kannski er þetta auðveldast fyrir hana koma fram með þessa skoðun sína og halda henni bara til streytu , hvað sem á dynur. 

Varðandi sæstreng, þá er hún ekki á móti honum, skulum orða það þannig, 

Það sem er verið að gera er svokölluð salami - aðferð, taka eitthvað smá , aldrei nógu mikið svo fólk haldi að það hafi í raun áhrif, við sjáum þessa aðferð í fullum gangi hjá Degi B. og hans fólki, ekki gera við götur, þrengja götur, taka bílastæði, o.s.frv. 

Óðinn Þórisson, 18.4.2019 kl. 08:12

9 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Kæru bloggarar. Það eitt nægir mér, að við orkupakka 1 og 2, stórhækkaði raforkan hjá mér sem og öðrum notendum á landsbyggðinni. Ef það nægir ekki til að opna augu fólks, þá er illa farið. Þeir sem eru hlynntir slíku ráðabruggi, eru hreinir landráðamenn.

Góðar stundir.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 18.4.2019 kl. 09:29

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Thorberg - takk fyrir innlitið, það eru svo gríðarlega miklir hagsmunir í húfi fyrir íslensk heimili að það er lágmark að fólk fái að segja hvort það vilji eða vilji ekki afhenda esb aðgang að okkar orku.

Óðinn Þórisson, 18.4.2019 kl. 12:03

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hér má sjá umfjöllun Stundarinnar um þriðja orkupakkann sem sýnir hversu ómerkielft lýðskrum og rangfærslur málflutningur andstæðinga hans er. það stendur ekki steinn yfir steini í fullyrðingum þeirra.

Eitt er til dæmis alveg á tæru. Það að samþykkja þriðja orkupakkanj skyldar okkur ekki á nokkurn hátt til að leggja sæstreng til Evrópu og það leggur ekki á nokkurn stein í götu slíkrar framkæmdar að h afna þirðja orkupakkanum.

https://stundin.is/grein/8865/sigmar-misskilur-thridja-orkupakkann-i-grundvallaratridum/

"Málflutningur Sigmars Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra um þriðja orkupakkann hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga. 

Svo virðist sem hugmyndir Sigmars um orkupakkann endurspegli vel þær áhyggjur sem fjöldi fólks hefur af málinu. Því er ekki úr vegi að rýna í sannleiksgildi helstu fullyrðinganna sem hann hefur sett fram, annars vegar í færslum á Facebook og hins vegar í myndbandi frá samtökunum Orkan okkar.

Í umfjölluninni hér á eftir er stuðst við frumtexta þeirra gerða sem tilheyra þriðja orkupakkanum en jafnframt við þingmálin og fylgiskjöl þeirra sem lögð hafa verið fram vegna innleiðingar reglnanna á Íslandi.

Upplýsingarnar eru aðgengilegar hverjum sem er á vef EFTA og Alþingis.

„Ég er alfarið á móti því að við sem búum hérna á Íslandi séum að eftirláta yfirráð yfir okkar orkuauðlindum út fyrir landsteinana.“

Þetta segir Sigmar í myndbandi fyrir samtökin Orkan okkar þar sem hann svarar spurningunni Af hverju nei við orkupakka 3? og verður að skoða fullyrðinguna í því samhengi. Raunin er sú að reglur þriðja orkupakkans, og samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar um aðlögun hans að samningnum, varða ekki með neinum hætti eignarrétt yfir orkuauðlindum á Íslandi. Þá felur hann ekki í sér neinar grundvallarbreytingar á því regluverki sem gildir nú þegar um viðskipti með raforku á Íslandi, svo sem meginreglum EES-samningsins. Eins og Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður bendir á í álitsgerð sinni um þriðja orkupakkann felast í þeim reglum ákveðnar takmarkanir á ráðstöfunarrétti og svigrúmi íslenskra stjórnvalda í raforkumálum sem gilda óháð því hvort þriðji orkupakkinn taki gildi.

„Orkupakki 3 er síðan rúsínan í pylsuendanum til að tryggja að erlendir fjárfestar geti eignast þau fyrirtæki sem eiga þessar auðlindir.“

Hvergi í gerðum þriðja orkupakkans er að finna neinar breytingar að því er varðar möguleika erlendra fjárfesta til að eignast „fyrirtæki sem eiga þessar auðlindir“.

Íslendingar eru nú þegar bundnir af meginreglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru og fjármagns, bann við mismunun á grundvelli ríkisfangs, samkeppni, neytendavernd, skorður við ríkisaðstoð og bann við magntakmörkunum á innflutningi og útflutningi.

Þær auknu valdheimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA fær gagnvart eftirlitsyfirvöldum EFTA-ríkjanna vegna þriðja orkupakkans lúta ekki að eignarhaldi á raforkufyrirtækjum og í gerðum þriðja orkupakkans er ekki að finna ákvæði sem koma í veg fyrir að EFTA-ríki geti rekið kerfi sem byggi á því að orkuauðlindir séu í þjóðareigu. 

„Það er gríðarlegur munur á því að vera í EES og innleiða reglugerðir eða að færa eftirlitsvald, framkvæmdavald og dómsvald í orkumálum til ACER (úr landi)! Því það er nákvæmlega það sem er í uppsiglingu.“

„Til að toppa það þá mun þessi samningur tryggja að ACER hafi allan lagalegan rétt til að fara með löggjafarvald og dómsvald í þessum málaflokki.“ 

EES-samningurinn felur nú þegar í sér verulegt framsal valds til útlanda. Engin ákvæði í gerðum þriðja orkupakkans veita ACER, hinni samevrópsku Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, vald til að gefa íslenskum stjórnvöldum bindandi tilmæli.

Þær valdheimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA, ekki ACER, fær gagnvart EFTA-ríkjum vegna þriðja orkupakkans lúta einkum að málum er varða grunnvirki yfir landamæri og hafa því ekki raunhæfa þýðingu fyrir orkugeirann á Íslandi meðan enginn sæstrengur hefur verið lagður.

Á vef samtakanna Orkan okkar er því haldið fram að með innleiðingu þriðja orkupakkans muni Íslendingar glata ákvörðunarvaldinu um lagningu sæstrengs til Íslands. Hvorki íslensk stjórnvöld eða Alþingi munu geta staðið gegn slíkri framkvæmd,“ segir á vefnum. Ekkert í ákvæðum þeirra gerða sem tilheyra þriðja orkupakkanum rennir stoðum undir þetta eins og hver sem er getur staðreynt með því að lesa gerðirnar. Um þetta eru allir lögfræðingar sem skilað hafa álitsgerðum um málið sammála. „Áréttað skal að þriðji orkupakkinn leggur enga skyldu á aðildarríki um að koma á fót raforkutengingu/grunnvirkjum yfir landamæri,“ segja t.d. Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst í álitsgerð sinni.

„Samhliða því er það skýr krafa frá Orkustofnun ESB að einkavæða (markaðsvæða) öll orkufyrirtæki landanna.“

„Hvað með þá staðreynd að við erum að markaðsvæða einu helstu auðlind þjóðarinnar, græna orku?!“

„Enda er verið að fara enn lengra í að einkavæða orkufyrirtækin í landinu.“

Í gerðum þriðja orkupakkans er ekki að finna neina kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækja. Slíkar kvaðir væru enda á skjön við 125. gr. EES-samningsins sem hljóðar svo: „Samningur þessi hefur engin áhrif á reglur samningsaðila um skipan eignarréttar.“ Hefur EFTA-dómstóllinn túlkað ákvæðið á þann veg að aðildarríkin sjálf megi ákveða hvort vatnsréttindi og aðrar eignir tengdar raforkuframleiðslu skuli vera í opinberri eigu eða í eigu einkaaðila. Slík markmið séu lögmæt svo lengi sem ekki sé brotið gegn öðrum meginreglum EES-samningsins þegar slíkri eignarréttarskipan sé komið á. Þetta eru meginreglur sem Íslendingar hafa þegar skuldbundið sig til að fylgja og gilda óháð þriðja orkupakkanum. Raforkumarkaðurinn á Íslandi hefur þannig nú þegar verið markaðsvæddur að verulegu leyti vegna EES-samningsins, fyrri orkupakka Evrópusambandsins og breytinga sem gerðar voru á raforkulögum árið 2003. Innleiðing þriðja orkupakkans í íslenskan rétt felur ekki í sér neina eðlisbreytingu á þessu. Hinar nýju valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA lúta einkum að sæstrengsmálum og hafa því ekki raunhæfa þýðingu á Íslandi né eru til þess fallnar að þrýsta á um aukna einkavæðingu og markaðsvæðingu hérlendis."

Sigurður M Grétarsson, 18.4.2019 kl. 13:01

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stundin á lof skilið fyrir að fara vandlega ofan í saumana á þessu. En vandinn er að það er alveg sama hversu oft er bent á staðreyndir málsins, það hefur engin áhrif á áróðursherinn sem gerir engan greinarmun á lygi og sannleika.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2019 kl. 16:48

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - mótrök https://orkanokkar.is/rokin/

RÖKIN

Ódýr og örugg raforka er undirstaða góðra lífskjara í landinu
Því er afar mikilvægt að allar ákvarðanir sem teknar eru í raforkumálum Íslands þjóni hagsmunum fólksins í landinu og komandi kynslóða.

Orkupakkar ESB skerða fullveldi Íslands í orkumálum 
Með samþykkt Orkupakka 3 innleiðum við löggjöf, sem hvorki hentar aðstæðum á Íslandi né hagsmunum Íslands. Hluti ríkisvalds og dómsvalds í orkumálum flyst úr landi. Verjum sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar í orkumálum.

Núna eru 90% raforkuframleiðslunnar í eigu þjóðarinnar 
Þessa einstöku stöðu þurfum við að verja. Bæði fyrir okkur sjálf og afkomendur okkar. Það mun torveldast, ef við innleiðum Orkupakka ESB nr 3, því að ætlun ESB með honum og hinum orkupökkunum er að auka markaðsvæðingu og samtengingu raforkukerfa á EES svæðinu.

Það er okkar réttur að afþakka erlent vald í orkumálum 
Ísland er ótengt raforkumarkaði ESB, og því á Ísland að gera skýlausa kröfu um undanþágu frá löggjöf um raforkumarkað ESB. Fordæmi eru í EES samningnum fyrir slíkum undanþágum Íslands varðandi jarðgas, skipaskurði, járnbrautir ofl. Neitunarvald Alþingis var líklega undirstaða þess, að EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi 1993.

Stjórnarskrá Íslands leyfir ekki framsal valds til erlendra stofnana
Þriðji orkulagabálkur ESB mælir fyrir um að hér verði starfrækt embættari (Landsreglara), sem taki ákvarðanir um orkumál Íslands. Embættið skal hvorki heyra undir ríkisstjórn né Alþingi, en fara eftir reglum og ákvörðunum ESB. Þótt embættið verði starfrækt á Íslandi, verður það í reynd algerlega háð erlendu valdi, ESA/ACER, en á íslenskum fjárlögum. Íslendingar munu einnig þurfa að borga gjald til ACER (Orkustofnunar ESB).

Orkulöggjöf ESB miðast við aðstæður, sem eru gjörólíkar okkar
Ólíkt stærstu aðildarríkjum ESB er Ísland auðugt af hreinni endurnýjanlegri orku. Við kyndum húsin okkar með jarðvarma, en ekki olíu og gasi, eins og algengast er í ESB. Raforka er ódýrari hér en í flestum löndum ESB. Við getum ekki treyst því , að ESB ríkin setji reglur, sem henta okkar aðstæðum.

Ísland er ótengt orkumarkaði ESB og því engin ástæða til að innleiða hér orkulöggjöf ESB
ESB getur ekki gert tilkall til þess að setja okkur reglur um orkunotkun, rekstur og viðhald raforkukerfisins, þar sem Ísland er ótengt raforkumarkaði ESB.

Verði orkulagabálkurinn innleiddur á Íslandi, aukast líkur á sæstreng
Sæstrengur til Íslands er nú þegar á lista yfir forgangsverkefni ESB á sviði millilandatenginga. Þótt ríkisstjórnin hafi óskað eftir, að “Ice-Link” færi út af þeim lista , er hún aðeins einn af mörgum umsagnaraðilum, og ESB tekur hina endanlegu ákvörðun. Listinn er endurskoðaður á tveggja ára fresti, og strengurinn getur farið aftur inn, þótt hann verði tekinn út.
ACER (The EU Agency for the Cooperation of Energy Regulatorsmun skera úr um, hvort umsóknir um sæstreng til Íslands verði samþykktar. Hvorki íslensk stjórnvöld eða Alþingi munu geta staðið gegn slíkri framkvæmd. Þess vegna m.a. töldu lögfræðingarnir Friðrik Árni Friðriksson Hirst (FÁFH) og Stefán Már Stefánsson (SMS) í álitsgerð sinni til utanríkisráðuneytisins 19.03.2019, að reglugerð 713/2009 samrýmist ekki stjórnarskrá Íslands.

Íslendingar hafa engan hag af því að innleiða orkulöggjöf ESB
Því hefur reyndar verið haldið fram, að orkulöggjöfin verndi almenna neytendur, en það á ekki við hér á landi. Ólíkt ESB eru helstu orkufyrirtæki Íslands í þjóðareigu og hafa það hlutverk að þjóna almenningi. Í ESB er hinsvegar búið að markaðsvæða orkuviðskipti til fulls, og þar er því þörf á að verja neytendur gegn gróðasæknum orkufyrirtækjum. Orkulöggjöf ESB á því ekkert erindi til íslenskra neytenda. Staða neytenda myndi versna umtalsvert við markaðsvæðingu í anda ESB vegna sveiflukenndara verðs og fákeppni, sem líklegt er, að leiða myndi til hærra meðalverðs.

Innleiðing á orkubálki ESB mun stuðla að einkavæðingu orkufyrirtækja í þjóðareigu
Verði þriðji orkumarkaðslagabálkur ESB innleiddur, taka ákvæði fjórfrelsis EES markaðarins gildi.  Verði orkufyrirtæki eða hlutar úr þeim til sölu, t.d. vegna úrskurðar ESA um ójafna markaðsstöðu orkubirgjanna, þá koma erlendir kaupendur innan EES jafnt til greina sem innlendir. Landsvirkjun hefur nú markaðsráðandi stöðu, svo að um munar. Ef ESA gerir athugasemd við þetta, kann svo að fara, að Landsvirkjun verði skipt upp, og þá standa öflug orkufyrirtæki innan EES sterkt að vígi sem kaupendur.

Verði af innleiðingu kemur raforkumarkaður, sem hentar engan vegin Íslandi
Slíkur markaður verður rekinn í orkukauphöll með spákaupmennsku á sviði afleiðuviðskipta, sem gagnast varla raforkunotendum. Fákeppnismarkaður verður til að auka gróða orkufyrirtækja á kostnað neytenda, sérstaklega verði lagður sæstrengur til landsins. Norskur hagfræðingur, Anders Skonhoft, hefur sýnt fram á, að vegna mikilla raforkuverðshækkana av völdum sæstrengja til heimila og fyrirtækja í Noregi, séu þeir þjóðhagslega óhagkvæmir. Þeir, sem græða á slíku, eru orkuvinnslufyrirtækin og sæstrengseigendur. Í Noregi á ríkið (Statnett) sæstrengina. Bannað verður að samhæfa stjórnun á nýtingu auðlindarinnar, og því eykst  hætta á orkuskorti.

Hrein og endurnýjanleg orka er mikilvæg undirstaða velmegunar hér á landi
Það er því mikilvægt að Íslendingar taki sjálfir allar ákvarðanir um nýtingu þessar auðlindar, en láti ekki ESB eftir að taka þær. Í álitsgerð FÁFH og SMS kemur fram, að Þriðji orkupakkinn spannar bæði eignarrétt og ráðstöfunarrétt yfir orkulindunum. Þeir líkja völdum ESB yfir orkulindunum á Íslandi við það, að ESB fengi ákvörðunarvald yfir aflamarksákvörðun á Íslandsmiðum.

Sæstrengur til ESB myndi stórauka ásókn í virkjun fossa, jarðhita og vindorku 
Með sæstreng mun orkuverð hækka umtalsvert, ef marka má reynslu Norðmanna, er flutningsgeta allra sæstrengja þar minni sem hlutfall af almennum markaði en verður hérlendis vegna eins sæstrengs. Hærra orkuverð mun gera mörgum atvinnurekstri hérlendis mjög erfitt fyrir. Þekkingarsetur norsku verkalýðshreyfingarinnar, De Facto, áætlar, að afleiðingar Þriðja orkupakkans í Noregi verði m.a. missir 30.000 starfa. Það gæti þýtt 8.000 störf hérlendis með afleiddum störfum m.v. raforkunotkun iðnaðarins í báðum löndum og sæstrengslögn til Íslands. Hætt er við, að sjónarmið um náttúruvernd verði undir í þeirri baráttu, og í ESB eru hagsmunir atvinnuveganna oft látnir ganga fyrir náttúruvernd.

Sæstrengur til ESB myndi auka enn frekar hættu á orkuþurrð
Takmarkarnir á útflutningi rafmagns eru bannaðar samkvæmt EES samningnum. Af því leiðir, að staða í lónum getur orðið hættulega lág fyrir afhendingaröryggi raforku á Íslandi. Strengur gæti bilað á versta tíma.

Komi sæstrengur, mun Ísland bera kostnaðinn af lagningu raflína frá orkuverum landsins að sæstreng, svo og kostnaðinn af byggingu tengivirkja innanlands. 
Samkvæmt reglum ESB verður Landsnet að kosta línulagnir frá virkjunum og að sæstreng. Sá kostnaður mun valda hækkun á gjaldskrá Landsnets hjá innlendum raforkunotendum.

Verði orka flutt út um sæstreng munu störf flytjast úr landi
Ódýr orka er ein af forsendum öflugs hagvaxtar og nýsköpunar hér á landi. Verði orkan flutt úr landi, munu störfin einnig hverfa úr landinu og atvinnugreinum, eins og ylrækt, verða ógnað. Hækkun raforkuverðs leiðir óhjákvæmilega til fækkunar atvinnutækifæra í landinu.

Bili sæstrengur, mun íslenskt samfélag hugsanlega bera hluta tjónsins, sem gæti orðið mikið
Þegar sæstrengir bila á miklu dýpi, getur tekið marga mánuði að ljúka viðgerð. Á meðan á viðgerð stendur, kæmu engar tekjur af orkuframleiðslu, enda tekur langan tíma að byggja upp iðnað, sem nýtir orkuna innanlands. Áformað er, að strengur muni rúma um 20-40% af orkuframleiðslu Íslands, og enginn er reiðubúinn til að tryggja þjóðarbúið gegn áfalli af þeirri stærðargráðu, sem bilun hans myndi valda.

Ísland er í fullum rétti til að hafna ESB löggjöf
Alþingi getur neitað að innleiða ESB löggjöf, sem talin er andstæð íslenskum hagsmunum. Löggjöfin verður þá ekki tekin upp í EES samninginn, en þá geta Noregur og Liechtenstein gert tvíhliða samninga við ESB um, að löggjöfin taki gildi í þeim ríkjum, ef þau vilja.

Deila þessu:

Óðinn Þórisson, 18.4.2019 kl. 19:46

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - þú virðist ekki geta tekið þátt í málefnalegri umræðu , bara sítkasti, 

Óðinn Þórisson, 18.4.2019 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 707
  • Frá upphafi: 869697

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband