Er hlutverki Sjálfstæðisflokksins í raun lokið ?

"Hún fel­ur ráðherra hverju sinni nán­ast ein­ræðis­vald í að ákveða hvaða starf­semi lif­ir og hvaða starf­semi deyr.“

Þingenn Sjálfstæðisflokksins vilja samþykkja Orkupakka 3 og innleiða regluverk ESB þrátt fyrir mikinn meirihluti flokksmanna sem vilja það ekki


Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokkksins hefur einn þingflokksformanna talað um að skoða það að taka tjáningarfrelsið úr sambandi, loka umræðunni um Orkupakka 3.

Þórdís Kolbrún telur þetta bara vera tæknilegt atriði og hefur talað gegn því að þjóðin komni að málinu, hún var kosin, hún á að ákveða þetta.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa samþykkt að innleiða hreint sósíalískt heilbrigðiskerfi þar sem ríkið er allt í öðru.


Ég ætla að láta þetta duga en ég mun skrifa pistil nr.2.



mbl.is Þingmenn „skiluðu auðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einhnver veginn grunar mig nú að þessi mikla andstaða við orkupakka þrjú sem mælist byggi að mestu leyti á því að fólk hefur ekki hugmynd um hvað þetta felur í sér, og heyrir mestan part upphrópanir andstæðinganna, sem eru að stærstum hluta lygar. Mig grunar að ef spurt yrði um nákvæmlega breytingarnar sem þessu fylgja, og fólk beðið að taka afstöðu til þeirra, hverrar um sig, myndu niðurstöður mælinganna breytast verulega.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.6.2019 kl. 11:17

2 Smámynd: Hrossabrestur

Hver sponsorar Þorstein Siglaugsson?

Hrossabrestur, 8.6.2019 kl. 13:17

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - það er mjög alvarlegt ef þeir fyrirvarar sem eru settir fram halda ekki. ÞKRG segir að þetta sé einfaldlega tæknilegt atriði, eru þá Orkupakki 4 og 5 bara tæknileg atriði ?

Ef eins og þú segir að þetta snúist bara um að leiðrétta lygar þá er best fyrir alla að málinu verði frestað þar til að búið er að kynna málið fyrir almenningi og taka af allan vafa um , annarsvegar að fyrirvarar muni haldast og hinsvegar að færa rök fyrir því að öll mótrök séu lygar.

Sjálfstæðisflokkurinn má ekki við því að falla aftur á prófinu eins og í Icesave - málinu.

Óðinn Þórisson, 8.6.2019 kl. 17:58

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hrossabrestur - hann er bara með ákveðnar skoðanir - ekkert rangt við það , stundum erum við sammála stundum ekki.

Óðinn Þórisson, 8.6.2019 kl. 17:59

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst það dálítið langt seilst að líkja þessu blessaða orkupakkamáli við Icesave. Icesave snerist um réttlæti og sanngirni - hvort þjóðin ætti að taka á sig skuldir sem óvarkárir bankamenn höfðu stofnað til erlendis. Ég hvet þig til að kynna þér þennan orkupakka Óðinn. Þá áttar þú þig á því, að hræðsluáróðurinn allur á ekki við nein rök að styðjast, og að megnið af því valdaframsali sem menn reyna að tengja við orkupakkann er nú þegar komið til með EES samningnum. Auðvitað geta menn sagt: Frestið málinu. En hversu lengi á að fresta málum bara vegna þess að einhver hópur manna hefur ákveðið að nota sér það til að reyna að fá almenning til að gleyma hvaða menn þeir hafa að geyma? Á að fresta málum bara vegna þess að einhver heldur fram einhverri dellu?

Þorsteinn Siglaugsson, 8.6.2019 kl. 19:44

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - ekki er ég hér til að verja skílega framkomu Gunnars Braga eða Bergþórs eða annarra sem urðu  sjálfum sér og fjölskyldum sínum til skammar.

Ég hef kynnt mér málið, https://orkanokkar.is/rokin/.

Það er svo hlutverk ríkisstjórnarinnar að klára þetta mál, þetta er nokkuð flókið enda erfitt að semja við tvær stjórnarandstöður.

Óðinn Þórisson, 8.6.2019 kl. 20:17

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ég er sammála Þorsteini, rökin eru algerlega með því að þessi pakki hljóti samþykkt. Okkar helstu sérfræðingar hafa einmitt getið þess að þetta stangist ekki á við okkar stjórnarskrá né að þetta gefi vald yfir okkar auðlingum.

Auk þess er meginntak pakkans þannig að hann muni ekki taka gildi/virka fyrr en hér mun liggja sæstrengur. 

Það er ekki þannig í dag.

Umræða um hlutverk Sjálfsstæðisflokks (Xd) er efni í langa aðra umræðu. 

Sá flokkur mun alltaf vera sá flokkur sem gerir meira fyrir færri á kostnað þeirra fleiri.

En að hér komi fram nafnleysa í formi Hrossabrest og geri að því skóna að hér séu menn á vegum e-s einfaldlega af því sá hinn sami hefur skoðanir og setur þær fram er náttúrulega til að sýna hvernig margur, alls ekki allir, andstæðinga 3OP haga sér í umræðunni.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.6.2019 kl. 20:27

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigús Ómar - Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til að standa vörð um sjálfstæði og fullveldi íslands, að yfirráð yfir auðlyndum okkar væri hjá okkur íslendingum.

Vilja íslendingar innleiða orkulöggjöf ESB ?

Það hefur komið mér mjög á óvart hvað þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið illa í þá hugmynd að leifa fólkinu í landinu að ákveða það sjálft.

Óðinn Þórisson, 8.6.2019 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 334
  • Frá upphafi: 870014

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband