Vigdís Hauksdóttir á heiður skilið fyrir sín störf fyrir hagsmuni Reykvíkinga.

"Braggabókun - eftir bræðiskast borgarstjóra "

"Bragginn: lögbrot, hylming, framúrkeyrsla og lygar. Óheimilt er að víkja frá fjárhagsáætlun skv. sveitastjórnarlögum nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Meirihlutinn hefur ekki enn getað útskýrt fjárheimildaleysi upp á 73 milljónir – það er lögbrot.

Vöntun á skjölun gagna er lögbrot. Engin útboð, engar verðfyrirspurnir, engir skriflegir samningar og óskráðir munnlegir samningar. Eyðing tölvupósta og passað upp á að fjölmiðlar kæmust ekki í gögn.
Borgarstjóri vill ekki gefa upp nöfnin á þeim sem unnu við Braggann sem eru hættir nema hann. Hann setur alla starfsmenn ráðhússins undir sök því hann talaði um þetta fyrstur í fjölmiðlum.
Hann svarar ekki fyrir 73 milljónirnar sem voru greiddar út án heimildar úr borgarsjóði. Hann svarar ekki fyrir eyddu tölvupóstana.
Hann svarar engu með lögbrotin. Hann boðar hvítþvottaskýrslu frá borgarlögmanni. Það er ekki hægt að þvæla þessu meira innanhúss. Opinberir aðilar verða að koma að málinu og rannsaka ofan í kjölinn.
Eftir á að elta reikningana og sannreyna, vinnu, verk- og vörukaup.
Borgarstjóri er komin upp að vegg og kýs í lokinn að ráðast að persónu minni með því að lesa upp níðfrétt sem birt var um mig á RÚV árið 2016.
Vel gert borgarstjóri – borgarstjóri hefur sér engar málsbætur."

Takk Vigdís, okkur vantar fleiri borgarflulltrúa eins og heiðurskonuna Vigdísi Hauksdóttir í borgarstjórn.


mbl.is Segja reglur brotnar og krefjast ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki veit ég með þig ágæti Óðinn, hvort þú býrð í borginni góðu þar sem allt er á uppleið, eignir umfram skuldir, mest byggt af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, ódýrustu leikskólagjöldin, flestar félagslegar íbúðir á hvern íbúa og mikið gert fyrir þá sem minnst eiga en ég bý þar og greiði mitt útsvar.

Hvað varðar ágæti oddvita Miðflokks hér í borg, sem hefur aðeins 3614 atkvæði á bak við sig, þá sé ég þann dýrðarljóma ekki jafnvel og þú virðist gera.

Þessi "borgarfulltrúi" fer , ítrekað, með rangt mál, snýr út úr tölum og hefur hátt.

Ljóst er að hávaðinn í þessum "borgarfulltrúa" vegna "braggamálsins" hefur kostað um 18 störf. Vissulega voru mistök gerð, mistök sem ekki þarf að fara með fyrir mannréttindadómstól, tvisvar, til að fá aðila til að viðurkenna sín mistök. Þeir starfsmenn eða "vondu embættistmennirnir" sem þinn vanstillti "borgarfulltrúi" kastar rýrð á við hvert tækifæri hafa lokið störfum hjá Borginni eða verðir færðir til. Það er samt ekki nóg.

En þetta er allt í lagi, hennar hættir við að "taka til mála" mun skila því að enginn, hvorki þinn f.v eða n.v flokkur, þ.e Sjallar, munu hafa áhuga á því að stýra með oddvita Miðflokks á næsta kjörtímabili, komi sú staða upp.

Stjórnmálaflokkar hljóta að þurfa að hafa stefnu til að ná árangri og til þess að aðrir, ábyrgir, flokkar vilji starfa með viðkomandi.

Miðflokkrinn hefur enga stefnu hér í borg, að minu mati. 

Bara að mæta með læti, setja ofan í starfsfólk sem vinnur við hlið kjörinna fulltrúa og valda usla.

Það er ekki stefna, það er heimskulegt. 

En þessi 3614 sjá það vonandi síðar, þeim mun allavega ekki fjölga með meiri tuddaskap.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.2.2020 kl. 14:29

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - hvað er að gerast í Reykjavík, jú Samfylkingin , þinn flokkkur er að sýna að hann hefur engan skylning á stöðu láglaunafólks.

Það hefur verið vel farið yfir Braggaklúðrið í fjölmiðlum, þú hefur fullt leyfi til að verja þinn mann Dag B.

Brynjar þingmaður Sjálfstæðsflokksins telur sérstaka að ekki sé búið að óska eftir sakamálarannsókn um Braggamálið.

Viðrein ber mikla ábryð á öllu kúðurmálum Samfylkingarinnar  í Reykjavík og mjög líklegt að flokkkurinn verði ekki í borgarstjórn eftir næstu borgarstjórnarkosningar.

Það verður erfitt að taka mark á orðum Pírata um gegnsæi eftir allt þetta.

Óðinn Þórisson, 19.2.2020 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 333
  • Frá upphafi: 870013

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 236
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband