Samfylkingin í Reykjavík reynir að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll

551283_394060587387120_735076052_n[1]Stór hluti íslensku flugsögunnar er á Reykjavíkurflugvelli og það er algerlega óásáttanlegt að það séu uppi hugmyndir um að loka honum.

Samfylkignin i Reykjavík með Dag B. sem oddvita hefur leitt baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli.

Borgarstjórnarmeirihlutinn í reikjavík hefur reynt hvað þeir hafa getað til að þrengja að flugvelli allra landsmanna.

Þetta fólk virðist ekki skylja hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar íslands.

Reykjavíkurflugvöllur er atvinnumál, samgöngumál og atvinnumál.


mbl.is 75 ár frá fyrsta millilandafluginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fullyrt hefur til að mynda verið að flugskýli Ernis væri á landi ríkisins við Skerjafjörð. cool

Í fyrsta lagi keypti Reykjavíkurborg landið við Skerjafjörð af ríkinu og í öðru lagi hefur flugskýli þetta allan tímann verið á landi Reykjavíkurborgar, einnig áður en borgin keypti þetta land af ríkinu, eins og sjá má lengst til hægri á teikningu í þessari frétt:

Ríkið selur Reykjavíkurborg land við Skerjafjörð

Landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar, bæði sunnan við og norðan við austur-vestur flugbrautina, en landið undir þeirri braut er í eigu ríkisins.


Ein flugbraut hefur hins vegar ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu en ríkið getur selt landið til að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 92% verðbólga hér á Íslandi. cool

"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni, sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."

Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna. cool

Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."

28.11.2019:

Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um Hvassahraun

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 16:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins. cool

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 16:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson segir að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.

Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fimm borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili. cool

Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál hefur verið eitt af stærstu málunum í öllum  þessum borgarstjórnarkosningum. cool

Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.

Sumir skoðanabræðra Ómars Ragnarssonar í þessu máli hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.

Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.

Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.

Og sumir hafa greinilega fengið Samfylkinguna og borgarstjórann í Reykjavík á heilann. cool

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 16:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki ætti að vera til betri skoðanakönnun um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu en þessi undirskriftasöfnun með öllum sínum auglýsingum: cool

Undirskriftir á öllu landinu árið 2013
um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum árið 2009 og að sjálfsögðu enn lægra hlutfall ef miðað er við alþingiskosningarnar í apríl 2013. cool

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar , höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins." cool

Þorsteinn Briem, 11.7.2020 kl. 16:26

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - ath.semdir þinar gera lítið annað en að afvegaleiða umræðuna.

Það var ömurlegt fyrir lýðræðiðið hvernig Samfylkingin í Reykjavík í raun sturtaði niður yfir 60 þús undirskrifum um að flugvöllur allra landsmanna yrði áfram í Vatnsmýrinni.

Sú staðreynd blasir við að Samfyllkingin i Reykjavík hefur verið sá flokkur sem unnið mest gegn Reykjavíkurflugvelli sem var gefinn öllum íslendingum og er ekki einkamál reykvínga.

Reykjavík sem höfuðborg hefur ákveðnar skyldur sem höfuðborg íslands og þvi er það ekki boðlegt landsbyggðinni sem treysti á flugvöllinn sinn.

Það hefur komið skýrt fram að flugvöllurinn verður áfram þar til að annar valkostur finnst sem hefur ekki enn komið fram. Líka held ég að miðað við efnahagsástandið í dag sé ekki möguleiki á þvi að byggja nýjan flugvöll.

Mín von er sú að borgarleg öfl komist aftur að í reykjavík sem skilur hutverk reykjavíkur sem höfuðorgar og þá gríðarlega mikilvægi sem flugvöllurinn er í huga allra landsmanna. 

Óðinn Þórisson, 12.7.2020 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 869995

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 297
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband