" Ný " stjórnarskrá verður ekki samþykkt á þessu kjörtímabili

Íslendingar ganga að kjörborðinu 25 okt 2021 og þá kemur í ljós hvort þeir flokkar sem tala fyrir tillögu nefndarinnar verði tekin til umræðu á alþingi á næsta kjörtímabili.

Kjörnir fulltrúar hafa tækifæri til þess að ræða stjórnarskrárbreytingar sem hafa verið til umræðu á þessu kjörtímabili og skulda þeir þjóðinni þá umræðu í þingsal.


mbl.is Veggur við hegningarhúsið lagður undir herferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%. cool

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni. cool

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi. cool

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar
20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 18.10.2020 kl. 21:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt kosningaþátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 hefði verið 64%, þeir sem við bættust (38.513 kjósendur) hefðu allir verið andvígir tillögum stjórnlagaráðs og öll atkvæði þeirra gild, hefðu tillögur ráðsins samt sem áður verið samþykktar. cool

við fyrstu spurningunni hefðu þá sagt, eins og 20. október 2012, 75.309 kjósendur, í þessu tilfelli 50,2% af gildum atkvæðum, en nei 74.815 kjósendur, eða 49,8%.

Gildir atkvæðaseðlar hefðu samkvæmt því verið samtals verið 150.124 en ógildir eins og áður 1.499, eða samtals 151.623 atkvæðaseðlar, og kosningaþátttakan því 64%, þar sem á kjörskrá voru 236.911.

Þorsteinn Briem, 18.10.2020 kl. 21:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. cool

Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. cool


Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 18.10.2020 kl. 22:06

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist um að svara tilteknum spurningum um vilja fólks. Hún snerist ekki um að samþykkja eða synja því að nefndartillagan yrði gerð að stjórnarskrá. Hvað er það þá sem þessi sértrúarsöfnuður er að meina með tali um að þingið "samþykki" einhverja nýja stjórnarskrá. Það er engin ný stjórnarskrá. Og auk þess er þetta blessaða plagg þvílík moðsuða að það er engan veginn tækt sem stjórnarskrá.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.10.2020 kl. 00:37

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Kann að vera að nauðsynlegar breytingar á úrsérgenginni stjórnarsrkrá, byggð á Danveldi sem var þá einræðisríki í þeim skilningi, verði ekki samþykkt í haust eða næsta vor.

Það mun hinsvegar kosta stjórnarflokkanna enn meira fylgi. Verði þeim að góðu. 

En að koma fram og kalla nauðsynlegar breytingar eins samþykktir á alþjóðlegum lögum inn í íslenkst stjórnkerfi, e-ð sem við gerum allt að því daglega á Alþingi, eins og að leiðrétta jafnvægi atkvæða, að tryggja auðlindir á íslenskri grundu í ævarandi eigu íslenskrar þjóðar, að taka út 30 gr í n.v stjórnarskrá, að tryggja aðkomu þjóðar að tillögum á Alþingi, "moðsuðu" hlýtir í bezta falli að vera lesblinda eða í versta falli ótrúleg íhaldsmennzka.

Auðvitað var það og er viðbúið að ihaldsöm öfl í landinu, þeir sem vilja engar breytingar á eignahaldi og umsjá sjávarútvegs, að viss öfl hafi hér tögl og haldir á kostnað meirihlutans í landinu, sjái mjög rautt þegar þetta mál er dregið upp.

En vitið þið til, ykkar íhaldsflokkar, Sjálfsstæðis-Miðflokkur munu með framferði sínu tapa á þessu máli, þá bæði í fylgi og svo þegar þeir verð í stjórnarandstöðu næsta haust. 

Þá verður þetta sett inn í hæfilegum skömmtum og samþykkt og svo aftur samþykkt í þar næstu kosningum, eftir ca 4 ár. 

Á meðan verða aðilar hér á Mogga-bloggi enn að skrifa um það sem var. 

Þetta er nokkuð skýrt, þeir og þær sem ekki mættu á kjörstað 20 okt 2012, eiga ekki að stýra því sem á að gera eða ekki gera. Það eiga og áttu þeir sem kusu.

Þannig virkar lýðræðið, hvað sem Bjarni Ármans heldur fram.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.10.2020 kl. 01:47

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Briem - ef Samfylkingarlokkarnir og Píratar fá umboð til að mynda ríkisstjórn eftir næstu alþingsiskosningar 25.oct 2021 þá verður áhugavert að fylgjst með því hvort þeir verði reiðubúnir til að taka hugsalnlega bara 1 árs kjörtímabil til að ná fram að nýtt þing taki málið aftur fyrir og þá hugsanlega samþykki tillögur þessarar nefndar. 

Óðinn Þórisson, 19.10.2020 kl. 07:18

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - sammála þetta voru bara tillögur, ekkert meira, svo var þetta nú allt dæmt ógilt þannig að mún skoðun er ekkert hægt að notast við vinnu þessarar nefndar.

Við erum með fulltrúalýðræði.

Óðinn Þórisson, 19.10.2020 kl. 07:21

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús - kjördaagur er sá dagur sem íslenskir kjósendur segja sína skoðun og flokkur og stjórnmálamönnum.

Ef það er niðurstaðan eftir 25 okt. 2021 að flokkar sem styðja nefndartillögurnar fái þetta umboð frá íslensku þjóðinni þá leggja þeir málið fram á alþingi og væntanlega fá það samþykkt.

En eru Samfylkingarflokkarnir reiðubúnir að sitja bara  1 - 2 ár og boða þá til kosninga fyrir tillögur þessarar nefndar,  ? Mín skoðun NEI. , þeir munu vilja sín 4 ár.

Óðinn Þórisson, 19.10.2020 kl. 07:27

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Líklega þarf þessi 4 ár til að vinda ofan þeim eignaójöfunði og misskiptingu sem enn á sér stað í okkar samfélagi.

En ég sé að þú svarar ekki orðum mínum um það sem þarf að gera, að breyta n.v stjórnarskrá.

Þannig að þú styður þá við ójafnvægi í atkvæðavægi, að auðlindr þjóðar geti farið í hendur færri, að þjóðin geti ekki haft eftirlit með Alþingi.

Íhaldið segir til sín 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.10.2020 kl. 11:47

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það sem skiptir máli er þetta, að stjórnarskráin er æðsta plagg íslenska lýðveldsins og fara þurfi mjög varlega í allar breytingar á henni, hvað þá að strika hana út og taka upp tillögur frá nefnd út í bæ.

Eins og ég sagði þá gengur þjóðin að kjörborðinu 25 okt 2021, þá getur þjóðin valið þá flokka sem styða þessar tillögur og um leið hljóta þeir sömu kjósendur að gera kröfu á þá flokka að taka aðeins eins til tveggja ára kjörtímabil. Efast um að Samfylkingarflokkarnir séu reiðubúnir og koma skýrt fram með það. Þeir vilja 4 ár.

Óðinn Þórisson, 19.10.2020 kl. 12:30

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sorglegt að sjá hvernig þú kýst, líkt og margir þínir flokksfélagar, að tala niður til starfa Stjórnalaganefndar, sem hafði skipunarbréf frá Alþingi, líkt og aðrar nefndir á þessu vegum.

En þetta vilja sumir vinna, hanga í smáatriðum með litllækkun í huga.

Munu að þeir sem kusu, ráða, ekki þeir sem kjósa ekki.

Ég vil breytingar, jöfnun atkvæðavægis, aauðlindarákvæði og breyting á því sem n.v stjórnvöld fara ekki eftir, að ákvæði um erlenda lagasetnigu geti farið fram. Á meðan það síðasta talda er ekki breytt, er þinn flokkur að fara gegn núverandi stjórnarskrá.

Þu styður stjórnarskrábrot. Ég vil breytinar.

Sjálfsstæðisflokkur vill gera sem mest fyrir færri. Aðrir flokkar vilja gera meira fyrir fleri.

Greinilegt að þú aðhyllist elitu þessa lansd.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.10.2020 kl. 14:04

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - veit ekki betur en þetta var allt dæmt ólöglegt af hæstarétti þannig að það er ekki hægt að ræða um eitthvað sem er ekki til. 

Það er stjórnarskrá í gildi á íslandi sem er æðsta plagg þjóðarinnar.

Það sem sorglegt að það séu til þingmenn sem sverja eið að stjórnarskrá íslenska lýðveldisns að þeir tali fyrir að leggja hana niður fyrir eitthvað plagg frá nefnd út í bæ. Eru þessir kjörnu fulltrúar ekki að fara gegn stjórnarská íslenska lýðveldsins ?

Ég geri enga ath.semd við umræðuna um " nýja " stjórnarskrá en ég leyfi mér þann lýðræsilega rétt að gagnrýna harðlega það fólk/stjórnmálamenn sem vilja rífa núverandi stjórnarskrá.

Það er til lýðræðislegt ferli sem heitir kosngngar að gera breytinar á stjórnarskrá íslenska lýðveldsins. Flokkar fá umboð frá kjósendum og ef þeir komst í þá stöðu að mynda meirihlutastjórn gera þeir tillögur og leggja fram frumvörp um þær breytingar sem þeir vilja gera og fá þær samþykktar á alþingi íslendinga. 

Óðinn Þórisson, 19.10.2020 kl. 14:45

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er athyglisvert að í því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram af nokkrum "nýjustjórnarskrársinnuðum" þingmönnum, er ekki um ræða tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar eins og stjórnarskrárfélagið krefst í undirskriftasöfnun sinni, heldur með breytingum sem stjórnlagaráð hafði aldrei aðkomu að, hvað þá "þjóðin". Enn fremur að í gildistökuákvæði hennar er ekki lagt til að hún taki gildi að undangenginni bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eins og núgildandi stjórnarskrá gerði, heldur eigi þingið að ákveða þetta án aðkomu þjóðarinnar, sem fer þvert gegn málflutningi stjórnarskrárfélagsins og afsprengja þess. Þannig virðist ekki einu sinni vera samstaða um málsmeðferðina meðal yfirlýstra "nýjustjórnarskrársinna".

Að ekki minnst á þá þversögn að heimta að farið sé eftir niðurstöðu á ráðgefandi kjörseðlinum frá 2012, um eina af 6 spurningum en ekki aðrar. Túlkunin á niðurstöðunum semsagt valkvæð? Þeim er reyndar vorkunn því flestar spurningarnar voru svo óljóst orðaðar og galopnar fyrir allskyns túlkanir að erfitt var fyrir kjósendur að átta sig á þýðingu svara sinna.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2020 kl. 19:11

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - rétt hjá þér þetta eru raun 2 hópar sem tala fyrir " nýju " og eins og þú segir ekki sammála um hvað skal gera.

Þetta sýnir í raun og veru hvað stjórnarskrárumræðan er á miklum villigötum. Það að hóparnir 2 geti ekki komið sér saman um algert grundvallaratriði sýnir að þetta er ekki tækt til umræðu á alþingi.

Nú er tækifæri fyrir þingmenn að taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga og eins og Katrín Jak. segir þá skulda þingmenn þjóðinni umræðu um stjórnarskrárbreytingar á alþingi.

Svo eins og kom fram í Kastljósi í kvöld er einfaldlega ekki þingmeirihluti fyrir þessu tillögum þessarar nefnar, þannig að það á að vera öllum ljóst að þetta verður ekki afgr. á þessu kjörtímabili.

Tækifærið fyrir þessa flokka sem styðja þessar tillögu nefndarinnar er 25 okt. 2021, fá umboð frá íslensku þjóðinni.

Óðinn Þórisson, 19.10.2020 kl. 20:03

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jafnvel það er ekki nóg. Afnám verðtryggingar hefur ekki enn náð fram að ganga þrátt að ítrekað hafi fengist pólítískt umboð til þess og krafan um það er eldri en "nýjastjórnarskráin". Árið 2011 var haldin undirskriftasöfnun um þá kröfu sem álíka hátt hlutfall kjósenda skrifaði undir eins og hafa nú skrifað undir kröfu um "nýjustjórnarskránna", ásamt því að skoðanakannanir hafa sýnt mun meiri stuðning við þá kröfu en þau 66,9 sem studdu "nýjustjórnarskránna" í ráðgefandi atkvæðagreiðslu 2012 og nýlegum skoðanakönnunum.

Hvar hefur allt þetta góða fólk sem segist vera umhugað um lýðræði og borgararétti haldið sig undanfarin áratug í umræðunni um afnám verðtryggingar?

Eða má "gott fólk" bara styðja "sum" mál sem "sumum" þykja góð en ekki önnur mál sem næstum öllum finnst vera sjálfsögð? Það er spurningin...

Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2020 kl. 20:17

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - þetta virkar á mig eins og einhver tíska, fólk vill vera með þó svo kannski margir þeir sem eru hugsanlega að skrifa undir án þess í raun hafa kynnt sér hvað " nýju " tillögurnar fela í sér.

Talandi um vilja þjóðarinnar sem þessir hópar eru að tala um þá er það eflaust að miklu leyti til sama fólkið og hefur talið sem mest gegn þeim ca 70 þús sem skrifuðu undir hjartað áfram í vatnsmýrinni. 

Samfylkinginarflokkarnir eru tækifærissinnar þegar kemur að lýðræðinu , þegar það hentar þeirra skoðunum þá styðja þeir þjóðarvilja en eins og Reykjavírflugvallarundirskiftirnar sanna þá hafa þeir engan áhuga á vilja þjóðarinnar þegar kemur að flugöryggi.

Óðinn Þórisson, 19.10.2020 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 334
  • Frá upphafi: 870014

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband