Aðför að heimili varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Þetta er grafalvarlegt mál og sorglegt að svona geti gerst og fordæmi ég svona aðför á heimili varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er aðför að heimili stjórnmálamanns, þetta viljum við ekki sjá.

Lögreglan er komin með málið og treysti ég henni fullkomlaga fyrir því að leysa málið.

Með lögum skal land byggja.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt


mbl.is Rúður brotnar á heimili Ólafs varaborgarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

 Lögreglan hefur gefið það út að það sé leyfilegt að skjóta á bíl almennra borgara. Þar með gildie þetta" Með lögum skal land byggja " ekki lengur. Nú ætti mér og öðrum borgurum að vera slétt sama hvort skotið verði á bíl einhverra borgarfulltrúa, þingmanna, lögreglustjóra eða borgarstjóra  eða brotið rúður. Og hversvegna ekki þegar skotleyfi hefur verið gefið á eigin bifreið?

Jósef Smári Ásmundsson, 4.2.2021 kl. 09:18

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - mætti biðja þig um að vísa í þá frétt / tilkynningu frá lögreglunni um að hún leyfi þetta ?

Óðinn Þórisson, 4.2.2021 kl. 09:41

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

FRétt í morgunblaðinu í gær. Haft eftir talsmanni lögreglunnar

„Fer eft­ir því á hvað eða hvern skotið er“

Jósef Smári Ásmundsson, 4.2.2021 kl. 09:53

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóesef Smári  Inn­lent | mbl | 3.2.2021 | 20:15 " Mun­ur­inn á máli manns sem kærði skotárás á bíl hans í Voga­hverfi og skotárás­ar á bíl borg­ar­stjóra snýr að til­gangi að baki árás­inni. Þannig var skotárás á bíl manns­ins í Voga­hverfi flokkuð sem minni­hátt­ar skemmd­ar­verk en skotárás á bíl Dags B. Eggerts­son­ar flokkuð sem brot gegn vald­stjórn vegna stöðu Dags sem op­in­bers starfs­manns."  " Að sögn Huldu Elsu Björg­vins­dótt­ur, sviðsstjóra á ákæru­sviði lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, geta árás­ir af þessu tagi verið flokkaðar á ólík­an átt eft­ir sam­hengi þeirra. " 

Mín skoðun er að það eiga allir að vera jafnir fyrir lögum.

Óðinn Þórisson, 4.2.2021 kl. 10:53

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Oðinn. Það er ekki hægt að skilja þetta nema á einn veg. það er ekki leyfilegt að skjóta á bil einstaklinga sem tilheyra valdstjórninni en annað gildir um almenning. Þar er þetta bara talið minniháttar skemmdarverk og minniháttar skemmdarverk á bíla almennra borgara er ekki refsivert og þarfnast engar rannsóknar.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.2.2021 kl. 11:05

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - við verðum og eigum að treysta lögreglunni, án að hafa lögreglu til að framfylgja lögum og reglum erum við bara á vondum stað.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur tjáð sig um nálgunarbann sem hún hefur framlegt gagnvart einstaklingi.


Bæði þessi mál eru mjög alverleg og það er lögreglunnar að gæta þess að lög og reglur séu virtar.

Óðinn Þórisson, 4.2.2021 kl. 12:26

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þarna er ákveðinn misskilningur í gangi. Einstaklingar og stofnanir vinna sér traust. Ef þetta traust tapast verða þeir einstaklingar og stofnanir að vinna það aftur. Það er ekki hægt að ætlast til að allir aðrir treysti bara sísona. Þetta er nákvæmlega eins og með alþingi.Þú segir ekki þjóðinni að treysta. Ef það er ekki hægt þá er það bara ekki hægt. Nú erum við að horfa upp á það að lögreglan er ekki að vinna það verk sitt að framfylgja lögum , ekki bara í þessu heldur einnig fleiru eins og umferðarlögum. Þá er til lítils að treysta.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.2.2021 kl. 17:55

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári- Við erum með lög og reglur í okkar landi, lögreglu og dómstóla í framkvæmda og framfyglja þeim og kannski ekki alveg fullkomið en ég get a.m.k ekki talað niður lög og reglur í landinu og þá sem eiga framfylgja þeim en geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki fullkomið.

Hitt anarskitmi er eitthvað sem mér huggnast ekki, með lögum skal land byggja. 

Óðinn Þórisson, 5.2.2021 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 353
  • Frá upphafi: 870010

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband