Heiðursmaðurinn og stórmennið Kristján Þór hættir í stjórnmálum.

Þegar stórmenni í íslenskum stjórnmálum sem hefur helgað líf sitt hagsmunum lands og þjóðar hættir er rétt að þakka fyrir vel unnin störf.

Heiðursmaður þingmaður/ráðherra Sjálfstæðisflokksins , hefur alltaf unnið að hugsjónum  og stefnu flokksins að heilindum og getur flokkurinn þakkað fyrir að hann kom við og lét verkin tala fyrir hagsuni flokksins og þjóðarinnar.

Það verður mikill sjónvarsviptir þegar Kristján Þór Júlíusson hættir á þingi en Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem hefur hve mest mannval þannig að það kemur úrvalseinstaklingur og leiðir flokkinn en það verður aldrei annar Kristján Þór Júlísson

Takk fyrir þina þjónustu við land og þjóð og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.


Sjálfstæðisfokkurinn
stétt með stétt


mbl.is Kristján Þór fer ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

"Takk fyrir þina þjónustu við land og þjóð og fyrir Sjálfstæðisflokkinn"

og ekki gleyma þjónustuna við Samherja..

 

Helgi Rúnar Jónsson, 13.3.2021 kl. 09:25

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú ætla þrír Píratar að hætta á Alþingi þeir Jón Þór, Smári og Helgi einnig ætlar Steingrímur J. og nú Kristján Þór að hætta líka. Mun Alþingi skána eða versna vegna þessara breytinga?

Sigurður I B Guðmundsson, 13.3.2021 kl. 10:32

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óðinn, téður Kristján hefur lítið gert fyrir þjóðina, en þinir flokkar, Miðflokkur og Sjálfsstæðisflokkur eru ekki þjóðin, þó svo að bæjarstjórinn f.v, Kristján Þór gert lítið fyrir meirihluta þjóðar.

Hann hefur staðið að lækkun veiðigjalda, bætt í þá náttúruvá sem laxeldi í fjörðum getur verið og hitt einn forstjóra með erlendum viðskiptavinum sínum frá Afríkulandi einu.

Farið hefur fé betra.

Sigurður, það mun lítið lagast á Alþingi fyrr en Sjálfsstæðisflokkur fer allur í frí. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.3.2021 kl. 11:25

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ansi hræddur um að Ísfirðingar taki ekki undir þetta hól þitt Óðinn..!

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.3.2021 kl. 14:45

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helgi Rúnar - hér er um dylgjur hjá þér í garð ráðherra en í samræmi við skoðanir mínar varðandi tjáningarfrelsið að leyfa öllum að tjá sínar skoðanir þá leyfi ég ath.semd þinni að standa.

Óðinn Þórisson, 13.3.2021 kl. 14:53

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður I - það verður tilkynnt síðar í dag hverjir verða í framboði fyrir Pírata.

Þetta hefur gengið mjög illa hjá þeim, Þórhildar Sunnu málið, traust í garð núverandi formanns allsherjarnefndar o.s.frv því er alveg ljóst að það er bara hægt að fara upp á við hjá þeim og lika til að auka virðingu alþingis sem þeir hafa vissuega minnkað.

Steingrímur J. mun alltaf hafa Icesave málið yfir sér þar sem 98 % þjóðarinnar höfnuðu vinnubrögðum Jóhönnustjórnarinnar.

Óðinn Þórisson, 13.3.2021 kl. 14:57

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - 24.11.2008 " Þið eruð ekki þjóðin " Formaður Samfylkingarinnar á fundi í Háskólabíó.

Kollsteypustefna þins flokks í sjávarútvegsmálum getur aðeins leitt til þess að sjávarútvegurinn og þjóðin munu tapa. 

Óðinn Þórisson, 13.3.2021 kl. 15:01

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Kristján - á Ísafirði eins og annarsstaðar býr fólk með ólikar skoðanir þannig að setja þetta svona fram gengur ekki upp. 

Óðinn Þórisson, 13.3.2021 kl. 15:03

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óðinn, "veit ég vel sveinki" hvað fyrrum forman Samfylkingar sagði hér um árið.

Þú kýst hinsvegar að falla í sama graut á ætla allri "þjðinni" í einhverskonar þakkarskuld við besta vin eiganda útgerðarisa. 

Ég kýs að halda að þða séu færri svona hoppandi glaðir og þú vilt vera með störf Kristjáns Þórs, það er þitt, þú ert ekki væntanlega ekki þjóðin, eða hvað ?

Hvað varðar stefnu Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, þá er hún skýr, halda uppi góðu stjórntæki á fiskveiðar en um leið að þjóðin, samfélagið fái greitt full afnotagjald af gæðum sem þeir sem nýta, til framkalla sín verðmæti. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.3.2021 kl. 17:56

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - ég er ekki að ætla þjóðinni eitthvað og er ekki að tala fyrir þjóðina heldur benda á það sem blasir við öllum varðandi þær staðreyndir sem eru um sjávarúveginn.

Sósíalistar falla alltaf í það að eitthvað eigi að vera eign þjóðarinnnr, ríkisvæða auðlyndir o.s.frv  fyrir þjóðina, okkur öll, þannig virkar ekki raunvöruleikinn í samkeppnissamélagi þar sem einstaklingurinn á að vera aðalatriðið, ekki aumingjavæðing , allt fyrir alla, gengur einfaldlega ekki upp.

Þjóðnýtingarstefna Samfylkingarinnar og háskattastefna leiðir bara til meiri fátæktar. 

Óðinn Þórisson, 13.3.2021 kl. 18:42

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óðinn, þetta eru þin orð : "Takk fyrir þina þjónustu við land og þjóð og fyrir Sjálfstæðisflokkinn." o

Ég get einfaldlega ekki séð að þinn maður, Kristján Þór hafi gert e-ð fyrir "þjóð", þó svo að hann hafi gert e-ð fyrir færri en fleiri.

Hvað þú kallar "Sósíalista" er þitt mál, en í hugum flestra, kannski ekki þér, eru fiskimiðin og það sem þar kann að veiðast, eign allrar þjóðarinnar, ekki bara fáum, þó svo að þú kunnir að halda svo. Það að greiða eðlilega leigu fyrir afnot af því sem aðrir eiga er eðlilegt. Ég veit ekki um smið sem smíðar e-ð úr engu. Sá smiður kaupir efni til að byggja, móta, skapa og selja. Það efni kostar. 

Þar liggur hundurinn grafinn, vinir þins manns hafa getað nýtt sér og greitt sér arð úr efni sem við, ég, þú, miðflokksmmenn, VG-istar og Frammarar eiga saman.

Fyrir það efni, ber að greiða fyrir fullt afnotagjald.

Það er ekki "sósíalismi", það er skynsemi.

Hvað "háskattastefna" kemur málinu við veit ég ei, það sem ég veit og liggur fyrir, fyrir þá sem vilja sjá að Samfylkingin vill lækka skatta á þá sem sem lægstar hafa tekjurnar en hafa skattana ögn hærri á þá sem sem fylla forstjóraflokk og aðra sem hafa tekjur hærri en árslaun verkamannsins.

Veit ekki hvaða tekjur þú hefur en ef þú ert á ráðherralaunum, þá skipta krónur þig minna máli en þau sem lifa á lágmarksgreiðslum, e-ö sem Samfylking vill hækka, ólíkt þeim flokkum sem réðu hér 2013-17 ,sem hækkuðu matarskatt og vildu ekki gera hækkanir til öryrkja afturvirkar árið 2015, þá skilur þú stefnu Samfylkingarinnar enn betur nú.

P.s vona svo að ég fái að svara þér aftur áður en þú lokar þræðinum, þú átt það til að svara og loka svo fyrir svör.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.3.2021 kl. 21:10

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigrús Ómar - eins svo oft hjá þér til miðar fer umærðan oft frá umræðuefninu sjálfu sem færlslan fjallar um.

Ég geri mér fyllilega greyn fyrir flokkar sem aðhyllast þjóðnýtingarsefnuna eru ekki sammála þeirri stefnu sem rekin er sem er faræsta kerfið fyrirr bæði útgerðirnar og fólkið sem býr á þeim stöðum þar sem þessi bátar sækja sinn fist frá.

Eðilega þá hefur ábyrgur ráðherra ekki gefið þjóðnýtingarstefnu Samfylkingarinnar mikla athhygli. Hann getur hætt sáttur við sín verk og tel hé hann mjög farslælan þingmann / ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Það sem kemur fyrst upp í hugann er baráttan gegn Icesve - Jóönnustjórnarinnar, esb umskókn á þess að þjóðin hafi komið að því, pólitísku réttarhöldin , allt mál sem Kritjan Þurfti að leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir að þessi mál yrði samþykkt.+

Ingibjörg Sólrún fyrr. formaðurinn ykkar er enn sár út í flokkinn sinn hvernig hann fór með hana í pólitísku réttarhöldunum og finnst of fáir hafa beðið hana afsökunar.

Hún getur þakkað Bjarna Ben að hún fór ekki sömu leið og heiðarusmaðurinn Geir H. Haarde, þinn flokkur treysti á að þeir myndi svara fyrir frakomuna við Geir en þannig flokkur er Sjálfstæðisflokkiinn ekki, hærra siðferði og engir pólitískir leikir og hefdaraðgerðari.

Svo að lokum varðandi þinn flokk þá hef ég verulegar áhyggur af tjáningarfrelsinu þegar þið eru að skoað að ef fólk segi ákveðnar skoðanir um viðkæm mál verði þeir sendir í fangelsi , einnig að birta ekki andæátsfréttir af fólki þeim þóknandi.

En Kirjánn Þór hefur átt góðan  stjórnmálaferl, naut viðringar, og vann allan tíman að hagsmunum íslands og Sjálfstæðisflokksins, Hann hættir á góðum tíma fyrir sig, velliðinn og afkastamikill stjórnmálamaður sem sjónvarsviptir verður af. Auðvitað líkað Þjóðnýtingarliðinu ekki við hann.

Það kemur góður maður í hans stað, nafn Njáls Truata hefur komið fram, hann er talsmaður flugöryggis og mikilvægi Reykjavíkurflugvallar, öryggismál, samgöngumál og atvinnumá.

Það yrði meira en stórhættulegt ef Samfylkingin kæmist beggja megin við borðið samgöngu og borgarstjón þá verður þessu mikilvæg þjóðaröryggismáli sem Reykjavíkurflugvelli lokað af fólki sem veit ekki hvað það er að gera og hefur engan skylkning hlutverki Reykjavíkur eða skylkning á hutverki Reykjavíkur sem höfðuborgar.

Kollstepystefnan í sjálvarútvegsmálum ef Samfylkingin kemst við ríkisstjórnarborðið verður hrikalega skaðlegt fyrir íslensku þjóðina og setur framtíð sjávarútvegsins  í mikið uppnám, kallast þetta ekki skemmtarverkastarfsemi , ætla ekki nafna Fossvogssskóli.

En rétt að óska Stjórnmálamanni Dagsins Kristjáns Þór velgegni í þeim verkefnium sem hann tekur fyrir sig og megi algóði guð vera með honum þegar hann heldur til nýrra verka.

Óðinn Þórisson, 13.3.2021 kl. 23:06

13 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óðinn, ég veit hreinlega ekki í hvaða pottum þú grautar, hér úir og grúir af allskonar í þinum skeytym.

Þú vilt tala um "þjóð" og þakklæti til Kristjáns Þórs, sem hefur bæði sem ráðherra heilbrigðismála tryggt að sumar heilbrigðisstéttir hafa haft milljarða af skattfé almennings í sinn vasa [heimild: https://www.ruv.is/kveikur/]. Svo hefur hann sem ráðherra tryggt það að útgerðir greiða minna og minna til samfélagsins, á meðan hér fær óumhverfisvænt laxeldi í sjókvíum að vaxa með ófyrirséðum afleiðingum.

Hvað þinn maður, Kristján Þór gerði í "´Icesave" er einfaldlega þitt hugðarefni og hefur lítið giildi í þakklæti "þjóðar" fyrir hans störf í þágu fárra.

Gott hjá þér að ræða Samfylkinguna, hvet þig til að taka það upp í sér færslu.

Hvað varðar einhvern "Njál Trausta" sem varamann fyrir besta vin útgerðagreifa, þá veit ég lítið til hans afrekea nema að þvaðra um flugöryggi en þá bara öðru megin á flugvélinni, þá skal öryggið bara vera í RVK en ekki úti á landi. 

Þurfum svo lítið að ræða dæmdan Geir H Haarde, hann var ráðherra, gerði í brók og hlaut sinn dóm, sem ráðherra. Den tid, den sorg.

Höldum okkum við efnið, þú vilt þakka Kristjáni Þór í nafni "þjóðar" á meðan ég met Kristján Þór einn af þeim verri stjórnamálamönnum sem við höfum séð í seinni tíð, og tel ég þá  Sigríði Andersen, Sólveigu Péturs og Brynjar Níelsson með í þeirri upptalninugu.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.3.2021 kl. 23:57

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - ef þú telur að Kristján Þór sé einver sé einhver sérstakur vinur eða í einhverri hagsmunagæslu fyrir útgerðina er þér frjálst að hafa þá skoðun , ég er þér einfaldlega bara ósammála, ekkert sem hefur komið fram sem sýnir fram á það. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir eitt eða neitt. Hann er saklaus það segir réttarkerfið.

Fyrst þú nefnir Rúv Kveik þá eins og með Kastjós fréttastofu Rúv þá er það eitthvað sem ég treysti ekki að nokkru leyti, tel þetta allt of hlutdrægan fréttaflutning þannig því miður ekki marktækt.

Það sem Samfylkingin gerði í landsdómsmálinu var flokknum til mikillar minnkunnar og ef þú skoðar dóminn yfir Geir þá kallast þetta fullnaðarsigur.

Hvað varðar formann Samfylkingarinnar á þessum tíma þá var nýverið viðtal við hana sem hún er ekki enn búinn að ná sér eftir hvernig sumir flokksfélgar fóru gegn henni. Lágkúrulegt.

Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bjargaði henni frá þessari ömurlegu reynslu sem Geir þurfti að fara í gegnum, Samfylkingin gerði mistök, hélt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefna fyrir sinn formann, nei þannig vinnur ekki Sjálfstæiðsflokkurinn, hærra siðferði en Samfylkingin, það sannaðist þarna.

Njáll Trausti hefur talað fyrir flugöryggi , að stefna borgarstjórnar"meirihlutans" að ætla að reyna að loka Reykjavíkurflugvelli án þess að ekkert liggi fyrir um hvar nýr flugvöllur verður byggður og hvað sú framkvæmd muni kosta er ótrúlega áábyrt af þessu fólki sem skilur ekki hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar.

"Kristján Þór Júlíusson hefur allan stjórnmálaferil sinn unnið að málefnum þeirra sem á landsbyggðinni búa til sjávar og sveita. Hann hefur gert það af trúmennsku og áhuga. Hann hefur markað varanleg spor sem bæjarstjóri og ráðherra. "
Björn Bjarnason

Kristján Þór hafi þökk fyrir sín störf fyrir land og þjóð og forrendi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hann tók slaginn með flokknum og sveik aldrei stefnu, hugsjónir eða gildi flokksins

Óðinn Þórisson, 14.3.2021 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 866896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband