Styrmir var Mikill baráttumaður fyrir hagsmunum Íslands

ESB - Nei TakkStyrmir skilur eftir sig stórt skarð í baráttunni fyrir hagsmunum ísland.

Að íslandi verði alltaf frjáls og fullvalda þjóð og að við höfum alltaf yfirráð yfir auðlyndum okkar og getum sjálf gert okkar fríverslunarsaminga.


Styrmi þakka ég baráttuna fyrir hagsmunum íslands og fjölskyldu hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur.


mbl.is Styrmir Gunnarsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég tek undir með orðum þínum Óðinn.

Jónatan Karlsson, 21.8.2021 kl. 10:01

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Styrmir var góðúr penni, ég var oftar en ekki ósammála honum en sammála honum í nokkrum atriðum eins og sú misnotknun á nýtingu einni af auðlindum íslensku þjóðarinniar, sjávarútveginum. Þar vildi Styrmir gera mun betur en flokkur hans.

Þar vorum við Styrmir sammála.

Styrmir segir svo í Rannsóknarskýrslu Alþingis, unnin af "nefnd út í bæ" eins höfundur kallar nefndir kjörnar af Alþingi: "Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta". Þarna aftur erum við Styrmir sammála.

Enda Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera ríkisstjórn Íslands yfir 70% af lýðveldistíma og bera því mikla ábyrgð á þeirri tækifærismennsku og misskiptingu sem hefur fengið að vaxa síðustu, nú 60 árin.

Fjölskyldu og vinum Styrmis votta ég mína dýpstu samúð. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.8.2021 kl. 11:18

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónatan - takk fyrir innlitið.

Óðinn Þórisson, 21.8.2021 kl. 12:41

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - Styrmir var öflugur baráttumaður hagsmuna íslands og talsmaður fyrir að auðlyndir okkar yrðu áfram á okkar forræði, frelsi í viðskiptum, að ísland væri sjáfstæð og fullvalda þjóð þannig að hans strærstu gagnrýnendur og andstæðingar voru þeir sem vilja að ísland afhendi erlendu ríkjasmbandi esb - yfirráð yfir okkur.

Þó svo að það verði hans arleið að berjast fyrir hagsmunum íslands þá var hann öflugur í umræðu um utanríkismál, gagnrýndi  t.d Kína og mannréttindarbrot.

Óðinn Þórisson, 21.8.2021 kl. 12:52

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það er merkilegt þegar átt er orðastað við sannan Sjálfstæðismann, þá er ávalt undið undan því að svara því sem að þeim er bent og málum snúið í aðar átt. 

Það er kallað í mínum bókum að snúa út úr, veit ekki með þig Óðinn og eða önnur skoðanasystkin þín.

Ekki veit ég um allar skoðanir Styrmis heitins, hvað honum fannst um öll utanríkismál, en hitt veit ég að honum fannst þjóðfélagið ekki á réttri leið, ef vitnað er til ummmæla hans sem koma fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis, sem þú myndir þá kalla að hafa verið unnin af "nefnd út í bæ", um stöðu þjóðfélagsins, sama þjóðfélagas og þinn flokkur hefur jú farið fyrir sem stjórnvald yfir 70% af lýðveldistímanum.

Sé að þú hermir svo orðæðuna um auðlind séu undir forræði "okkar". Ekki veit ég hvaða forræði þú vitnað til, sér í lagi þegar ein af þinum uppáhaldsþingkonum hefur lagt fram skoðun sína að n.v fiskveiðiauðlindir séu nú í einkaeign, ekki þjóðáreign, ekki einu sinni þú ágæti Óðinn viljað neita eða bera á móti þeirri skoðun f.v og dæmdum Dómsmálaráðherra , Sigríðar Andersen.

Styrmir Gunnarsson, segir svo  í bók sinni Umsátrið (2009, bls. 206): „Handhafar kvótans urðu þeir valdamenn, sem máli skiptu í sjávarplássunum í kringum landið. Þeir höfðu líf plássanna í hendi sér. … Þingmenn landsbyggðarkjördæmanna stóðu nær undantekningarlaust með kvótahöfunum. Þeir vissu sem var, að snerust þeir gegn þeim, væri stjórnmálaferli þeirra lokið. … Frambjóðendur í prófkjörum þurftu og þurfa að leita fjárstuðnings …, þar á meðal hjá handhöfum kvóta. Það jafngilti pólitísku sjálfsmorði að rísa upp gegn handhafa kvóta á landsbyggðinni.“

Eru þetta þá þær "auðlindir" sem Styrmir vildi verja en Sigríður og þú vilja í hendur fárra ? 

Þá þýðir lítið að klaga upp á ESB, ef ekki betur tekst til í garðinum heima, eða hvað ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.8.2021 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 709
  • Frá upphafi: 869699

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 486
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband