Þríeykið lokið sínu hlutverki ?

Þríeykið hefur fengið allan þann tíma, völd og orður sem hægt er að gefa þeim og er niðurstaðan því miður sú að aldrei hefur ástandið verið verra.

Ef það hefur aðeins verið bara ein ríkisskoðun varðandi covid gengur það ekki lengur.

Nú er það ríkisstjórnar/alþingis að taka við þessum bolta og leiða þjóðina og búa til framtíðarsýn.


Við þurfum að fara lifa með þessu og frekari frelissviptingar, boð og bönn verða að hætta hið fyrsta.

Koma verður aftur súrefni til atvinnulífisins þannig að LSH geti áfram sinnt sínu gríðarlega mikilvæga hlutverki sem sjúkrahús allra landsmanna.


mbl.is Vill að þingmenn fái völd þríeykisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þríeykið hefur auðvitað sitt lögformlega umboð sem embættismenn.

Alþingi hefur svo sínar leiðir til að breyta lögunum. 

Sjálfstæðisflokkur er svo búinn að sitja í ríkistjórn núna í þau 2 ár sem heimsfaraldurinn er búinn að standa yfir. Þetta er þá árangurinn. 

Að henda út þríeykinu, að horfa á vexti hækka, að sjá verðbólguna vaxa, versnadi staða launafólks (heimild:https://www.rannvinn.is/sk%C3%BDrslur) .

Á meðan er svo formaður Sjálstæðisflokks í "einkafrí".

Ekki trúverugt ef ég væri spurður....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.1.2022 kl. 17:23

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - hver ráðherra ber ábyrð á sínu ráðuneyti.

Sjálfstæðisflokkurinn var ekki með heilbrigðisráðuneytið á síðasta kjörtímabili og er ekki með það embætti í þessari ríkisstjórn.

Fyrrv. heilbrigðisráðherra ( vg ) var ítrekað gagnrýndur af hálfu þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir þær leiðir sem hún valdi.

Nú er kominn nýr heilbrigðisráðherra Framsóknar og er undir gríðarlegri pressu að að breyta um kúrs eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf talað fyrir.

Þetta gagnrýni á Bjarna er pínu stomur í vantsglasi og skiptir í heildarsamhenginu engu máli.

Kannski endurseglar þessi máttlausa gagnrýni Samfylkingarinnar og Pírata á Bjarna einhverja taugaveiklun vegna skelfilegrar stöðu flokkana.

Óðinn Þórisson, 20.1.2022 kl. 17:37

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Auðvitað getur stærsti flokkurinn í ríkistjórnarsamstarfinu skýlt sér á bak  við það að ráða engu.

Að halda því fram er hreinlega barnalegt.

Allar stórar ákvarðanir, minniblöð frá Sóttvarnalækni hafa verið rætt á ríkistjórnarfundi, þar sitja formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Voru þau bæði send fram eftir kaffinu á meðan sóttvarnir voru ræddar ?

Það að gagnrýna er ekki nóg ef ekkert að gert. Mér sýnist þingmenn og ráðherrar Sjáflstæðisflokksins einugis hafa hátt, mætt með læti en ekkert gert. 

Það er getuleysi hjá stærsta þingflokknum á Alþingi að mínu mati.

Það er svo augljóslega ábyrgðarleysi að vera í frí þegar einn af meginþáttum atvinnulífs á Íslandi er sagt að loka, að ráðherra Fjármála sé í aukafrí. Það er ekki "pínu stormur", það ber vott um skilingsleysi.

Þessi gagnrýni hefur svo lítið að gera með flokkana í stjónarandstöðu, þeir ráða nkl engu. 

Minni þó á að Samfylking bætti við síg þingmanni í RVK í síðustu kosningum á meðan fylgi Sjálfstæðisflokks var það annað versta í áratugi. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.1.2022 kl. 17:58

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - tökum aðeins annan vínkil á þessa umræðu til að setja samhengi það að ráðherra ber ábyrð á sínu ráðuneyti.

Utanríkisráðuneytið á síðasta kjörtímabili undir forystu GÞÞ fór í mikla vinnu til að auka umsvif BNA á íalandi og kom m.a varaforseti BNA til landsins í heimsókn.

Formaður og v.formaður VG sátu þá ríkisstjórnarfundi þar sem uppbygging BNA herhliðs á íslandi var rætt og framkvæmt þrátt fyrir anstöðu VG við Nato og herlið BNA á Íslandi.


KJ forstætisráðherra VG hitti m.a varaforseta BNA, Mike Pence á Íslandi, á Keflavíkurflugvelli og einnig  fór á ráðstefnu hjá Nató og styður öryggistefnu íslands sem byggir á samstarfi við Nato.

Þetta uppþvot stjórnarandstöðunnar um fjarveru Bjarna í þingsal þegar þeir vissu að staðgengill hans og v.formaður Sjálfstæðisflokksins var í salnum, þannig að þetta var bara til að reyna að ná sér í ódýra frétt um ekki neitt.

Óðinn Þórisson, 20.1.2022 kl. 18:17

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ræðum síðasta kjörtímabil.

Kristján, samherji, hringdi í vin sinn eftir þátt á RÚV.

Kristján, samherji, braut lög um nýtt leyfi v/ laxeldis á Vesfjörðum.

Sigríður dæmdur f.v dómsmálaráðherra klúðrði skipun nýs dómstóls af því hún vildi skipa það pólitískt.

Bjarni Ben er svo enn í fríi á meðan fjöldi manna og kvenna getur ekki unnið störf sín, vegna getuleysis þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Það er svo fáum til sóma að hafa fengið einhvern Mike Pence hingað í millilendingu. Það hljóta vera til betri fjaðrir að stæra sig af en það gerviefni.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.1.2022 kl. 19:47

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - utanríkisstefna Sjálfstæðisflokksins er mjög skýr, geta gert fríverslunarsamninga sem frjáls þjóð, alþjóðleg samvinna með samsarfi við Nató.

Samfylkingin féll allsvakelga haustið 2012 í sinni utanríkissefnu þegar flokkurinn setti aðilarviðræður við ESB á ís vegna þess að VG sagði hingað og ekki lengra. Hefðu átt að slíta stjórnarsamstafinu þegar flokkurinn hafði ekki lengur möguleika að klára sitt stæðsta mál á kjörtímabilinu 2009 - 2013

Ég ætla hér að tjá mig um hvort einhver hringir í vin sinn þegar hann hefur farið í gegnum erfiða tíma.

Það sem er núna að breytast er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, ekki í fyrsta skipti sem þingmenn hans taka af skarið og ætla að gera heilbrigðisráðherra að gera grein fyrir stórum ákvörðunum varðandi takmarkanir þannig að þetta verði ekki lengur bara blað frá sóttvarnarlækni og stimplað af ráðherra.

Með þessu frumkvæði þingmanna Sjálfstæðisflokksins er verið taka fyrsta skrfið í átt að taka valdið af þríeykinu og setja það aftur í hendur flulltrúm fólksins á alþingi.

Óðinn Þórisson, 20.1.2022 kl. 22:21

7 Smámynd: rhansen

Það væri ekki meira glapræði hægt að gera  Ætla þá Alþingismenn að taka að ser störf á Landspitalanum þegar allt er komið i algjöra kaos ?...Það er vitað ef gefin verÐur meira frjáals umgengni en nu er og þórólfur hefur vakað yfir , yrði það allsherjar fár um allt land og hvað gera menn þá  ??  Það er furðulegt að fullorðið folk finni sig i að rakka þrieykið niður og það siðasta sem mætti fara af þessum veiru vigvelli þvi þeim er að þakka og eingöngu þeim að ekki hefur farið verra Politikin haldi sg sem lengst fra þessu öllu  Ekki er storhluti landsmanna að hjálpa til sem allt gerir til að gera hlutina sem versta með þvi að ábyrgjast ekki einu sinni sjalft sig hvað þá aðra !!   Alþjóða heilbrigðisstofnunuin er buin að senda ur kall til heimsins um að beyta allri varúð þvi þessi veira sem virðist saklausri nuna muni eiga eftir að sina sig i öðru og hættulegra ljosi  ...það er erfitt að vita það að siðasti asninn er ekki ennþá fæddur og við hin þurfum að gjalda fyrir það !!

rhansen, 20.1.2022 kl. 22:35

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - ég hef farið í allar þrjár bólusetningarnar og að sjálfsögðu virt þær reglur sem eru settar.

Ég er eki sammála þeim vilja búa hér til aðskilaðarstefnu , þeir sem eru bólusettir og ekki.


En auðvitað eru það þeir sem eru að valda mesta vandanum, það er vitað en við viljum ekki fara í skyldubólusetningu, ef ekki hvað á að setja fólk í fangelsi ef það neitar bólusetningu.


Það sem er verið að tala er nokkuð skýrt. að heilbrigðisráherra taki við minnisblaði frá sóttvarnarlækni, heilbrigðisráðherra í stað að stimpla það bara að hann mæti á fund hjá velferðarnefnd og útskýri sína afstöðu þegar kemur að meiriháttar lokunum, boðum og bönnum.

Þetta er farið að fara mjög illa í fólk , þá er ég að tala um geðheilsu sem mín skoðun hefur ekki verið rætt um í umrræðunni um að senda heilu skólaárgangana og loka skólum og þau áhrif sem það hefur á börn.

Alþingi setu4r lögin, Þórólfur er sóttvarnarlæknir , hans hlutverk er bara eins og hann hefur sagt sjálfur veiran og ekkert meira nú er kominn tími á að þau völd verði tekin aftur yfir til þingmanna fólksins.

Óðinn Þórisson, 21.1.2022 kl. 10:36

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Oðinn, enda sannur samherji. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.1.2022 kl. 12:56

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það sem þið vinstri menn dettið alltaf í þegar þið eru rökþrota er fara niður á lágt plan og þangað fer ég aldri.

Óðinn Þórisson, 21.1.2022 kl. 13:01

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

"þið vinstri menn "... ? 

Á hvaða hæð er það plan ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.1.2022 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 866903

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband