Viðræðuslit strax við upphaf framhaldsviðræðna

Logi Einarsson sem er núna að hrökklast frá sem formaður eftir að hafa náð engum árangri með Samfylkinguna er fyrsti flutningsmaður þessarar tímaeyðslutillögu að halda áfram viðræðum við esb.


Logi Einarsson sagði að hann myndi ekki styðja neinn afslátt af yfirráðum okkar yfir okkar auðlyndum og með þeim orðum er ljóst að viðræðuslit yrðu á 1.degi þegar viðræður myndu hefjast að nýju.


Eins og Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins fór mjög vel yfir þá er bara esb í boði að við aðlögum okkur að lögum og reglum esb.


Það eru engar varanlegar undanþágur í boði fyrir ísland.


Spurningin ætti að vera Vilt þú að ísland aðlagi lög sín og reglur að esb og gangi í esb eins og það er , já / nei


mbl.is Ræddu um ESB í nærri sex tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er einfaldlega stefna Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar að framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ásamt fleirum flutt um það þingsályktunartillögu á Alþingi.

Og önnur þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um aðildarsamninginn.

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn

4.10.2018:


"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti."

Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu

1.9.2022:


Stjórnarflokkarnir næðu ekki þingmeirihluta ef kosið yrði núna - Fylgi Samfylkingarinnar eykst um fimmtíu prósent

Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:


"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

25.2.2014:

Mikill meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið




Samþykkt meirihluta Alþingis frá 16. júlí 2009 um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið er enn í fullu gildi, þar sem þingsályktunin hefur ekki verið dregin til baka af Alþingi.

"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."

Þingsályktun um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

18.12.2012:


""Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu."

"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands ... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun.""

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

"Gangur í viðræðunum hefur verið góður, 27 kaflar hafa verið opnaðir og 11 lokað og einungis er eftir að hefja viðræður um sex kafla."

Þorsteinn Briem, 21.9.2022 kl. 18:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR." cool

"Hver aðildarsamningur felur í sér breytingu á stofnsáttmálum Evrópusambandsins."

"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja." cool

"Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar Evrópusambandsins. cool

Hið sama gildir um bókanir en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama lagalega gildi og þeir.

Í 174. gr. aðildarsamnings Austurríkis, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs er til dæmis sérstaklega tiltekið að bókanir séu óaðskiljanlegur hluti af samningnum."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ótvírætt sé að aðildarsamningar nýrra ríkja í Evrópusambandinu séu jafnréttháir Rómarsáttmálanum."

"Aðildarsamningarnir sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en í viðauka við þá eru sett fram skilyrði aðildar og aðlaganir á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, sem eru óaðskiljanlegur hluti af aðildarsamningnum.

Samanber til dæmis 2. gr. aðildarsamnings Búlgaríu og Rúmeníu."

Af hálfu Evrópusambandsins er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan sambandsins.

Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknarríki er þó reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir. cool

Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku. cool

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.

Malta samdi um svipaða sérlausn í aðildarsamningi sínum en samkvæmt bókun við aðildarsamninginn má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni. cool

Rökin fyrir þessari bókun eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.

Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða frávik frá 56. gr. stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns. cool

Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.

Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.

Finna má ýmis dæmi um sérlausnir í aðildarsamningum sem taka tillit til sérþarfa einstakra ríkja og héraða hvað varðar landbúnaðarmál. cool

Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu. cool

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.

Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að semja við Evrópusambandið um sérstuðning fyrir Suður-Finnland.

Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til við inngöngu Bretlands og Írlands í Evrópusambandið en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var samið um sérstakan harðbýlisstuðning til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. cool

Finnland, Svíþjóð og Austurríki sömdu einnig sérstaklega um þannig stuðning í aðildarsamningi sínum og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði." cool

"Af minni undanþágum eða sérlausn má nefna að Svíþjóð fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins."

"Í aðildarsamningi Möltu er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð sérstaklega með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni. cool

Þegar Grikkir gengu í Evrópusambandið var sérákvæði um bómullarframleiðslu sett inn í aðildarsamning þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf. cool

Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá sérstöðu bómullarræktunar viðurkennda í aðildarsamningi sínum.

Hið sama gerðist þegar Spánverjar og Portúgalar gengu í Evrópusambandið og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar. cool

Í aðildarsamningi Finnlands, Svíþjóðar og Austurríkis er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða Evrópusambandsins en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði þar sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali Evrópusambandsins." cool

Þorsteinn Briem, 21.9.2022 kl. 18:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjávarútvegur er stór atvinnugrein í Skotlandi, eins og hér á Íslandi, og meirihluti Skota vill aðild að Evrópusambandinu. cool

Þar að auki yrði fiskveiðilögsaga Skotlands um tvisvar sinnum stærri en samanlögð fiskveiðilögsaga Englands, Wales og Norður-Írlands. cool

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og í Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

30.9.2020:

"Norðmenn og Bretar hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning sem tekur gildi 1. janúar næstkomandi þegar aðlögunartíma vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu lýkur.

Samningurinn kveður á um ramma um gagnkvæmar veiðiheimildir í lögsögu ríkjanna, eftirlit og rannsóknir, að því er fram kemur í tilkynningu frá norsku ríkisstjórninni. cool

Skrifað verður undir samkomulagið í London síðar í dag."

Loðna hefur gengið á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn. cool

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum.

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, sem stóreykur fullvinnslu hér á Íslandi á sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum, til að mynda skyri og lambakjöti. cool

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum [óunnum] fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull." cool

27.11.2020:

Vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands

Map showing UK's exclusive economic zones

Þorsteinn Briem, 21.9.2022 kl. 18:21

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkin eru stærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir. cool

5.11.2020:

Verðmætustu afurðirnar til Frakklands

Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, hefðum þar yfirburði í útgerð og fiskvinnslu, og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum. cool

http://static.mbl.is/skyringarmyndir/2009/01/sjvartvegur_6.jpg

Þorsteinn Briem, 21.9.2022 kl. 18:24

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Breim - "Evrópusambandið setur ávallt fram þá meginkröfu í aðildarviðræðum að umsóknarríki gangi að öllu regluverki sambandsins óbreyttu. Það veitir ríkjum tímabundnar undanþágur til að laga sig að breyttum aðstæðun. Hingað til hafa ekki verið veittar varanlegar undanþágur, hvorki á sviði sjávarútvegsmála né landbúnaðarmála."
Viðskiptablaðið 18.feb 2014

Óðinn Þórisson, 21.9.2022 kl. 19:41

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Breim - staðreynd málsins að það var þáverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar Össur Skarphéðisson sem setti esb - viðræðurnar á ís fyrir kosningarnar 2013.

Samfylkingin beið sögulegt afhroð í kosningunum 2013 og ætli það hafi ekki einmitt vegna þess að flokkurinn brást í esb - málinu.

Það hefur hvorki verið pólitíksur né lýðræðislegur vilji hjá þjóðinni að hefja þessar viðræður aftur, þetta hefur verið staðfest í kosningum eftir kosningum.


Það er ólíklegt og ég myndi telja í raun enginn möguleiki að þessi tillaga verði samþykkt þar sem það er engin pólitísk forysta fyrir að fara aftur af stað í þessar viðræður við esb sem sem Samfylkingin setti á ís 2013.

Þessi tímasetning þríburaflokkana er mjög undarleg og þá er ég að vísa í orð heiðurskonunnar Dilja Mist þingmanns Sjjálfstæðisflokksins.

Óðinn Þórisson, 21.9.2022 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 709
  • Frá upphafi: 869699

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 486
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband