Er Sjálfstæðisflokkurinn að komast í lykilstöðu ?

Komin er niðurstaða í Icesave deildunni við Breta og Hollendinga - alþingi setti fyrirvara - niðurstaðan er sú samkæmt fréttum að þeir eru felldir út og 2024 fellt út og við borgðum allt í topp -

Hjónakornin segia að þingmeirihluti sé fyrir þessu - gott fyrir þau - 

Alþingi setti fyrirvara fyrir ríkisábyrgð - ríkisstjórnin sturtar þeim niður -

EN

Ögmundur, Ásmundur Einar, Guðríður Lilja, Lilja - er búið að beygja þetta fólk ?

Verða kanski hjónakornin að treysta á Sjálfstæðisflokkinn - er hann í lykilstöðu í icesavemáli ríkisstjórarninnar ?


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir þetta þá þarf hann að skipta um nafn og það þarf nýja Sjálfstæðis flokk

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.10.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei Óðinn... hafðu engar áhyggjur að því.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.10.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn ef hann stendur undir nafni mun aldrei greiða þessu atkvæði sitt. Alþingi er löggjafarsamkunda sem er búin að setja lög um Icesave og leggja línurnar um hvernig megi semja og hver skilyrðin fyrir ríkisábyrgð eru. Framkvæmdarvaldið hefur ekki rétt til þess að semja út fyrir þann ramma.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.10.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Brattur

Forustumenn Sjálfstæðisflokksins skuldbundu okkur fyrir Icesave skuldunum. Nú er verið að semja sig út úr þeim vanda sem Sjálfstæðisflokkurinn setti okkur í.

Sumir tala eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki komið nálægt efnahagsmálum síðastliðin 100 ár... flokkurinn sem ber mesta ábyrgð á efnahagshruninu og hafði stjórnað landinu í nær tvo áratugi þegar hrunið varð.

Margir skrifa og tala eins og Steingrímur J. hafi búið til Icesave skuldirnar... endemis vitleysa...

Nú er búið að semja um að greiða rúmlega 300 milljarða með vöxtum vegna Icesave.... gleymum því ekki að þessi tala var 1300 milljarðar í upphafi... það hefði einhvern tíman þótt góður árangur í samningum að ná slíkri niðurstöðu.
Hundfúlt er engu að síður að þurfa að greiða skuldir sem aðrir settu okkur í... en við höfum ekki um margt að velja... ef ekki næst að semja um Icesave og ef að Alþingi samþykkir ekki samninginn núna, þá virkilega hefst kreppa á Íslandi. Engar lánafyrirgreiðslur koma erlendis frá... engin gjaldeyrir til að flytja inn vörur... lok, lok og læs og allt úr stáli... kaosástand... viljum við það ?

Gleymum því heldur ekki Davíð Oddsson sendi okkur 300 milljarða króna reikning frá Seðlabankanum en það er sú upphæð sem við þurfum að greiða til að forða Seðlabankanum frá gjaldþroti.
Sóðaskapurinn eftir valdatíð Sjálfstæðisflokksins er slíkur að það tekur mörg ár að skúra, skrúbba og bóna.

Þá hafa Sjálfstæðismenn eyðilagt dómskerfið í landinu með því að skipa vini sína, frændur og kunning sem dómara... slíku dómsvaldi er ekki hægt að treysta.

Eru virkilega til menn sem eru stoltir af þessum flokki ???

Brattur, 18.10.2009 kl. 11:19

5 identicon

Hvað eiga Árni Matt, Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson sameiginlegt?

Jú, þeir hafa allir skrifað undir ICESAVE!

Staðfesti erlendar skuldbindingar
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item288599/

„Davíð dæmir sig sjálfur“
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item288630/

Jónsi (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:31

6 identicon

Mesti óreiðumaður allra tíma!

Þetta slær ICESAVE við
Davíð Oddsson setti Seðlabankann á hausinn og setti heimsmet óreiðu sem versti seðlabankastjóri í mannkynssögunni.


"Davíð er mesti óreiðumaður allra tíma og skilur eftir 300 milljarða byrði"
Sjá:
http://pressan.is/Frettir/Lesafrett/felagsmalaradherra-david-er-mesti-oreidumadur-allra-tima-og-skilur-eftir-300-milljarda-byrdi

...einhver mesta óreiða sem sögur fara af að lána út 300 milljarða af almannafé án trygginga eða með veð í “ástarbréfum” og verðlausum eða verðlitlum eignum.
Sjá:
http://blog.eyjan.is/gunnar/2009/10/09/oreidumenn/#comments


Einnig holl lesning

Það versta og besta í hruninu
Sjá:
http://gautieggertsson.blogcentral.is/blog/2009/10/7/thad-versta-og-besta-i-hruninu/


"Stærstu mistökin:

Veðlánaviðskipti Seðlabankans  og gjaldþrot

Stærstu mistökin eru líklega fólgin í veðlánaviðskiptum Seðlabanka Íslands sem ollu gjaldþroti hans. Í þessum viðskiptum töpuðust um 300 milljarðar, sem jafnast á við um 1 milljón á hvert mannsbarn á Íslandi, eða um 5 milljónir á hverja þriggja barna fjölskyldu. Þessi mistök lenda beint á íslenskum skattgreiðendum.

Þetta eru mun hærri fjárhæð en líklegt er að falli á almenning vegna icesave. Það sem verra er þessar byrðar falla strax á skattgreiðendur, en ekki eftir 7 ár eins og icesave. Hinn harkalegi niðurskurður ríkisútgjalda og gífurlegu skattahækkanir má að stórum hluta rekja til þessara afdrifaríku mistaka."

Jónsi (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:39

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu aldrei gera neitt annað en sýna ábyrgð í öllu sem þeir hafa gert og munu gera það í atkvæðagreiðslunni um Icesave.

Menn mega aldrei gleyma því að þessi samningur sem skrifað var undir 5 júní er alfarið á ábyrgð núverandi stjórnarflokka - þingmenn sf voru tilbúnir að samþykkja hann án þess að sjá hann -

Sjálfstæðisflokkurinn seldi bankana og gaf frelsi, einkaaðilar keyptu bankana - en frelsi fylgir ábyrgð -  þessir menn brugðust algjörlega -

Óðinn Þórisson, 18.10.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 833
  • Frá upphafi: 869664

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 581
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband