Ríkisstjórnin heldur velli - hvað er að gerast ?

Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um fylgi stjórnmálaflokkana. Svo er það alltaf spuring hvernig hver og einn túlkar þessar kannanir en oft er hægt að sjá yfir nokkrar kannanir raunstöðu mála. Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi og mælist með 31.1% fylgi og er stærstur eins og hann hefur verið en ætti að vera bæta frekar við sig þar sem hann hefur verið afar ábyrgur og málefnalegur. Fylgi vig vg kemur vissulega á óvart að þeir séu að bæta við sig fylgi og mælast nú með 24.6% fylgi þrátt fyrir að hafa sett til hliðar stefnumál sín og hugsjónir fyrir völd. Hrunaflokkurinn Samfylkingin mælist með 29.8%fylgi og myndi tapa 2 þingmönnum sem kanski skýrist af því að hafa klúðrað verkstjórn í þessari ríkisstjórn en það er jákvætt ef Samfylkingin er að tapa þingmönnum - skoðanakannanir skipta þennan flokk miklu máli. Framsóknarflokkurinn stendur nokkurn vegin í stað og mælist með 13.7% fylgi og myndi halda sínum 9 þingmönnum en hann kanski lýður hann fyrir það að vera orðin ekki ósvipaður og Samfylkingin eins máls flokkur þ.e eina málið hjá Framsókn virðist vera Icesave.
En það að þessi ríkisstjórnin haldi fylgi meirihluta kjósenda er stórfurðulegt - hæstu skattar á byggðu bóli, engin sklaldborg um heimilin o.s.frv.


mbl.is Ríkisstjórnin héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Skoðanakönnun framkvæmd rétt eftir neitun forsetans er ómarktæk.  Miklu nær væri að gera hana í næstu viku - þá er ég hræddur um að niðurstaðan yrði önnur !!!

Sigurður Sigurðsson, 8.1.2010 kl. 08:07

2 identicon

þetta er nú ekkert voðalega flókið nema maður sé staurblindur sjálftökumaður eða framsóknarglæpon, fólk veit alveg hvað skeður ef þeir tveir flokkar komast til valda og tala nú eki um áður en skýrsla rannsóknarnefndarinnar liggur fyrir,öllu sópað undir teppið og öllum fyrirtækjum sem núna eru undir stjórn ríkisins verður komið í hendur glæpamanna ..................aftur!!!!!! Þjóðin vill ekki þessa lýðskrumara og glæpasamtök aftur,þeir heimtuðu þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að þeir voru fullvissir um að forsetasauðurinn myndi skrifa undir lögin en núna sjá þeir að þeir veðjuðu á rangan hest og eru núna skíthræddir vegna þess að þeir vita jafnvel og þjóðin að þetta voru mistök hjá forsetaaulanum!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 312
  • Frá upphafi: 871774

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 224
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband