Fjölmiðlar verða að fá svör frá Degi B. Eggertssyni

Nú þegar v.borgarfulltrúi VG hefur gangrýnt harðlega að skólabörn fái að kynnast kærleika Jesú er rétt að spyrja um afstöðu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem leiddi VG til valda í Reykjavík.

Rétt, lítill þröngsýnn öfgahópur á ekki að ná að eyðleggja fyrir okkur gleði og boðskap jólanna.


mbl.is Háværir minnihlutahópar taki ekki völdin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er varasamt ef fólk sem ekki var kosið til ábyrgðarstarfa ætlar að setja okkur reglur um hvernig við högum lífi okkar.

Flosi Kristjánsson, 11.12.2014 kl. 12:42

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Flosi - sammála þetta er mjög varasamt ef ekki beinlíns stórhættulegt. Að reyna að stjórna fólki hefur alltaf verið aðalsmerki sósíalista.

Óðinn Þórisson, 11.12.2014 kl. 13:33

3 Smámynd: Einar Karl

Þarf að spyrja Dag um afstöðu hans til kærleika Jesú Krists?  Af hverju?

Reglur um samskipti trúfélaga og skóla liggja fyrir, þær eru einfaldar og skýrar og voru samþykktar í Borgarráði. Trúarskoðanir borgarstjóra eru hans einkamál.

Einar Karl, 11.12.2014 kl. 14:16

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Einar Karl - ég skil mjög vel að ef Dagur er sammála v.borgarfulltrúa VG þá vilji hann síður auglýsa hana, það væri vissulega sterkt fyrir hann að koma hreint fram í þessu máli.

Kannski er það rétt að það er ekki gott að skólabörn fái að kynnast kærleika Jesú, eigum við ekki bara að verða samfélag heiðingja og byggjum mosku fyrir ISLAM.

Óðinn Þórisson, 11.12.2014 kl. 16:59

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Málið er einfalt. Trúboð í grunnskólum er óheimilt samkvæmt aðalnámskrá enda telst það mannréttindabrot samkvæmt bæði mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttndasáttmála Evrópu en Ísland er aðili að þeim báðum. Hér er því ekki um að ræða háværan minnihlutahóp sem vilji stýar þjóðfélaginu eftir sínu höfði heldur aðeins fólk sem vill að farið sé eftir lögum og að mannréttindaáttmálar sem Íslend er aðili að séu virtir.

Svo skulum við halda því til haga að þessar skirkjuheimsóknir eru tilötlulega nýtt fyrirbrigði. Þær tíðkuðust ekki þegar ég var í skóla. Kirkjunnar menn hafa einfallega berið að færa sig upp á skaptið með sífellt meiri innrætingu í skólum og því var og er nauðsynlegt að setja skýr mörk á milli trúarfræðslu og trúboðs.Það er einfaldlega það sem borgarstórn og bæjarstjórnir í nokkrum öðrum sveitafélögum hafa verið að gera til dæmis í Hafnafirði og Kópavogi.

Sigurður M Grétarsson, 11.12.2014 kl. 18:42

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - ef fólk segir og trúir því einlæglega að hvítt sé svart þá er erfitt að breyta þeirri skoðun.

Það sem hefur breyst undanfarin ár hér á íslandi er að það er mjög fast sótt að kristinni trú og kirkjunni og fólk sem hefur kærleik Jesú að leiðarljósi reynir klárlega að verja þau gildi sem það trúir á.

T.d má nefna þáttinn Harmageddon á x - inu þar sem ekki er hægt að segja að kristin trú eða kirkjan séu varin.

Svo er líka að anarkistar og trúleysingjar eru að verða mjög hávær hópur og nú höfum við við völd í Reykjavík rauðasta meirihluta í sögu Reykjavíkur og ekki hægt að standa hjá og segja ekki sína skoðun gegn því fólki.

Það sem gerist í lýðræðislegu samfélagi það er tekin umræða um erfið mál og við sáum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar miður fallega aðför að framsókn og flugvallarvinum.

Óðinn Þórisson, 11.12.2014 kl. 21:25

7 identicon

Hefur ykkur dottið í hug að fara sjálfir með krakkana ykkar í kirkju ef það er eins mikilvægt fyrir ykkur og þið segið?

Þetta var allavegana ekki svona flókið í minni æsku, bara sendur í sunnudagsskóla og búið mál.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 21:53

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - það sem skiptir hér máli er þetta, v.borgarfulltrú VG talar gegn því að skólabörn fái að kynnast kærleika Jesú og boðskap jólanna í krikju, það er ekki boðlegt.

Óðinn Þórisson, 12.12.2014 kl. 20:08

9 identicon

Ákurat það sem þú ert að lýsa í síðasta innleggi þínu Óðin er trúboð.

Þau börn sem eru í kristnum fjölskyldum munu fá þessa reynslu hvort eð er og það er ekki í verkahring skólakerfisins að koma þeim sem ekki eru í kristnum fjölskyldum í tengingu við trúnna.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 21:09

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Það er engin að sækja að kristinni trú heldur er aðeins verið að spyrna við fótm gegn trúboði í skólum í samræni við lög og ákvæði mannréttindasáttmála sem Íaland er aðili að. 

Borgarfulltrúi VG er ekki að tala gegn því að börn fái að kynast Kærleika Jesú og boðskap jólanna heldur eðains að ekki sé verið að troða krístnu trúboði upp á skólabörn í trássi við lög og mannréttindasáttmála. Kikjurnar eru opnar börnunum alla sunnudaga vilji þau fara í hana. Hún er ekki að mæla gegn fræðslu um kristni í skólum heldur aðeins trúboði sem ekki er hægt að réttlæta að fari fram í skólum.

SVo skulum við heldur ekki gleyna því að kærleikur er boðaður í öllum trúarbrögðum og í flestm lífsskoðunarfélögum sem eru utan trúarbragða og kristni sker sig ekki á nokkurn hátt úr hvað það varðarþ

Með því að krefjast þess að öll skolabörn eigi að fara í kikju nema foreldrar þeirra hafni því sérstaklega er ekkiv verið að verja nein kristin gildi heldur að reyna að troða þeim upp á sem flesta. Það er engun greiði gerður með slíku.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2014 kl. 21:16

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - ég sé það ekki svoleiðis og hafna því algjörlega að um sé að ræða trúboð.

Þegar kennarar fóru í verkfall síðast sungu þeir hvaða söng ?

Óðinn Þórisson, 12.12.2014 kl. 21:38

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - ég er ekki öfga kristinn og mér finnst að það sé verið að sækja að kristinn trú og kirkjunni.
Rétt að leiðrétta þig, hún er vara. borgarfulltrúi VG sem fékk 8 % þannig að hún náði ekki einu sinni kjöri og völd hennar eru út úr öllu korti.
Það hefur verið gæfa okkar íslendinga að hafa kristna trú og kirkjuna, umhyggjuna og umburðarlindið sem hún boðar.
Það er enginn greiði gerður íslenskum börnum að halda boðskapi jólanna frá þeim, það er a.m.k mín skoðun.

Óðinn Þórisson, 12.12.2014 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 334
  • Frá upphafi: 871946

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband