Áfengi í verslanir verði forgangsmál Sjálfstæðisflokksins

Þó svo að Samfylkingin hafi snúist í 180 g í þessu máli eins og með olíuleit á drekasvæðinu þá ætti andstaða flokksins við áfengi í verslanir ekki að hafa áhrif á niðustöðuna á alþingi.

Sjálfstæðisflokkurinn ætti klárlega að krefjast þess við Framsókn að þetta mál a.m.k fari til atkvæðagreiðslu og ef þeir styðja ekki málið þá er það bara svoleiðs en það myndi vissulega veikja ríkisstjórnina.

Því miður er það svo að við erum með tvo forræðishyggjuflokka á alþingi Samfó og VG og ég trúi þvi ekki að Framsókn vilji bætast í þann vafasama félagsskap.


mbl.is Vínfrumvarpið „ekki sofnað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að topparnir í flokkunum fatta að fyrirsögnin "xD og xB einfalda aðgengi að vímuefnum" gæti verið leiðinleg fyrir næstu kosningar.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 22:49

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - að leyfa íslendingum að kaupa áfengi í almennum verslunum eins og í mörgum löndum flokkast í raun bara undir að sitja við sama borð.

Óðinn Þórisson, 20.6.2015 kl. 23:43

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Háleitt markmið Óðinn, verður eflaust toppurinn á "afrekaskrá" Sjálfstæðisflokksins, að hægt verði að sækja sér brennivín og mjólk í sömu hilluna. Þjóðinn verður mun frjálsari eftir þá breytingu.

"Sitja við sama borð"? Nú þykir mér stungin tólgin! Óðinn hefur ekki öllu verið tjaldað til á þessu bloggi gegn því að Íslendingar sætu við sama borð og t.d. Evrópubúar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2015 kl. 10:48

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - ég lít á það sem sjálfsagðan hlut að geta keypt mér rauðvín á sama stað og ég kaupi lambalærið.
Samfylkinign sem er mjög evrópusinnaður var með þessu máli á síðasta kjörtímabili, hversvegna telur þú að þeir hafi farið í 180 g beygju í málinu ?

Óðinn Þórisson, 21.6.2015 kl. 12:19

5 identicon

Og afhverju má ég ekki kaupa mér kódínið, morfínið, hassið og spídið á sama stað og rauðvínið þá Óðinn?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 13:11

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - ef þetta sjálfsagða mál verður samþykkt þá skulum við skoða og ræða það sem þú ert að tala um.

Óðinn Þórisson, 21.6.2015 kl. 13:24

7 identicon

Þetta er ekki sjálfsagt mál, enda skiptar skoðanir um það innan flestra flokka.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 13:59

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - væntalega yrði mun meiri ágreyningur og ólíkar skoðanir um þú getir keypt þitt hass í Hagkaup.

Óðinn Þórisson, 21.6.2015 kl. 14:03

9 identicon

Ég er hræddur um að þótt ég er hlynntur lögleiðingu þá er ég ekki notandi neins vímuefnis nema áfengis. 

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 15:23

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - ég held að þetta frumvarp yrði til góðs og þá yrði auðveldara að taka umræðuna um að leyfa hass o.sfrv.
Það hafa engin gild rök komið fram sem segja að það yrði slæmt að selja áfengi í almennum verslunum auk þess sparnaðar sem yrði fyrir ríkið með því að loka vínbúðunum.

Óðinn Þórisson, 21.6.2015 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 58
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 389
  • Frá upphafi: 871896

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 274
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband