Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segi NEI við nýjum búvörusamning

Ef frá er skilinn lítill hópur þá virðist vera almenn óánægja með nýja búvörusaminginn.

Gunnar Bragi hefur sagt að það komi ekki til greyna að breyta honum.

Ég skora hér með á þingmenn Sjálfstæðisflokksins að segja NEI við nýja búrvörusamningi Framsóknar.


mbl.is Ungir bændur ósáttir með samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, hvað ef þingfólk sjálfstæðisflokksins gerir það ekki? Það verður að mínu viti enn einn naglinn í líkkistu flokksins, það er næsta víst. 

Jónas Ómar Snorrason, 9.7.2016 kl. 09:40

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - þessi nýji búvörusamningur er ekki til hagsbóta fyrir neytendur, ég veit að a.m.k 2 þingmenn Sjálfsæðisflokksins ætla ekki að samþykkja þennan nýja búvörusamnning Framsóknar.

Óðinn Þórisson, 9.7.2016 kl. 11:06

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er þeirrar skoðunnar að breyta þurfi styrkjakerfi til landbúnaðar. Það verður ekki gert með neinum öfgum. Þar liggur lifibrauð þúsunda undir. Sjálfstæismenn eru ekki líklegir til að hafna honum, því þetta styrkjakerfi er hannað til hagsbóta fyrir verslunina, en ekki bændur né neytendur.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.7.2016 kl. 11:16

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Steinar - "Núverandi landbúnaðarkerfi vinnur ekki með bændum. Styrkirnir enda í raun hjá kerfinu sjálfu, kerfi sem hefur þann tilgang einan að viðhalda sjálfu sér og skaffa talsmönnum sínum störf."
Thomas Möller 

Ég hef alltaf verið talsmaður þess að fara rólega í allar breytingar enda mikill íhaldsmaður en þessi samnigur er best geymdur í ruslakörfunni.

Óðinn Þórisson, 9.7.2016 kl. 11:48

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Óðinn

Ég tek undir með þér. Búvörusamningar eiga að vera til þess fallnir að styrkja landbúnaðinn í landinu að standa vörð um matvæla öryggi og jafnframt að vera neytendum til góða. Ég er Guði þakklátur fyrir allt það góða fólk sem leggur það á sig að stunda landbúnaðarstörf, en það er ekki of sælt af þeim kjörum sem þeim er boðið uppá, það má og ætti að bæta.

Ef stjórnvöld standa ekki vörð um landbúnaðinn gæti svo farið að hungur mun sverfa að íslenskri þjóð þegar matvæla skortur mun steðja að heimsbyggðinni, en verulegur uppskerubrestur víða um heim er fyrirsjáanlegur á næstu misserum vegna ýmist flóða eða þurrka.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.7.2016 kl. 14:15

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas Ibsen - eins og staðan er í dag virðist vera að stjórnvöld séu ekki að standa vörð um neytendur eða bændur aðeins lítinn hóp sem vill að kerfið sé óbreytt.


Matvælaöryggi skiptir ísland sem er eyja mjög miklu máli og þessvegna verða stjórnvöld að standa vörð um hagsmuni bænda að þeir fái sitt og neytendur fái sínar vörur á sanngjörnu verði.

Óðinn Þórisson, 9.7.2016 kl. 14:47

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála. Þessi nýji búvörusamningur er algjör vitleysa. Og í raun lögleysa þar sem ekki er hægt að afnema kvóta sem menn hafa keypt nema borga til baka. Að mínu viti er hægt að gera það á einhverjum árafjölda með því að styrkir til landbúnaðarins minnki ár frá ári ( afsrifist) og kvótaeignin afskrifist á sama tíma.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.7.2016 kl. 15:37

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég er sammála þér Óðinn, við núverandi aðstæður verður að stokka upp þetta kerfi allt saman. Ekki til að brjóta niður þessa atvinnugrein heldur til að skoða hvernig hún á að dafna til næstu ára. Það hlýtur að vera krafa neytenda og skattgreiðenda

Kristbjörn Árnason, 9.7.2016 kl. 17:11

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - kúvending er aldrei góð en það er alveg ljóst að ríkisstyrktur landbúnaður er ekki framtíðin.

Óðinn Þórisson, 9.7.2016 kl. 21:19

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristbjörn - landbúnaðar vörur á íslandi eru fyrsta flokks en svo það það megi verða til lengri tíma verður að gera nýliðum í greininni séns en ekki vinna gegn því fólki.

Óðinn Þórisson, 9.7.2016 kl. 21:21

11 Smámynd: Kristinn Geir Briem

mér vitanlega sagði GUNNAR bragi að búverusamningi verður ekki breitt án umræðu við bændur það er nokkur munur á. það er varla óbrett kerfi ef mjólkurhvótin hefur verið afnumin, þó það taki 10.ár. beitt ekki betur en fjármálaráðuneytið hafi tekið þátt í viðræðunum. veit ekki betur en mesta bullið hafi komið þaðan # endurbætur á gæðastýríngunni # enda höfundur hennar tengdafaðir bjarna sem þó hefur staðið sig þokkalega í markaðstýríngu á landbúnaðarvörum héðan til bandaríkjunum eflaust feingið ríkistyrk til þess. hvaða stóriðnaður hefur ekki feingð ríkistyrk í einum eða öðrum hætti til að auka fjölbreitni í atvinnulífi landsins. eru ríkistyrkir misgóðir..?..

Kristinn Geir Briem, 10.7.2016 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 309
  • Frá upphafi: 871792

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 224
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband