Framsóknardrottningin vill slíta alþingi á mánudag

"Þetta segi ég til að hlífa landsmönnum við bulli, vitleysu og fyrru sem verður annars næstu vikurnar"

Sammála heiðurskonunni Vigdísi Hauksdóttur enda held ég að vinstri - flokkarnir verði erfiðir og leiðinlegir á næstu vikum, Oddný , Svandís , Birgitta er þetta það fólk sem þjóðin vill í næstu ríkisstjórn ?


mbl.is „Þessari störukeppni verður að ljúka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Heiðurskonur og prinsessur og líka til heiðursmaður..ekki satt?

Til hvers ertu að titla þingmönnum þessi orð?

Friðrik Friðriksson, 13.8.2016 kl. 22:22

2 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Þú verður nú að fara að átta þig á því Óðinn minn að það er ekki sjálfstæðisflokknum að þakka að það er ekkert atvinnuleysi á Íslandi í dag. En að staða mála skuli vera svona skelfileg þrátt fyrir alla atvinnuna, það getur þú þakkað þeim.

Steindór Sigurðsson, 13.8.2016 kl. 22:43

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - hef aldrei notað þessi orð um þingmenn vinstri - flokkana.

Óðinn Þórisson, 13.8.2016 kl. 22:59

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steindór - að lækka skatta á fólk og fyrirtæki eykur ráðstöfunartekjur fólks og kemur með hvata inn í atvinnulífið.

Óðinn Þórisson, 13.8.2016 kl. 23:01

5 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Já það er rétt hjá þér Óðinn en þetta er ekkert nema blaðrið og vindgangurinn eins og venjulega og kjörtímabilið að alveg að verða búið.

Og ef þú ert að tala um lækkun á fataskatti, þá því miður hafa skoðanir sýnt að sú skattalækkun situr eftir hjá heildsölum eða smásölum og ekkert skilar sér til almennings. þetta er dæmigert fyrir vinnubrögð þessara snillinga.

Steindór Sigurðsson, 14.8.2016 kl. 00:25

6 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Af hverju ertu þá nota þessi orð yfir þingmenn á Íslandi?

Friðrik Friðriksson, 14.8.2016 kl. 01:29

7 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Ert svo mikil áróðusmaskína.

Lækkka skatta á fólk og fyrirtæki eykur ráðstöfunartekjur fólks og kemur með hvata inn í atvinnulífið..svona heyrir maður frá þér alla tíð..sama gubbið frá þér.

Þetta er sama prumpðið frá þér...hjá þér VAR Aldrei bankahrun....þú póstar allaf þetta sama...sem enginn hlustar á lengur.

eins og með hverjir kusu gegn Geir...samt ertu alltaf að hanga á þessu.

Friðrik Friðriksson, 14.8.2016 kl. 01:40

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er góð vísa nokkurn tíma of oft kveðin?

Hvað með prumpu-lýsingu þína Friðrik,,?? Rétt eins og maður þekkir hjá 9-12 ára guttum í keppnisferðalögum,sem geta vart hamið sig fyrir spennu,en fullorðnir verða að sussa á,svo komist í ró.

Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2016 kl. 03:08

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er fallega sagt af henni, eiginlega eins og hennar er von og vísa. 

Jónas Ómar Snorrason, 14.8.2016 kl. 04:07

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú ert fljótur að gleyma. Mannst auðsjáanlega ekkert eftir síðasta kjörtímabili sem einkenndist nú af málþófi og almennum leiðindum síðustu árin.

Þú ert svo gleymin að fyrri færslu kennir þú Ólinu Þorvarðardóttir um Landsdóms málið en ef þú kynnir þér málið þá voru það! Siguðru Ingi, Egló Harðardóttir Birgitta og Lilja Rafney sem lögðu þetta mál til.

Tillaga til þingsályktunar



um málshöfðun gegn ráðherrum.

Flm.: Atli Gísla­son, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, Sig­urður Ingi Jóhanns­son,
Eygló Harðardótt­ir, Birgitta Jóns­dótt­ir.


    Alþingi ályktar skv. 14. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, sbr. 13. gr. laga um landsdóm, nr. 3/1963, að höfða beri sakamál fyrir landsdómi gegn eftirtöldum ráðherrum í öðru ráðuneyti Geirs H. Haarde vegna refsiverðrar háttsemi þeirra í embættisfærslu sinni á árinu 2008:
    a.     Fyrrverandi forsætisráðherra og oddvita Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Geir Hilmari Haarde, kt. 080451–4749, til heimilis að Granaskjóli 20, Reykjavík.
    b.     Fyrrverandi utanríkisráðherra og oddvita Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, kt. 311254–4809, til heimilis að Nesvegi 76, Reykjavík.
    c.     Fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Matthíasi Mathiesen, kt. 021058–4409, til heimilis að Lindarbergi 18, Hafnarfirði.
    d.     Fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin Guðna Sigurðssyni, kt. 301070–4629, til heimilis að Grænuvöllum 5, Selfossi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.8.2016 kl. 12:09

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steindór - endurreisnin eftur Jóhönnustjórnina var stóra verkefni þessarar ríkisstjórnar, hefur skilað hallalausum fjörlögum 3 ár í röð.

Afnmám vörugjalda sem SI studdu.


Ég persónulega vill borga lága skatta og hafa meiri ráðstöfunartekjur ef þú vilt gefa ríkinu megin hluta launa þinna og trúir því að ríkið eigi að allt í öllu þá er það þin skoðun.

Óðinn Þórisson, 14.8.2016 kl. 13:29

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - þetta eru nú bara lýsingarorð sem mér finnst passa vel við bæði með LA og VH.

Hér varð bankahrun, bankarnir voru á ábyrð eigenda og stjórnenda þeirra.

Það er erfitt að klína alþjóða fjármálahruninu á Sjálfstæðisflokkinn.

Það er ekkert að því að minna fólk regulega á landsdómsþingmenn Samfylkingarinnar.

Óðinn Þórisson, 14.8.2016 kl. 13:34

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - Friðrik er góður strákur en því miður er hann bara í skelfilegum stjórnmálaflokki eins og Magnús Helgi.

Óðinn Þórisson, 14.8.2016 kl. 13:35

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - þið vinstri - menn reynið alltaf að afvegaleiða umræðuna og það er ekki gott.

Þessir þingmenn voru allir stjórnaranstöðuþingmenn á þessum tíma.

Sigurður Ingi hefur beðið heiðursmanninn Geir H. Haarde afsökunar á sinni aðkomu að Landsdómsmálinu.

Sigríður Ingibjörg, Skúli Helgason, Ólína Þorv. og Helgi Hjörvar voru í stjórnmálaflokki sem sat með Sjálfstæðisflokknum þegar bankahrunið var 2008.

Ekkert af þessu fólki hefur beðið heiðursmanninn Geir H. Haarde afsökunar á gjörðum sínum.

Óðinn Þórisson, 14.8.2016 kl. 13:40

15 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Óðinn fyrst vil ég taka það skýrt fram að ég sé engan góðan kost í stöðunni. En svikin loforð um skattalækkanir skila engu í budduna hjá mér og sennilega ekki þér heldur.

En varðandi bankahrunið. Þá voru það sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur sem einkavæddu bankana. Það er bara staðreynd. Svo þegar hrunið skall á nokkrum árum seinna þá féll Bandaríkjadollar um 25% gagnvart Tælenska "Bathinu" en Íslenska krónan féll um 150% gagnvart sama gjaldmiðli. Mismunurinn er bara heimatilbúið rugl sjálfstæðis og framsóknarflokks. Þetta er líka staðreynd. Ég get nefnt margar fleiri staðreyndir og jafnvel skrifað heila bók um staðreyndir í stjónmálarugli síðustu áratuga. En læt þetta gott heita í bili.

Steindór Sigurðsson, 14.8.2016 kl. 14:13

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steindór - anarkistarnir vilja reyna að koma því inn hjá fólki að það sé ekki lengur til neitt sem heitir vinstri - og hægri í pólitík.

Skattalækkanir hafa haft áhrif á velferð fólks í landinu, skoðaðu kjarasamningna við ríkisstarsemenn , miklar hækkanir, þetta var ekki hægt í stjórnartíð vinstri - stjórnarinnar þar sem fólk hafði í fullu fangi að lifa af allar skattahækkanir hennar sem dró úr öllum hvötum í þjóðfélaginu.

Óðinn Þórisson, 14.8.2016 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 871187

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 584
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband