Var farið illa með Sigmund Davíð og ef skoðanakúgun af hendi hverra ?

Ég held að flestir geti samþykkt það að þeð hefur verið farið illa með Sigmund Davíð en vissulega ber hann heilmikla ábyrð sjálfur.

Nú hefur það komið fram hjá formanni Framsóknarfélags Reykjavíkur að formannskonisngin var ekki í lagi og þá ef það hefur verið skoðanakúgun innan í flokknum voru það Eygló sem sem studdi ekki fjármálastefnu 2017-2021 og fjármálaáætlun sömu ár og Sigurður Ingi Rúvari sem stóðu bak við það ?


mbl.is Skoðanakúgun í flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Skoðanakúgun er eitthvað orð sem ég skil ekki. Ef aðrir hafa ekki sömu skoðun og maður sjálfur þá verður bara að hafa það. Maður leitar uppi skoðanabræður. Ef flokkurinn er klofinn málefnalega þá er ekkert annað í stöðunni en mynda tvo flokka. Útstrikanir í flokkum eru nauðsynlegar. Þá er möguleiki fyrir kjósendur að að gefa til kynna hvaða fólk það vill ekki að njóti atkvæðis síns. Þess vegna á að hvetja til þeirra.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.11.2016 kl. 09:51

2 Smámynd: rhansen

það er i raun vægt til orða tekið að hafi verið farið illa með SDG ,Ekki bara hann heldur fjsk hans alla  og markað djúp spor i lifi margra i kringum hann . skoðanakúgun i marga mánuði  áróður og illmælgi og klofningut sem kanski hefur myndast á óheiðarlegheitum gagnvart honum ! ..OG  ekki veit eg ágæti ÓÐINN  hvernig þú færð út að þetta hafi verið SDG sjálfum að kenna ,nema það að vera of heiðarlegur og reyna útskyra málin i lengstu lög ,sem margir hefðu bara sleppt að ansa smb BB sem aldrei hefur gefið fólk tækifæri til að ræða eitthverjar uppálognar sögur  við sig um sjálfann sig ,sem er það eins retta að sjálfsögðu ! En Aðförin að SDG er öllum til skammar !!

rhansen, 5.11.2016 kl. 10:49

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - skoðanakúgun á bara vera til í löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við.

Ég held að flokkurinn sé ekki klofinn málefnalega séð heldur virðist enn vera átök milli SIJ og SDG.

Óðinn Þórisson, 5.11.2016 kl. 11:53

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - eins og kemur fram hjá mér þá hafa ákveðnir fjölmiðlar farið mjög illa með SDG og hans fjölskyldu en hann verður líka að axla ábyrð.

Ábyrgð m.a framkoma hans þegar ljóst var að SIJ hafði unnið, það að labba beint út var ekki boðlegt og standa í raun ekki með flokknum á landsvísu fyrir alþingskosningar og gefa svo í skyn um nóttina að hann herði verið með leið til ná flokknum í 19 % , hversvegna lét hann ekki sína flokksmenn vita hver sú leið hefði verið.

Óðinn Þórisson, 5.11.2016 kl. 11:57

5 Smámynd: rhansen

Óðinn ætlaði ekki að svara ..en fólk sem var á flokksþingunu  sem eg þekki segist ekki kannast við að hann hafi labbað út ?  En undraðist hinsvegar að nykjörinn formaður hefði ekki kallað hann á svið til að þakka honum vel unnin störf  og leyfa fólki að þakka honum með lofaklappi ........ EN SVO ER BARA REIÐI I FLOKKNUM ÚTAF KOSNINGUNUM OG EINS HER FYRIR NORÐAN eftir að vitað er að fólk var beðið að strika hann út ..eða skipað ???,,,,,,,,,,,,,, og ætli hafi ekki kanski verið strikað út  hvað hann hafði gert ráð fyrir fyrir kosningar ???? 

rhansen, 5.11.2016 kl. 12:59

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Oðinn. Þú berð ekki saman " Skoðanakúgun" í öðrum löndum ,þar sem orðið þýðir væntanlega að aðeins ein skoðun er leyfð, og þetta. Sigmundur er bara einfaldlega góðu vanur sem þýðir að allir verða að hafa sömu skoðun og hann. Þetta er bara bölvaður væll í drengnum. En mig grunar reyndar að málið sé ekki málefnaágreiningur heldur ágreiningur um meðal flokksmanna hvort leyfa eigi spillingu í flokknum eða ekki.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.11.2016 kl. 13:20

7 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ef það hefur verið farið illa með SDG, þá bara skapaði hann það sér sjálfur. Um leið og það kom í ljós að SDG náði ekki endurkjöri sem formaður, þá gengu þau hjónin út, sem ég tel vera argastan dónaskap, og þó að SIJ hefði viljað kalla hann upp, þá bara var maðurinn ekki á staðnum. Svo borgum við þessum manni laun, og hann hefur ekki séðst í vinnu í margar vikur. Þessi maður á að snúa sér að einhverju öðru en þingstörfum.

Hjörtur Herbertsson, 5.11.2016 kl. 13:45

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jósef Smári, SDG hefur aldrei fullyrt í fjölmiðlum að um skoðanakúgun sé að ræða innan Framsóknarflokks. Sú fullyrðing kom frá formanni kvennadeildar flokksins. Og vissulega er skoðanakúgun innan Framsóknar. Allir þeir flokksmenn sem bera blak af SDG og hans málflutningi, eru þaggaðir niður af hálfu þeirra sem með völdin fara í flokknum. Það má svo sem kalla slíkt framferði hvaða nafni sem er, en skoðanakúgun lýsir þó best verknaðnum.

Hvort stofnaður verður nýr flokkur vegna þessarar deilu innan Framsóknar,á auðvitað eftir að koma í ljós. Fyrst verður þó væntanlega reynt til þrautar að sameina flokkinn aftur og grundvöllur þess er auðvitað að allar skoðanir megi heyrast innan flokksins, hvort sem flokkseigandafélaginu líkar betur eða verr. Meðan flokkseigendur halda þannig grasrótinni frá flokknum getur hann einungis farið á einn veg. Fari svo, mun að sjálfsögðu verða stofnaður nýr flokkur, þar sem flokkseigendaklíka Framsóknar fær ekki aðkomu nema sem óbreyttir kjósendur, velji þeir svo.

Gunnar Heiðarsson, 5.11.2016 kl. 14:09

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Biðst forláts á þessu Gunnar, en yfirleitt hefur það verið Sigmundur sjálfur sem hefur talað um vonda meðferð. En ef að menn eru í stjórnmálum verða þeir að sætta sig við að tekist sé á og Sigmundur hefur bara virkað út á við sem vælukjói. Það má enginn bjóða sig fram gegn honum og fólk má ekki nota sjálfsagðan rétt sinn til útstrikana. Og það er allt einhverjum öðrum að kenna , ekki honum. Hann á ekkert að vera að þvælast í stjórnmálum heldur fá sér vinnu á vernduðum vinnustað.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.11.2016 kl. 15:49

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - ég er mjög langt frá því að vera einhver pólitískur andstæðingur SDG, hef frekar gegnum tíðina talað jákvætt um hann og varið hann.

Það sem ég er að visa í er að hann samkv. því sem kokm fram í fjölmiðlum var að hann hafi labbað beint út, ég var ekki á flokksþingi x-b og það sem þú ert hér að segja er í raun alveg nýtt fyrir mér að fólk hafi upplifað að SIJ hafi ekki kallað í hann, ef svo er þá er það mjög sorlegt af hálfu SDG en ég get ekkert sagt um þetta þar sem ég var ekki á staðnum eins og ég segi og verð bara að taka mark á því sem hefur komið fram í fjölmiðlum og vissulega verð ég líka að taka mark á því sem þú segir um hvernig fólk hafi upplifað þarna í salnum.

Póltíkar árásir innan flokka milli flokksmanna er ekkert nytt , skoðaðu Samfylkinguna, flokkurinn er í tætlum eftir innanflokksátök.

Óðinn Þórisson, 5.11.2016 kl. 18:08

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það eru mikil innafnfokksátök í Framsókn , það sjá allir, spurningin er hvenig og hvort SDG og SIG vilja leysa það mál.

Óðinn Þórisson, 5.11.2016 kl. 18:09

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - til þessa hafa flestir ályktað og það er það sem kom fram í fjölmiðlum með myndum frá flokksþinginu að SDG hafi labbað beint út en eins og rhansen bendir á þá telur hún að einhverjir flokksmenn sem voru á þinginu hafi upplifað eitthvað allt annað.

Óðinn Þórisson, 5.11.2016 kl. 18:12

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gunnar - það sem gerðist fyrir formannskosningu var að þungavigtarfólk eins og Eygló setti sig í lið gegn SDG og Gunnar Bragi sem tók afstöðu með SDG og við það m.a myndaðist skýr flokksklofningur sem er enn til staðar í dag.

Við munum sjá það fjótlega þegar þing kemur saman hvort SDG og SIJ hafi náð að slíðra sverðin, SDG hefur sagt það að SIJ hafi svikið hann með því að bjóða sig fram til formanns, SIJ átti ekki ef hann gaf slíkt loforð að gefa það nema hann ætlaði að standa við það sama hvað gengi á.

Óðinn Þórisson, 5.11.2016 kl. 18:18

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er verulega orðum aukið Óðinn, að það hafi verið farið illa með SDG. Mörg hans orð og athfnir hafa verið gríðrlega vafasamar, svo ekki sé talað um hegðun hans. Fólk að baki framsókn er held ég ekki það vitlust, að hafa farið í það að tefla honum fram í kostningabaráttuni. Ef svo hefði orðið, þá er næsta víst að flokkurinn hefði fengið mun verri útreið. SDG var sjálfum sér verstur, og hefur sennilega ekkert lært!

Jónas Ómar Snorrason, 5.11.2016 kl. 18:39

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það er a.m.k mín skoðun og margra annarra að Rúv - aðförun hafi ekki verið falleg en rétt að hafa það í huga að hann hefði mátt gera margt öðruvísi og betur.

Það er erfitt að svara því hvað hefði gerst ef SDG hefði verið áfram formaður flokksins, það er eitthvað ef og hefði, meirihluti landsfundarfulltúra valdi SIJ til að leiða flokkinn.

SIJ er meiri sáttasemjari en SDG er meiri átakastjórnmálamaður sem er stunum mjög gott þegar á að eiga við vinstra - liðið.

Óðinn Þórisson, 5.11.2016 kl. 19:31

16 Smámynd: rhansen

ja vona að þið hafið lesið i dag það sem formaður framsóknarkvenna segir ? ...svik koma upp um siðir oftast ,,eg get ekki sagt fl af þvi sem eg veit en finnst hræðilegt hvernig fólk skáldar sögur og dæmir af vankunnáttu !! ...kemur i ljos hvað verður ,,,SDG er rett að byrja sinn feril enda sa hæfasti sem við eigum og BB get eg gefið gott otð lika og vona hann afhendi ekki vinsti mönnum eða frekjufrænda Rikisstjornarstólana !

rhansen, 5.11.2016 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 322
  • Frá upphafi: 871817

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 235
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband