B-757 á Reykjarvíkurflugvelli

b-757Flugvöllurinn á að vera áfram í Vatnsmýrinn og ég fullyrði að það sé mikill meirihluti þjóðarinnar sem styður það.

Að flytja flugvölinn er EKKI ákvörðun íbúa 101.


mbl.is Flugvöllurinn of frekur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Sammála þér Óðinn. En það er einkennilegt með flokksfélaga þína þau Gísla og Hildi, að þau setja út á það,að felld séu nokkur tré þarna í Öskjuhlíðin,svo skapist meira öryggi fyrir aðflugið.En það er allt í lagi að fella tré á lóðum fólks,sem það hafði ræktað fyrir tugum ára,vegna þess að þau skyggja á sólina hjá nágrannanum.Ja sér er nú hver vitleysan.

Hjörtur Herbertsson, 14.4.2013 kl. 15:16

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Borgin á ekki að þurfa að víkja fyrir flugvellinum heldur öfugt. Ef hæð þessara trjáa er orðið of hátt fyrir aðflugið geta þeir bara lengt flugbrautina út í Skerjafjörð með Suðurgötu í stokk og stytt hana í hinn endan og fært hann þannig lengra frá Öskjuhlíðinni. Borgarbúar eiga ekki að þurfa að þola það að fá ljóstkastara sem þeir sætta sig ekki við inn í borgina vagna fulgvallarins. Það þarf þá bara að færa flugvöllin lengra frá miðbænum. Vilji flugmálayfirvöld hafa flugvöllin áfram í Vatnsmýrinni verða þau einfaldlega að hanna hann þannig að ekki komi til óþæginda fyrir íbúa í nágrenni flugvallarins. Það sama á við um auknar öryggiskröfur. Ef það veldur óþægindum fyrir borgarbúa að setja þær upp miðað við óbreytta staðsetningu þá þarf bara að leysa það með öðrum hætti.

Sigurður M Grétarsson, 14.4.2013 kl. 15:22

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - afstaða Gísla er í andstöðu við mikinn meiri hluta Sjálfstæðismanna - hann verður að víkja ef flokkuirnn á að ná árangri vor 2014.

Flugvöllurinn er hluti af öryggi allra landsmanna, hér er stjórnsýslan og LSH.

Ef nokkur tré verði að fella til að flugiið verði áfram þá veðrur það bara að vera svoleiðis.

Óðinn Þórisson, 14.4.2013 kl. 16:04

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - þetta er ekki spurning um hvort borgin eigi að víkja fyrir flugvellinum eða öfugt. Flugvöllurinn hefður verið þarna og hann á að vera þarna áfram - hann er hluti af borginni.

"Það þarf þá bara að færa flugvöllin lengra frá miðbænum"

Flugvöllur á Hólmsheiði mun samkvæmt nýrri skýrslu hafa lakara nýtingarhlutfall en völlur í Vatnsmýri. Það þýðir að að sjaldnar verður hægt að lenda sjúkraflugvélum á vellinum

Síðasta opinbera áætlun um kostnað við flugvöll á Hólmsheiði, á föstu verðlagi 2013, er 17,2 milljarðar króna. Flugvöllurinn í Vatnsmýri kostar í samanburði 0 kr því hann er þegar til staðar

Óðinn Þórisson, 14.4.2013 kl. 16:10

5 Smámynd: Anna Ingólfsdóttir

Hjörtur, það er ekki rétt að það kosti 0 kr. að hafa flugvöllinn þar sem hann er. Landið undir honum er dýrmætt eins og sést á verðmatinu á lóðinni við tollhúsið sem er hvergi nærri eins góð byggingalóð og Vatnsmýrin verður vegna veðursældar og nágrenni við fjölmennustu vinnstaði borgarinnar: HÍ, HR og LSH. Söluverð lóðanna stendur margfalt undir kostnaðinum við flutninginn. Vissir þú annars a smkv úttektinni sem KPMG gerði á vegum nokkurrua sveitarfélaga á landsbyggðinni þá eiga færri en 90 manns erindi í miðborgin (Reykjavík og Seltjarnarnes vestan Kringlumýrarbrautar) að meðaltali á dag. Finnst þér það sanngjarnt að svona fámennur hópur fái að ráðskast með skipulga brgarinnar svona gróflega? Og varðandi Sjálfstæðisflokkinn, stefnu hans og Gísla Martein, þá finnst mér þú nú gera frekar lítið úr kjósendum hanns. Á fólk að hætta hugsa sjálft ef þeð kýs flokkinn? Þessi hugsunarháttur minnir einna helst á ástandið í Austur Evróðu á kaldastríðsárunum.

Anna Ingólfsdóttir, 14.4.2013 kl. 16:27

6 Smámynd: Anna Ingólfsdóttir

Hér er annars ágætis úttekt á notkun innanlandsflugsisn:

Um 1000 manns nota innanlandsflugið á dag að meðaltali. Þar af koma 70% eða 700 af landsbyggðinni og þá eru bæði komu- og brottfararfarþegar taldir.

Samkvæmt heimildum eiga 57% þessara farþega erindi vestan Reykjanesbrautar eða m.ö.o. á staði þar sem það gæti mögulega skipt máli hvar flugvöllurinn er nákvæmlega staðsettur. Ef við reiknum út þennan fjölda þá eru þetta tæplega 400 manns á dag, og ég endurtek, þegar bæði komu- og brottfarafarþegar eru taldir.

Ef við teljum bara þá sem eiga erindi vestan Kringlumýrarbrautar, sem verður að teljast eðlilegra, þá erum við að tala um 182 manns! Sem sagt í mesta lagi um 90 manns, að meðaltali, leggur af stað á dag með innanlandsfluginu með það fyrir augum að sinna erindum sínum í miðborginn "þar sem allar helstu stjórnsýslu- og þjónustustofnanir landsins eru" eins og menn endurtaka sí og æ.

Vegna þessa fámenna hóps á að stöðva eðlilega þróun byggðar í Reykjavík og gera höfuðborgina minna skilvirka til mikils tjóns fyrir alla, líka þá sem koma frá landsbyggðinni og eru miklu fleiri en bara þeir sem nota innanlandsflugið! Er þetta nú ekki ansi langt gengið í að fórna hagsmunum margra fyrir hagsmuni fárra? Hvar eru þingmenn reykvíkinga eiginlega að hugsa þegar kjördæmapotarar landsbyggðarinnar fara á kreik og vilja öllu ráða um þessi mál?

Allar tölur í þessum útreikningum eru teknar úr KPMG skýrslunni sem nokkur sveitarfélög lét gera fyrir stuttu.

Anna Ingólfsdóttir, 14.4.2013 kl. 16:33

7 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Anna, hvar minntist ég á að það kostaði 0 kr.að hafa flugvöllinn þar sem hann er? Lestu bloggin áður en þú ferð að tjá þig.

Hjörtur Herbertsson, 14.4.2013 kl. 16:39

8 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Er ekki einfaldast að færa 101 R og háskólasamfélagið sem er orðið ansi plássfrekt í kríngum flugvöllinn uppá Hólmsheiði enda upplagt að nota fyrirhugaða lúxus fangelsisbyggingu undir stútentagarða eða einhverja garða :D Og þá getum við haft flugvöllinn okkar í friði þar sem hann er.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.4.2013 kl. 17:32

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna - Flugið hefur verið í Vatnsmýri í 94 ár og var því þekkt þegar allir núlifandi íbúar keyptu húsnæði umhverfis völlinn

Fyrirtæki á landsbyggðinni treysta á innanlandsflug þegar kemur að því að fá varahluti í tæki sem ferðaþjónusta, iðnaður og annar atvinnurekstur byggir á. Margir þurfa varahluti samdægurs og tryggir flugið afhendingu innan nokkura klukkustunda

Varðandi Gísla Martein þá hefur hann fullan rétt á að hafa sína skoðun - ég er honum einfaldlega ósammála - hans afstaða endurspeglar ekki almenna afstöðu Sjáflstæðismanna á Reykjavíkurflugvelli.

Hef alltaf talið hann eiga frekar heima í SF.

Óðinn Þórisson, 14.4.2013 kl. 19:49

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Ég var einfaldlega að tala um það að ef flugvöllurinn þarf orðið meira öryggissvæði og ljóstkastara þá er eðlilegar að hann sé færður til þannig að öryggissvæðið og ljóskastarar séu utan þess svæðis þar sem þeir trufla íbúa borgarinna. Það merkir ekki endilega að hann fari upp á Hólmsheiði. Eins og ég sagð þá er hægt að færa austur-vestur brautina lengra í vestur og þá eru trén í Öskjuhlíðinni ekki lengur vandamál og þá er hægt að byggja meira í kringum HR.

Einnig er hægt að fara þá leið sem Ómar Rarnarsson hefur bent á að vera með norður-suður braut sem fer talsvert út í Skerjafjörð að sunnanverðu þannig að norður endinn geti verið mun sunnar en nú er og þá er hægt að byggja talsvert í kringum Hlíðarenda og sunnan við BSÍ.

 Eins og Anna hefur bent á eru miklu meiri hagsmunir fólgnir í því að byggðin í Reykjavík geti þróast með eðlilegum hætti í kringum miðborgina heldur en að flugvöllurinn sé nákvæmlega þar sem hann er. Ef hægt væri að hliðra honum lengra í suður og vestur þá væri hægt að ná talverðu af landinu sem nú fer undir flugvöllin undir byggð og þá þann hluta sem næst er miðbænum og því dýrmætastur án þess að missa flugvöllin úr Vatnsmýrinni.

Sigurður M Grétarsson, 14.4.2013 kl. 19:49

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Marteinn - góður

Óðinn Þórisson, 14.4.2013 kl. 19:53

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - það sem skiptir öllu máli er flugöryggi - að öryggi þeirra sem fara um flugvöllin sé tryggt eins vel og hægt er.
Við erum a.m.k sammála um að það er ekki valkostur að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.
Það má svo skoða hvort einkaflugið eigi að vera einhverstaðar annarsstaðar en sjúrka&áætlaflug verður þarna áfram.

Óðinn Þórisson, 14.4.2013 kl. 20:01

13 Smámynd: Hvumpinn

Er ekki frekar að færa Gísla Martein? T.d. í Samfylkinguna eða annað kjördæmi?  Væri ánægjulegt ef Sjálfstæðismenn í Reykjavík höfnuðu trúðnum að ári.

Hvumpinn, 14.4.2013 kl. 23:41

14 Smámynd: Örn Johnson

Það er nóg byggingarland í Reykjavík fyrir 101 sjúklingana á sínum reiðhjólum. Þeir hafa bara ekki komið auga á það enn. Byggingalandið er í vörinni vestan við borgina nokkrir metrar í uppfyllingu í sjónum þar.  Svo er það svo hagkvæmt að fylla þar upp: bara eftir efttirspurn. Hugsiði ykkur ef flugvöllurinn leggðist af á morgun og það tæki marga áratugi að byggja upp Breiðholts-style blokkirnar þarna með fólki sem engin efni hefðu á að borga þær með þessum rándýriu lóðargjöldum. Þvílík tap á peningum með öllum þessum tíma sem það tæki að fylla þessar blokkaríbúðir.

Örn Johnson, 15.4.2013 kl. 00:17

15 Smámynd: Anna Ingólfsdóttir

, þú segir: "Flugið hefur verið í Vatnsmýri í 94 ár og var því þekkt þegar allir núlifandi íbúar keyptu húsnæði umhverfis völlinn " með sömu rökum Óðinn ætti aldrei að grafa neins jarðgöng eða aðrar kostnaðarsamar úrbætur. Staðirnir hafa alltaf verið afskekktir og það vissi fólkið sem flutti þangað eða ákvað að flytja ekki burt. Ekkert sérlega sannfærandi eða hvað? Hefur þú ekki kynnst hugtakinu byggðaþróun?

Þú segir líka: "Fyrirtæki á landsbyggðinni treysta á innanlandsflug þegar kemur að því að fá varahluti í tæki sem ferðaþjónusta, iðnaður og annar atvinnurekstur byggir á." Þetta verður nú að teljast langsótt. Er þessi viðgerðarþjónusta þá í námunda við Vatnsmýrina? Eg þó svo að hún væri það, væri þá ekki bara hægt að send bíl með varahlutina sem svona mikið liggur á, út á völl. Það tekur væntanlega innan við 40 mín lengri tíma en það tekur að koma honum í Vatnsmýrina. Hvaða varahluti ertu annars með í huga.

Anna Ingólfsdóttir, 15.4.2013 kl. 08:25

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta kallast þráhyggja í venjulegum skilningi þess orðs, að geta ekki hætt að hugsa um aðra kosti, þó ítrekað sé bent á vankanta þess að leggja niður flug úr Vatnsmýrinni.

Að geta ekki með nokkru móti skilið að venjuleg borg sem vill rísa undir því að kallast höfuðborg þegna sinna, er með samgöngur í lagi til og frá borginni. Flestar stærstu borgir heimsins eru byggðar á krossgötum vatna og stórfljóta vegna þess að í öndverður voru það "þjóðbrautir" viðkomandi landa og mikið lagt upp úr því að tengja vatnaleiðir saman með skurðum, skipastigum og jafnvel brúm fyrir skip og báta. Í þá daga skildu menn mikilvægi tengingu borga við landsbyggðina.

Nú hafa áherslur siglinga breyst og þær dregist verulega saman frá því sem var. Aðrir möguleikar eru nú í boði, s.s. bílar, lestir og flugvélar. Þetta skilja stjórnendur borga erlendis. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa lestarstöðvar í miðborgum og leitun er að borg, sem vill gera sig gildandi meðal þegna sinna, að ekki sé lestarstöð í miðbænum. Umfang lestarstöðva er eins og flugvallar, þegar tekið er tillit til lestarstöðvarinnar og sporanna að henni.

Það sem Degi B. Eggertssyni og félögum er ómögulegt að skilja, það eru engar lestir á Íslandi. Reykjavíkurflugvöllur er því lestarstöð okkar. Það fylgir vandi vegsemd hverri og það að vera höfuðborg lands, felur ekki eingöngu í sér að soga fjármunina frá landsbyggðinni, stjórnsýsluna eins og leggur sig, allar stofnanir og helstu skóla- og menntastofnanir. Það þarf að byggja brýr fyrir þá sem þjónustuna þurfa, ekki bara í Grafarvoginn.

Haldi borgin því til streytu, að leggja niður flug í Vatnsmýrinni og beita þvingunarúrræðum til að koma því á Hólmsheiðina, verður að gera annað tveggja:

1. Byggja hátæknisjúkrahúsið frá grunni á Hólmsheiðinni

2. Finna annað bæjarfélag sem gert verði að höfuðborg landsins

Benedikt V. Warén, 15.4.2013 kl. 09:10

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvumpinn - óttar propper er að flygja borgarstjórn - hann veit að Besti Flokkurin mun þurrkast út í kosningunum 2014.
Sjálfstæðisfólk í reyk. verður að hafna Gísla Marteini.

Óðinn Þórisson, 15.4.2013 kl. 19:22

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Örn - rétt það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og íbúðirnar á þessu svæði yrðu einfaldlega of dýrar og því engin forsenda til að byggja þarna.
Svo var það þegar DBE og KJ undirtituðu þennan saming í flugstöðinni og gerðu það án þess að tala við Flugfélagsmenn - alger lágkúra.

Óðinn Þórisson, 15.4.2013 kl. 19:25

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna - það er greynilegt að þú hefur EKKERT sett þig inní mál flugvallarins og þá griðalegu hagsmuni sem hann hefur fygir öryggi landsmanna - það er SORGLET.

Óðinn Þórisson, 15.4.2013 kl. 19:28

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Benedikt - þetta er sama og þráhyggjan um aðild islands að esb - þó það sé enginn áhugi meirihlua þjóðarinnar fyrir málnu þá er það keyrt áfram.
Allar forsendur fyrir nýja LSH  fyrir alla landsmenn er fallinn ef flugvöllurinn verður ekki þar sem hann er í dag.
Eins og ég segi þetta er EKKI ákvörðun íbúa 101 - Reykjavík er höfuborg íslands og er ekki bara Reykvíinga.

Óðinn Þórisson, 15.4.2013 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 323
  • Frá upphafi: 870018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 227
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband