Stórfelld Mistök Samfylkingarinnar í ESB - málinu

Það væri gott innlegg í umræðuna á þessum tímapunkti að Samfylkingin myndi viðurkenna stórfelld mistök í ESB - málinu.

Annarsvegar að hafa ekki fengið umboð frá þjóðinni til að hefja þessar aðildarviðræður og hinsvegar að hafa ekki staðið við sitt loforð um að klára málið á síðasta kjörtímabili og halda þjóðaratkvæðagreislu.

Hversvegna var ekki farið strax í að ræða um kaflana sem skipta okkur öllu máli / um sjávarútveg og landbúnað ?
mbl.is Evrópumálin rædd áfram í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svarið við spurningunni er einfalt. Það var krafa í upphafi að taka þessa kafla fyrir en ESB, sem ræður því hvernig viðræður skipast, hafnaði því

Þegar svo loks kom að þessum köflum setti ESB þau óaðgengilegu skilyrði fyrir opnun kaflanna, áður en rýnivinnu var raunar lokið, að Íslendingar tækjú upp fiskveiðilögjöf sambandsins fyrirfram. Þar stoppuðu viðræðurnar. Ekki var lengra komist og ekki verður lengra komist fyrr en ESB fellur frá þessari kröfu.

Fallist ESB á það, þá breytir það raunar engu því fyrr eða síðar í þessum viðræðum verður sú ófrávíkjanlega krafa sett fram.

Afneitun á skilyrði ESB í samningsramma og pólitist lýðskrum olli því að rokið var í umsókn að öllu ógrunduðu.

Málið er fast og verður fast og ekkert sem mun breytast til þess að það losni úr viðjum. Krafan um að við gefum eftir forræði í öllu því sem gerir okkur að fullvalda og sjálfstæðu ríki er óyfirstíganleg og því ajálfhætt.

Af einhverjum orsökum er engin leið að koma þeim skilaboðum til þjóðarinnar. Hún virðist vilja kjósa um málið, bara til að kjósa um það. Eina sem kæmi út úr 200 milljón króna kosningum er að ástandið yrði óbreytt og óhagganlegt. Málið lægi áfram í pækli um óráðna framtíð, eða máske þar til ESB sjálft opinberar ástæður stöðvunarinnar með skýrum hætti fyrir þjóðinni.

Þótt ástæðurnar séu opinberaðar og skýrðar, þá neitar samfylkingin þeim og segir stjornvöld segja ósatt. Ganga jafnvel svo langt að segja að skýrsla hagfræðistofnunnar sé lygi, þótt þeir þori ekki að segja það berum orðum.

Alið er á hatri á ríkistjórn og efasemdum um heilindi sáð, svo fólk veit ekki lengur hverju skal trúa. Veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þökk sé spunamiðlum vinstrimanna.

Verkefni dagsins hjá þeim er að taka þingið í gíslingu og koma í veg fýrir efnislega umræðu um málið. Það sest m.a af því að á undanförnum dögum hafa verið haldnar á sjöunda hundrað ræður um fundarstjórn forseta af hálfu stjórnarandstöðunnar.

Þetta er ekki lýðræði heldur tilræði við lýðræðið. En sauðirnir jarma með og bergmála samfylkingarfrasana dygðuglega.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2014 kl. 16:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Steinar segir raunar það sem ég ætlaði að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2014 kl. 18:03

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

jón Steinar - takk fyrir málefnalegt innlegg.

Esb - er ekki að fara að breyta neinu fyrir 300 þús manna þjóð, þetta voru aðildarviðræður ekki samningaviðræður þannig að það er eðlilegt að esb - geri mjög skýrar kröfur til umsóknarlþjóðar um aðildarferlið og hvaða skylirði viðkomandi þjóð þarf að uppfylla till að verða aðili.

Vandamál Samfylkingarinnar er að ef esb - málið verður tekið frá þeim þá hefur flokkurinn ekkert og raun tilveruréttur flokksins farinn og þessvegna mun 12,9 % flokkurinn reyna að fá sem mest úr úr þessu - þetta er í raun þeirra lokabarátta.

Það vita allir að Samfylkingin setti vg það skylirði fyrir aðild að ríkisstjórn að flokkurinn myndi setja stefnu sína og hugsjónir varðandi esb til hliðar fyrir völd.

Óðinn Þórisson, 12.3.2014 kl. 18:36

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - takk fyrir innlitið :)

Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldi þessa máls - hvort ríkisstjórnin fari alla leið með málið eða samþykkti einhversskonar sáttartillögu og hvernig myndi það fara með ríkisstjórnina.

Óðinn Þórisson, 12.3.2014 kl. 18:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Óðinn ég er sammála þér um það. Ég vil endilega að stjórnin standi í lappirnar og keyri þetta mál áfram, eins og þeir ætluðu sér. Ég vil þetta mál endanlega út af borðinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2014 kl. 22:42

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - það yrði pólitískt mjög veikt ef ríkisstjórnin myndi gefa eftir í þessu stóra máli.

Óðinn Þórisson, 13.3.2014 kl. 06:56

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2014 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 410
  • Frá upphafi: 870420

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 294
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband