Bryndís á að fara úr flokknum

Staða þessa v.þingmanns Sjálfstæðisflokksins er í raun orðin vonlaus, það er hæpið eftir þetta að hún geti setið í nefnd á vegum flokksins eða gengt einhverjum trúnaðarstöfum fyrir flokkinn lengur.

Flokksmaður sem leiðir nánast aðför að sínum formanni og hann segir að viðkomandi fari með fleipur á að fara úr flokknum.

Bryndís er komin á endastöð innan Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Bjarni segir Bryndísi fara með fleipur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég verð nú bara að vera sammála þér í þessu Óðinn enda tel ég bestu þingmennina vera þá sem eru lausir við flokksmaskínur. Það er bara vonandi að sem flestir geri hið sama.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.10.2014 kl. 20:43

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Auðvitað eiga allir að fara úr FLOKKNUM sem hafa sjálfstæða skoðun og bein í nefinu. Flokkshestar og jábræður sitja eftir.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.10.2014 kl. 20:52

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - ef þú ert að tala um Pírata þá tel ég þá ekki hafa gert neitt sérsakt gagn og skipta í raun og veru litlu eða engu máli.
Bryndís er sjálf búin að koma sér í þessa stöðu gagnvart sínum formanni.

Óðinn Þórisson, 15.10.2014 kl. 20:57

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - ég verð seint sakaður um að vera einhver jábróðir ef það er það sem þú ert að gefa í skyn.
Ég hef hinsvegar talað skýrt gegn forræðis og miðstýringarstefnu vinstri - manna og daðra ekki við ISLAM.

Óðinn Þórisson, 15.10.2014 kl. 20:59

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En er það ekki einmitt forræðis og miðstýringarstefna Óðinn, þegar þeim, sem ekki beygja sig skilyrðislaust undir flokkslínuna, er sagt að hypja sig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2014 kl. 21:35

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel -

Bjarni að Bryndís segi sig úr flokknum:

"Bjarni segir að það sé óþarfi. Sjálfstæðisflokkurinn rúmi ólíkar skoðanir. Fólk verði hins vegar að færa gild rök fyrir máli sínu, sem hann telur Bryndísi ekki hafa gert. "

Hér er Bjarni að gefa henni tækifæri til að rökstyðja sitt mál betur.

Ég hef þá skoðun og nú er ég ekki flokksbloggari að einstakingur sem fer gegn sínum formanni hefur lítið að gera áfram í þeim flokki.

Óðinn Þórisson, 15.10.2014 kl. 21:55

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Piratar???????

Jósef Smári Ásmundsson, 16.10.2014 kl. 07:24

8 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Það er sjaldan farsælt að ráðast gegn formanni eða samþykktum stjórnmálaflokks. Þar af leiðandi væri það rökrétt ákvörðun hjá Bryndísi að segja skilið við flokkinn enda á hún ekki lengur samleið með honum.

Það eru því "villikettir" í fleiri flokkum en VG:-)

Jón Kristján Þorvarðarson, 16.10.2014 kl. 09:08

9 identicon

Eini sjálfstæðismaðurinn í þingliðinu sem er á móti skattahækkun. Er sjálfstæðisflokkurinn orðinn kommúnistaflokkur? Hún er sennilega sú eina sem fylgir stefnu flokksins.  Annars er ég ánægður með þessa vösku Flóakonu.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 13:22

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - datt þeir bara helst í hug, hvaða flokk varst þú að huga um.

Óðinn Þórisson, 16.10.2014 kl. 17:31

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - hún er a.m.k búin að koma sér í mjög erfiða stöðu gagnvart flokknum og formanninum.

Óðinn Þórisson, 16.10.2014 kl. 17:32

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - spurning hvort þetta sé ekki bara einhver athyglissýki hjá þessari ágætu konu því ekki hélt hún að hún myndi vinna þetta mál.

Óðinn Þórisson, 16.10.2014 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 870609

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband