Aðskilaður ríkis og kirkju ?

Spurningin um aðskilað ríkis og kirkju kemur upp reglulega og hafa flestir mjög sterka skoðun á því hvernig þetta eigi að vera.

Aðskilnaður ríkis og kirkju verður ekki nema að einhver af þeim 63 þingmönnum sem sitja á alþingi leggi fram tillögu um það.

Ef meirihluti alþingis samþykkir slíka tillögu þá hefur þjóðin endanlega orðið já eða nei.


mbl.is Framlög og sóknargjöld tvennt ólík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hver eru þessi miklu tengsl sem menn, eins og þú gerir hér, tönnlast ávallt á ?

Það er hægt að sjá það í lögum að labngt er síðan aðskilnaður ríkis varð við kirkjuna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 20:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er nauðsynlegt að skilja að ríki og kirkju. Ég sé ekki hvernig það ætti að skaða kirkjuna sem slíka, eins og sumir vilja meina, nema að þeir gefi sér að hún hafi ekki burði til að starfa á eigin forsendum. Sé svo þá er forsendan fyrir kirkjunni brostinn nú þegar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 20:31

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Það er í löngu máli búið að stafa þessi málefni ofan í þig og enn skilur þú ekki. Ég vísa í PISA með þig sem grunaðan einstakling úr þeirri k0nnun.

Þóðkirkjan starfar á eigin forsendum eins og lesa má í lögum um hana og í ársreikningi hennar. Aðskilnaður varð fyrir margt löngu þó þú kjósir að líta fram hjá því, enda með sérleg nærsýnisgleraugu að því er virðist eða að þú sért PISA maður.

Þú fellur í gryfjuna um að kalla innheimt gjöld fyrir aðra ríkisframlag.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 20:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann er undarlegur aðskilnaðurinn sá, þegar ríkið greiðir á fimmta milljarð til hennar árlega. Þegar þeim greiðslum lýkur skal ég fallast á að fullur aðskilnaður hafi átt sér stað, fyrr ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 21:10

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Predikarinn - þjóðkrikjan hefur verið stór hluti af okkar menningu og ekki er hægt að horfa fram hjá öllum þeim athöfnum sem fara fram í kirkjum landsins og hlutverki kirkjunnar um jólin og boðskap þeirra.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 21:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Burtu með þetta kirkjubákn frá ríkinu.  Það er einfaldlega komið nóg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2015 kl. 21:12

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - það sem ég er að benda á er einu leiðina til að kalla fram vilja þjóðarinnar til aðskilað ríkis og kirkju.

Hversvegna leggja Pírtar ekki fram þessa tillögu, a.m.k 2 af 3 þingmönnum flokksins eru ekki kristinar trúar.

Framtíðin held ég að verði sú að fólk sem sækir kirkju borgi sóknargjald til síns söfnuðar og þannig verði fólkið í raun söfnuðurinn.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 21:14

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - má skilja þig sem svo að þú sért ekki kristinnar trúar ?

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 21:15

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já algjörlega ég er Ásatrúar, gekk í þann söfnuð því mér lýst best á hann, reyndar eftir að mér var sagt að ég væri krafin um sömu upphæð og til kirkjunnar sem væri svo notaður í að styrkja prestadeild háskólans.  Það var þá hvað sem núna er, allavega vildi ég ekki styrkja þetta apparat og gekk í ásatrúarsöfnuðinn og er afar sátt við þá stefnu sem þar er mörkuð.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2015 kl. 21:19

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - ánægður með að þú sért tilbúin til að koma fram og viðurkenna að þú sért ásatrúar og hafa fundið þig þar, gott fyrir þig.

Þannig að þú tilbiður mig á kvöldin :) ( varð bara að skrifa þetta. )

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 21:21

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Enn stráir þú um fávísum molum semn eiga sér ekki stoð í raunverukleikanum - sennilega til að kasta ryki í augu þeirra lesenda sem vita ekki betur. Þetta átt þú að vita því það er búið að mata og tyggja þessar staðreyndir ofan´i þig í löngu máli oft aður.

Milljarðarnir sem þú ræðir um er u ekki ríkisframlag. Þar er annars vegar um að ræða sóknargjald sem ríkið óskaði eftir að innheimnta fyrir trúf- og lífsskoðunarfélog samanber l0g þar um og hins vega kauosamningsgreiðsla ríkisins á kaupum á eignnum þkóðkirkjunnar, ríflega 17% af öllu jkarðnæð á Íslandi.

Ef þú selur eign - ætlast þú ekki til að fá kaupsamningsgreiðslurnar greiddar ? Á ekki þjóðkirkjan að njóta þess eins og þú að kaupsamninga skal efna ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 22:39

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óðinn.

Hvar eru þessir samgrómningar ríkis við lirkju sem á eftir að skilja að ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 22:40

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Blablablabla!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 23:31

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Svona til almennrar fræðslu á málefninu svo lygatuggurnar og afvegaleiðingamöntrurnar hjá Axel og öðrum slíkum nái ekki inn í hjarta þeirra sem ejju þekkja vel til málefnisins :

Andstæðingar kristni hafa rangt fyrir sér eins og um það bil alltaf þegar þeir taka fyrir umræðu er varðar trúfélög. Það virðist vera meinloka í þeim að geta aldrei látið trúfélög njóta sannmælis.

Staðreyndin er auðvitað sú að þessi félagsgjöld eru felld inn í skattheimtu, en ekki sem almennur skattur, samanber Lög um sóknargjöld og fleira,  og því ólögmætt af síðustu ríkisstjórn að skerða þetta félagsgjald til trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

 

Í þessu sambandi megum við ekki gleyma að síðasta ríkisstjórn skar með ólögmætum hætti margsinnis á stjórnartíð sinni niður sóknargjöld til trúfélaga um marga tugi prósenta og hirti til annarra óskyldra verkefna þá aura sem af voru skornir. Innheimtumönnum ber auðvitað lögum samkvæmt að skila því sem þeir taka að sér að innheimta og þar með er ráðstöfun sem þessi klárt lögbrot og varðar í raun sektum og fangelsisvist ef venjulegur maður dytti í hug að gera slíka óhæfu.

 

Á þennan hátt svelti síðasta ríkisstjorn alla starfsemi trúfélaga þannig að mjög víða ramba sóknir þjóðkirkjunnar og trúfélög ýms á barmi gjaldþrots þrátt fyrir að hafa skorið niður starfsemi og útgjöld sín til mótvægis á þessu quadrennium horribilis sem þessi skelfingarstjórn stóð yfir. 

Vel að merkja þá leyfði ríkisstjórn þessi sér slíkar aðgerðir þegar venjulegt fólk þurfti verulega á kirkju sinni að halda sem aldrei fyrr. Alþjóðlegt bankahrun var nýgengið yfir heimsbyggðina með tilheyrandi vandamálum og gengisfelling krónunnar varð enn meiri hjá okkur íslendingum vegna alls kyns glæfra útrásarböðla þjóðarinnar um langt skeið. 

Við þessar aðstæður varð margt heimilið örbirgð að bráð og leitaði til sálusorgara síns um bæði andlega og fjárhagslega aðstoð. Sem fyrr segir er öll sálusorgun án endurgjalds hjá þjóðkirkjunni. Hitt er annað að fjármagn til að geta aðstoðað einstaklinga í neyð, sem átti jafnvel ekki fyrir mat handa börnum sínum hluta mánaðarins vegna mikilla útgjalda þar sem nauðþurftir höfðu hækkað í verði og veðlán heimilanna rokið upp úr öllu valdi með tiheyrandi auknum útgjöldum, var auðvitað af skornum skammti eftir slíkan ólögmætan niðurskurð. 

Sama átti við um verðtryggða leigu þeirra sem á leigumarkaði voru. Sjóðir kirkjunnar eru fljótir að verða þurrausnir við slíkar aðstæður. Ég veit um presta sem gáfu úr eigin veski við erfið tilfelli sem þau sem ég nefndi því það er vitaskuld ekki auðvelt að þurfa að snúa grátbólginni einstæðri móður, sem ekki á til að kaupa matvæli handa ungviði sínu, á braut allslausri úr slíkri bónarför. Það er eitt að eiga erfitt, en erfið og níðþung eru þau skref fyrir móður í slíkum aðstæðum að fara til prestsins síns og óska eftir slíkri aðstoð og fáar gera slikt fyrr en öll önnur sund eru þeim lokuð.


Þannig lét ríkisstjórnin greipar sópa um veski trúfélaga sem hver annar innbrotsþjófur að næturlagi þannig að eftir stóð ekki nema um 56-57% af því félagsgjaldi sem trúfélög áttu með réttu að fá.

Þetta er ríflegur niðurskurður hvernig sem á hann er litið - og kolólöglegur. 


Ef félagar í Vantrú hefðu tekið að sér að innheimta þetta fyrir trú- og lífsskoðunarfélög þess lands fyrir 5 árum síðan og hefðu haldið eftir þessum fjármunum fyrir sig sjálfa þá sætu þeir á Litla Hrauni meðal annarra glæpamanna þjóðarinnar. Hvar sitja fyrrum forsætis- og fjármálaráðherra sem stálu þessum fjármunum með fulltingi meirihluta síns á Alþingi ? 

Í makindum í stofu sinni á meðan flest trúfélög landsins eru annað hvort þegar orðin gjaldþrota eða ramba á barmi gjaldþrots af völdum þessara óþokkahjúa Jóhönnu og Steingríms J. .

Ég mun hér í sparnaðrskyni á tíma mínum setja hér inn hluta úr upprifjun sr. Gísla Jónassonar prófasts á þessu málefni :

„ Í þessu sambandi skal það rifjað upp að þegar undirritaður hóf störf sem sóknarprestur í Vík í Mýrdal árið 1982 tíðkaðist það enn að gjaldkeri sóknarnefndar gekk fyrir hvers manns dyr til að innheimta sóknargjaldið. Ég gekkst þess vegna fljótlega fyrir því að semja við sýslumanninn, sem á þeim tíma var innheimtumaður opinberra gjalda, um að hann annaðist þessa innheimtu svipað og gjaldheimtan í Reykjavík gerði þá fyrir söfnuðina í höfuðborginni. 
Á þessum tíma vissu allir hverjum þessar tekjur tilheyrðu.

Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp vildi ríkisvaldið útrýma öllum „nefsköttum“. Því var kirkjunni og öðrum trúfélögum gert það tilboð, að ríkið skyldi taka að sér að innheimta og síðan skila sóknargjöldum til réttra aðila, sem tiltekið hlutfall af tekjuskatti. 

Var það fyrirkomulag síðan fest í lög með gildandi lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987.
Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga segir að það meginsjónarmið hafi verið haft við tillögugerðina að trúfélögin haldi tekjustofnum sínum óskertum, miðað við það sem þau hafi áður haft. Jafnframt sé mikilvægt að reglur sem settar verði tryggi stöðugleika á tekjustofnum þeirra. 

Þá segir í greinargerðinni að kostir þeirrar leiðar, sem valin var við að reikna út og skipta umræddum gjöldum, séu einkum þeir að hún sé einföld í framkvæmd, hún tryggi til frambúðar stöðugleika á umræddum tekjustofnum og fylgi tekjubreytingum. Þetta auðveldi trúfélögunum að áætla tekjur sínar og byggja fjárhagsáætlanir á þeim.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 00:07

15 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er trúlaus en börnin mín báðu um að fermast og það var  auðsótt mál. Ég  hef mætt í giftingar þeirra hvers af öðru. Bara alveg sjálfsagt.

Með þessum yfirlýsingum er ég að skjóta á þann litla hóp „ trúlausra“ sem telja sig hafa einhver sérstök réttindi um sérstaka meðferð barna þeirra gagnvart trúarkennslu.

 Þvílíkt kjaftæði!  Við höfum alls engar sérþarfir og ég skora á fólk og presta að láta það ekki eftir þeim.

Það er ekki okkar túlausra að hræra í trúarlífi landsmanna þó ekki.

Ef  forsætisráðherra vill gera upp við Kirkjuna þá gerir hann það og skipting ríkis og kirkju er það stórt mál að það verður varla á næstunni.

Snorri Hansson, 4.1.2015 kl. 02:14

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Snorri.

Fínt innlegg hjá þér.

En aðskilnaður eíkis og kirkju átti sér stað fyrir löngu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 02:49

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt hjá þér predikari og læt það duga núna,þar sem ég var rétt í þessu að kveðja son minn og frú á leið til síns heima í Noregi.-- Ásthildur þú sem nýlega ritaðir grein um að allir skuli vera vinir þrátt fyrir mismunandi skoðanir og þá deilur, (fletti því ekki upp núna),fyllir mig gremju yfir skyndilegri breytingu og árás á kirkju landsins,sem er hluti af menningararfi okkar og eftir því sem ég best veit,á tilkall til framlags eins og predikari tíundar hér.-- Tengdadóttir mín leitaði til Hjallakirkju i Kópavogi,þegar bróðir hennar var myrtur af eiturlyfjafíkli,rétt fyrir jólin árið 2000. Ég ætti ekki að þurfa að lýsa þeirri angist sem fjölskylda hans varð fyrir,en þú hefur margoft lýst vanþóknun þinni á löggæslunni,sem hneppti son þinn í fangelsi við minnsta brot,vegna þess að hann var í fíkninni.Þú dæmir og ræðst á hvern sem þér líkar ekki,en ég segi að morðinginn afplánaði aldrei nema ca helming þess tíma sem hann var dæmdur í og hefur aldrei sýnt iðrun.-- Því skrifa ég þetta til að árétta eitt af mörgþúsund tilfellum á ári,sem kirkjan kemur líknandi að.Þar kom að tengdadóttir mín varð safnaðarformaður og þeir sem reikna alla hluti,líkn og leiðandi hönd,í peningum,mega alveg gefa sér að þeir voru líka með í dæminu. Það er svo auðvelt að skrifa,,burt með þetta og hitt af ríkinu,, og auðséð hve óskirnar eru misvísandi,ég er ekki svo langt frá því að hallast að tillögu Péturs Gunnlaugssonar,um kosningar.

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2015 kl. 03:47

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ath.Skrifað áður en ég sá ágætar færslur Snorra og predikara.

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2015 kl. 03:51

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Pretíkarinn - m.a í því að alþingsmenn mæta við athöfn í Dómkirkjunni við upphaf þings.

Óðinn Þórisson, 4.1.2015 kl. 12:04

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óðinn

Þannig að ef Alþingismenn færu að mæta í moskuna í Öskjuhlíð myndi gera múslima að ríkiskirkju ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 12:08

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Snorri - ég er kristinn trúar og geri ekki ath.semdir við það hvort fólk sé ásatrúar eins og Ásthildur eða eins og í þínu tilviki trúlaus, það er val hvers og eins.

Kristin trú og krikjan eru samofin íslandi og íslenskri hefð að ég dreg það í efa að ef t.d Píratar leggja fram þessa tillögu held ég að það sé ekki meirithluti fyrir því að fara með málið til þjóðarinnar og langt í það verði einhver meirihluti fyrir aðskilaði ríkis og krikju.

Óðinn Þórisson, 4.1.2015 kl. 12:08

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - kristin trú og krikjan eru grunnstoðir í okkar samfélagi, þegar áfall verður í fjölskyldunni/nær umhverfinu þá leitar fólk til kirkjunnar og trúarinnar, leitar leiðbeinga og leiðsagnar.

Takk fyrir að deila þinn sögu.

Ég myndi fagna þvi ef þjóðin fengi að kjósa um aðskilnað ríks og kirjku, enginn vafi í mínum huga um hver yrði niðurstaðan, kannski vita Pírartar þetta og leggja ekki í að leggja fram þessa tillögu.

Óðinn Þórisson, 4.1.2015 kl. 12:15

23 Smámynd: Óðinn Þórisson

Pretíarinn - þetta er fullkominn útúrsnúningur hjá þér.

Óðinn Þórisson, 4.1.2015 kl. 12:17

24 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óðinn

Hvað er það sem þarf að skoilja að svo „aðskilnaður“verði að þínu viti ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 12:18

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óðinn

Enginn útúrsnúningur.

Það að þingmenn mæti sökum hefðar er sem sagt það sem þarfnast aðskilnaðar ? Er það eina sem eftir lifir og þarf að kjósa um - að skilja að ríki og kirkju felst í því að þingmenn mæti ekki við þingsetningu í messu ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 12:20

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óðinn ásatrúarmenn tilbiðja engann, en ég blóta þér örugglega hahaha....

Þú mátt alveg verða eins reið og þú vilt Helga mín, en ég dauðsé eftir þessu fé í kirkjuna þegar allt brennur og þörf ef fyrir peninga allstaðar í þjóðfélaginu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2015 kl. 12:20

27 Smámynd: Óðinn Þórisson

Pretiarinn - eins og kemur fram í færslunni er aðeins ein leið til að aðskilja ríki og kirkju.

Það voru ef ég man Bhr./Hrey. sem byrjuðu á þessu að mæta ekki í kirkju við setningu alþings, svo hafa ákveðinir þingmenn á vinstri - væng stjórnmálanna gert hið sama.

Að leggja fram þessa tillögu er eitthvað sem ætti að henta trúleysingjunum í Pírötum mjög vel.

Óðinn Þórisson, 4.1.2015 kl. 13:59

28 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - það er ekki verra að eiga einhvern vin í Ásatrúarfélaginu :)

Óðinn Þórisson, 4.1.2015 kl. 14:00

29 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er ég að skilja þig rétt Óðinn ?

Í fyrstu færslunni þinni segir þú að einhver af þingmönnum þurfi að leggja fram tillögu um aðskilnað ríkis og kirkju.

Þá er spurningin sem þarfnast svars : Hvað er það sem þarf að skilja að ? Miðað við síðustu innlegg þín þá skilst mér að eina sem lifir af naflastrengnum er að þingmenn mæti ekki til messu í þjóðkirkjunni við setningu Alþingiss ?

Hætti þing menn því - þá sé fullkominn aðskilnaður kominn á ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 14:14

30 Smámynd: Óðinn Þórisson

Pretikarinn - það er bara ein færsla og svo svör við ath.semdum við hana.

Þú getur farið í alla þá orðaleiki og snúa hlutum á hvolf en í niðurstaðan er alltaf sú sama ef það á að aðksilja ríki og kikjru verður tillaga að koma fram á alþingi, hún samþykkt og svo er það þjóðarinnar að segja já eða nei.

Mitt svar: nei.

Óðinn Þórisson, 4.1.2015 kl. 18:47

31 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Enginn orðaleikur og ekkert að snúa á haus. Spurningin er einföld.  Þú hefur ekki enn sagt hvað það er sem þarf að  skilja að á milli ríkis og kirkju ? 

Fyrir læiggur að þjóðkirkjan er sjálfstæð kirkja sem ríkið á hvorki né stjórnar. Alveg eins og Fríkirjhan í Hafnarfirði eða Krossinn í Kópavogi svo d´mi séu tekin. Þarf einnig að skilja eitthvað við ríkið þar ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 19:06

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Ef kirkjan er svona ofsalega sjálfstæð, ætti ekki að vera vandamál að hún sjái sjálf um að rukka sín sóknargjöld af sínum viðsiptavinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.1.2015 kl. 21:21

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Hún gerði það allt fram til ársins 1988 að ríkisstjórnin þáverrandi oóskaði eftir því að setja upp núverandi fyrirkomulag. Þetta veist þú væntanlega Axel enda búið að marg segja þér það. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 22:17

34 Smámynd: Óli Jón

Predikarinn: Aðskilnaður ríkis og Ríkiskirkju felst í eftirfarandi:

    • Nýfædd börn verða ekki skráð í trúfélag móður (nokkuð sem Ríkiskirkjan hagnast í dag langmest á)

    • Ríkiskirkjan fái ekki aðgang að leik- og grunnskólabörnum með trúboð sitt (jafnvel þótt kristnir foreldrar nenni ekki að kristna börn sín sjálfir)

    • Ríkið hætti að greiða félagsgjöld fyrir Hagstofutrúað fólk (hinir trúuðu munu ekki telja eftir sér að borga eftir sem áður)

    • Jarðakaupasamningi verði sagt upp og Ríkiskirkjan reki sig með rentum af jörðunum

    Þetta er það helsta sem gerast þarf til þess að aðskilnaður ríkis og Ríkiskirkju verði. Í dag er hann sáralítill sem enginn. Ríkiskirkjan er eins og óþekkur krakki sem þiggur vasapeninga frá ríkinu og þarf í flestu að hlýða því sem það segir.

    Nú veit ég að þig sundlar við þennan lestur, enda veistu vel að Ríkiskirkjan gæti aldrei lifað af svona hörmungar, jafnvel ekki með Guð í sínu liði.

    Óli Jón, 4.1.2015 kl. 23:09

    35 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

    Óli

    Ekki opinbera fávísi þína enn frekar en komið er - er ekki nóg komið af slíku ?

    Nýfædd börn fæðast inn í hvaða trúfélag sem er.

    Foreldrafélög og skólastjórnenda er að ákveða slíkt - kemur ríkinu ekkert við.

    Ríkið innheimtir, og á að skila til eigenda þess, fyrir öll trú- og lífsskoðunarfélög sóknargjald/félagsgjald.

    Ríkið hefur ekki efni á að afturkalla samninginn þar sem allar götur frá 1907 hefur framkvæmdavaldið (ósvífnir ráðherrar)  vélað með sórjarðir til atkvæðavina sinna fyrr slikk !

    Það er ekkert til að skilja að sem gefur að skilja.

    Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 23:17

    36 Smámynd: Óli Jón

    Predikari: Þú hefur svo mikið gaman af því að vísa í PISA-könnunina og hrakyrða menn með tengingu við hana, en mig er farið að gruna að þú sjáir ekki að brandarinn í því samhengi ert þú. Reyndu nú að girða ofan í greindarbrókina og greina hversu afvegaleiddur þú ert í ruglinu.

    "Nýfædd börn fæðast inn í hvaða trúfélag sem er."
    Já, en flest fæðast þau inn í Ríkiskirkjuna og 95% þeirra gerðu það þegar vegur hennar var sem mestur. Þetta fyrirkomulag er tilkomið vegna hagsmuna Ríkiskirkjunnar og engra annarra. Ekki græða börnin á þessu, svo mikið er víst.

    "Foreldrafélög og skólastjórnenda er að ákveða slíkt - kemur ríkinu ekkert við."
    Í það minnsta er það ríkisins að gæta þess að jafnræði sé í trúmálum, en moka ekki undir Ríkiskirkjuna sem, meintrar stærðar sinnar vegna, ætti síst að þurfa á þeirri meðgjöf að halda (en við vitum þó að án hennar getur hún ekki lifað).

    "Ríkið innheimtir, og á að skila til eigenda þess, fyrir öll trú- og lífsskoðunarfélög sóknargjald/félagsgjald."
    Stóri punkturinn er að ríkið á ekki að innheimta þetta, en gerir það vegna þess að kristnu sauðirnir voru skuldseigir þegar þeir gátu ráðið sjálfir hvort þeir borguðu eða ekki. Þessi ríkisinnheimta var því neyðarráðstöfun til þess að koma í veg fyrir að Ríkiskirkjan yrði raunverulega sú hornkerling í íslensku samfélagi sem hún raunverulega er.

    "Ríkið hefur ekki efni á að afturkalla samninginn þar sem allar götur frá 1907 hefur framkvæmdavaldið (ósvífnir ráðherrar)  vélað með sórjarðir til atkvæðavina sinna fyrr slikk !"
    Ríkið er búið að borga þessar jarðir mörgum sinnum upp í topp og hljóp ég rækilega á mig þegar ég sagði að kirkjan gæti rekið sig sjálf á rentunum. Það getur hún ekki því jarðarnar eru löngu seldar og frá henni farnar. En ef uppsögn á samningum hefði í för með sér einhvern kostnað, þá mætti hann vera umtalsverður því ríkið hefur af því mikinn fjárhagslegan ávinning að losna undan honum á sama hátt og Ríkiskirkjan hefur öllu að tapa.

    Af þessu sést að ekki er flókið að drífa í aðskilnaðinum. Þetta er smá pappírsvinna og eftir það þarf "Þjóðkirkjan" að spreyta sig sjálf. Hún mun auðvitað ekki geta það í núverandi mynd því fáir vilja borga fyrir þjónustu hennar, en hún aðlagar sig þá bara að því. T.d. er hægt að selja kirkjur undir aðra starfsemi eins og tíðkast erlendis og hagræða á margvíslegan hátt.

    Allt þetta hefur þó á engan hátt trúarlíf hinna hinna raunverulega trúuðu því trú er, jú, persónuleg og á ekki að þurfa utanaðkomandi vökvun eða staðfestingu. Trúaðir munu áfram geta beðið bænirnar sínar, þakkað Guði fyrir það sem vel fer og afsakað hann þegar illa árar. Til þess þarf ekki kirkjur.

    Óli Jón, 5.1.2015 kl. 01:32

    37 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

    Óli

    Þú heggur enn í sama knérunn sem jafnan - ómálefnaleg romsa sem er einungis til þess fallin að kasta ryki í augu þeirra sem ekki vita á þessu skil - en enginn er sannleikurinn á bak við romsuna frekar en jafnan - en þú blandar inn trúverðugum hlutum til að láta þetta góa.

    Aðskilnaðurinn er löngu búinn að eiga sér stað. Kaupsamningurinn 1997 kallast ekki að viðkomandi séu í hjónabandi frekar en aðrir sem kaupa eignir af öðrm.

    Finnst þér trúlegt að búddisti eða múslimi færi að skrá nýfætt barn sitt í lútherska kirkju eða annað en sitt eigið ? COme on - hversu langt  ætlar þú að reyna að teygja þig ...........

    Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 01:46

    38 Smámynd: Óli Jón

    Predikari: Þú ert svo ráðvilltur að það væri sorglegt ef það væri ekki fyndið. Bullið og blaðrið er með eindæmum.

    Ég skil ekki hvað þú ert að blaðra um þegar þú spyrð hvort búddisti eða múslimi færi að skrá barn sitt í lútherska kirkju. Allar líkur eru auðvitað á því að það myndi ekki gerast, en væri það bara í góðu lagi ef það gerðist? Altént skil ég ekki hvað það kemur því við að ríkið hætti þessari eymingjaaðstoð? Ef þú sérð einhver tengsl þarna á milli, þá er það þitt mál.

    Hins vegar er verst ef þú telur að það eigi að skrá börn í trúfélag! Það er bara kjánalegt og ruglað. Við vitum vel af hverju slík skráning er trúfélaginu hagfelld, en hvað græðir barnið? Af hverju er ekki hægt að treysta á að það gangi frá skráningunni um leið og það skráir sig í íþróttafélag eða stjórnmálahreyfingu? Jú, vegna þess að allar líkur eru á því að það muni ekki gerast :) það veist þú, það vita framkvæmdastjórar Ríkiskirkjunnar og allir aðrir. En á því tapar enginn nema kirkjan, en það er auðvitað óásættanlegt í þínum huga.

    Og enginn aðskilnaður hefur átt sér stað og ef eitthvað er hafa tengslin orðin dýpri og ömurlegri.

    Stóra málið er þó að þú ert gjörsamlega kjaftstopp og hefur ekkert vitrænt að segja varðandi innleggið tímasett 01:32. Það er ekkert skrítið því þú átt engin góð svör við því, bara suð og tuð sem markast af hagsmunagæslu fyrir Ríkiskirkjuna og engu öðru.

    Óli Jón, 5.1.2015 kl. 02:44

    39 Smámynd: Óðinn Þórisson

    Óli Jón - þjóðkrikjan og kristin trú skipta íslenska þjóð gríðarlega miklu mál sem mótværgi við annarsvegar háværan minnhlutap trúleysingja og hinsvegar uppgang ISLAM og þeirra grimmdarverka sem ISIS stendur fyrir.

    Strekt nei við aðskilanaði ríkis og kirkju myndi þagga niður í trúleysingum næstu árin.

    Ef foreldrar vilja ekki skrá sitt barn í þjóðkrikjuna þá er það þeirra val en ekki láta það sama ganga yfir meirihlutann sem vill klárlega skrá sín börn í þjóðkirjuna og ala sín þau upp við kristileg gildi.

    Svo er eðlilegt að borgin haldi atkvæðagreiðslu um hvort reykvíngar vilja að moska verði byggð á besta stað í höfuðborginni, annað er ekki sanngjarnt.

    Ég hef reyndar ekki trú á öðru en rauði meirihlutinn í reykjavík styðji uppgangi ISLAM á íslandi með byggingu mosku á besta stað í höfuðborginni, sorglegt - sekki satt.

    Óðinn Þórisson, 5.1.2015 kl. 18:10

    40 Smámynd: Óðinn Þórisson

    Pretíarinn - það má gera ráð fyrir því að umræðan um trúmál muni verða meiri og meiri á næstu árum enda viriðst að vera verða til stjórnmálaflokkar&hávær minihlutahópur vantrúar sem virðist beinlíns berjsst gegn þjóðkrikjunni á kristinni trú.

    ISLAMISTAR BÍÐA SVO Á HLIÐARLÍNUNNI Á ÍSLANDI.

    Óðinn Þórisson, 5.1.2015 kl. 18:13

    41 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

    Óli

    Ég er að vísa í orð þín um trúfélagaskráningu barna. Ég er að benda á að þú segir að etta sé einvörð'ungu vegna hagsmuna þjóðkirkjunnar. Augljóst er að þetta þjónar almennt hagsmunum hvers og eins foreldrias þrátt fyrir a ðþú reynir að snúa út úr þessu eins og þið andkristnu sífellt gerið.

    Allt annað ertu búinn að fá skír svör við bæði hér og á nokkrum öðrum stöðum á vefnum en þú kýst að snúa út úr því eða það sem verra er að þú skilur ekki sannleikann og r0kuin með honum þó þér sé sýndur hann.

    Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2015 kl. 18:20

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Um bloggið

    Óðinn Þórisson

    Höfundur

    Óðinn Þórisson
    Óðinn Þórisson

    Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

    Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

    Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

    Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

    Styð heilshugar baráttu Ísraels.

    Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
    Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

     

    Spurt er

    Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Nýjustu myndir

    • Ísrael stend með
    • Halldór Jónsson
    • Samfylkingin 2006
    • Flagg Ukrainu
    • karen elísabet

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (26.4.): 0
    • Sl. sólarhring: 4
    • Sl. viku: 319
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 224
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband