Erfiðir tímar framundan ef þessi ríkisstjórn verður kosin frá völdum

Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tók við 23 mai 2013 og við blasti eitthvað erfiðasta verkefni sem nokkur ríkisstjórn hafur þurft að takast á hendur við, að taka við eftir rúmlega 4 ára vinstri - óstjórn.

Það sem skipti öllum máli var að taka ríkisfrámálin föstum tökum og það hefur verið gert þó svo að ég hafi gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að þrengja ekki að allri starfsemi Rúv og minnka stofnunina enda úrelt fyrirbrygði.

Þessi mótmæli undanfarin hjá usual suspects á ríkisstjórni ekki að láta hafa áhrif á sig enda með 38 þingmenn.

Ríkisstjórnin að klára þau verkefni sem hún vill klára og ef stjórnarandstaðan verður fyrir þá gæti það leitt til þess að alþingskosningar gæti eitthvað seinkað.


mbl.is Ekki hugsað um formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Þyngra en tárum taki ,ef við þurfum að óttast nyja "Óstjórn" að loknum kosningum i haust ,,,,,,,Þrátt fyrir bætt kjör og aðdáun annara landa og aðila sem með eftirlit fara ?  það synir að eithvað mikið er að .valdagræðgi og eiginhagsmunapot myndi það vera kallað ef það væri núverandi stjórnarflokkar !

rhansen, 17.4.2016 kl. 13:33

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hér er skáldað sem fyrr. 
Verkefni fráfarandi stjórnar og núverandi (líka fráfarandi) var einfalt, að vinna áfram á ágætis árangur stjórnanna þar á undan, að vinna með auknar tekjur af ferðamönnum, nýjum auðlindartekjum og stýra verðbólgu í kjölfara mjög svo lækkandi olíuverðs. En þeim tókst að klúðra því, því 65% styðja ekki fyrrverandi og fráfarandi ríkisstjórn.

Hví er það? Jú, svo vitnað sé í orð Einars Arnar úr Rokk í RVK ´81 "það er ekki spurning um hvað þú getur, heldur hvað þú gerir". Það er málið. það er orð, svik á loforðum, dularfullar sölur eigna og misbeiting í málefnum ferðamanna. Listinn gæti verið mun lengri.

Svo er líka komið fram að einstaka þingmenn Sjalfsstæðisflokksins telja sig ekki bundna af orðum formanns eða annara frambjóðenda flokksins. Hvernig stjórnmál erum við þá komin í ? Óstjórn kannski ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.4.2016 kl. 13:46

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - það sem þessi ríkisstjórn hefur náð að gera er að ná fram stöðugleika.

Atvinnuástandið hefur batnað og ráðstöfunartekjur fólks aukist þar sem skattar hafa verið lækkaðir og það yrði slæmt ef vinstri - flokkarnir fengju aftur tækifæri, árangurinn yrði farinn á mjög stuttum tíma.

Óðinn Þórisson, 17.4.2016 kl. 14:18

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Eitt er víst, að þeir sem munu taka við af núverandi, fráfarandi stjórnarflokkum, munu ekki fara í aðra Borgnaræfingar. Þeir munu klárlega setja meira fé í heilbrigðiskerfið. Hér er nauðsyn sækja meira fé til þeirra sem eru aflögufærir til að byggja upp innviði, heilbrigðiskerfi, þjónustu fyrir aldraða, geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungling. Setja hér upp alvöru samgönguáætlun, fjármagnað af þeim sem nýta mest og hafa af tekjur, ferðamannabransinn sem ekki greiðir ekki allar sínar tekjur til samneyslunar. Enn eru ferðamannafyrirtæki að rukka 7% innskatt en útskatta 25%. Það þarf að innkalla makrílstofninn og leigja hann út, til að skapa tekjur til uppbygingar innviða.

Herða það löggjöf við skattsvikum og kennitöluflakks. Gera það refsivert og að framkvæmdavaldið geti sótt eignir af þeim sem þessi lög brjóta.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.4.2016 kl. 15:27

5 Smámynd: Hrossabrestur

Sigfús Ómar Höskuldsson, Hvar í dauðanum heldur þú að þú finnir stjórnmálaflokka sem munu framfylgja þessari upptalningu þinni?

Hrossabrestur, 17.4.2016 kl. 19:37

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hrossabrestur - það sem skiptir máli er hvaða stefnu og hugsjónir stjórnmálaflokkur hefur, þar til Pírtar hafa lagt eitthvað skýrt fram þá verða þeir skylgreyndir með hverjum þeir vilja vinna og við hverja þeir vilja eiga samtal við, í dag eru þeir klárlega til vinstri.

Óðinn Þórisson, 17.4.2016 kl. 19:48

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Að mínu áliti er þjóðhagslega nauðsýnlegt að koma þessari verklausu ríkisstjórn frá Óðinn. Ekkert komið frá henni, nema í þágu sérhagsmuna. Verður helst minnst fyrir tíðar blammeringar, HBK, Illugi, SDG, Bjarni Ben. Ólöf N. Í raun er ótrúlegt að þú skulir leggja nafn þitt við hana sem stuðningsmaður. Eitt er að vera stuðningsmaður einhvers stj.flokks, en að þola slíkan ósóma er með öllu óskiljanlegt! 

Jónas Ómar Snorrason, 18.4.2016 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 415
  • Frá upphafi: 870429

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 299
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband