Slökkt verði á pólitískri öndurnarvél Samfylkingarinnar

Samfylkingin var stofnaður 2000, bræðingur úr Þjóðvaka, Kvennalista, Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu og átti að verða breiðfylking vinstri og jafnaðarmanna.

Hvort að Árni Páll hafði viljað eða ekki tekist að færa flokkinn aftur til síns uppruna er svo spurning sem menn geta deilt um.

Árni Páll hefur verið mjög pólitísk veikur eftir að Sigríður Ingibjörg fór í hann aðeins einum sóllarhring fyrir formannskosningu.

Samfylkingin er í pólitíksri öndunrvél og best væri að tekin yrði ákröðun um að slökkva á henni.


mbl.is Árni Páll hættur við framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Flokkar eru mannanna verk, jafnðarstefnan er eilíf... sem þú sennilegs skilur seint 

Jón Ingi Cæsarsson, 6.5.2016 kl. 17:25

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Samfylkingin er fullfaer um og mun sennilega slökkva á öndunarvélinni sjálf. Rétt hjá Jóni Inga, ad jafnadarstefnan lifir áfram og sennilega betur, án samfylkingarinnar.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.5.2016 kl. 18:00

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju er þér svona illa við kvenfólk Óðinn?

Með Oddný í formannsstöðu og Erlu Semu í varaformannsstöðu, þá held ég að Samfó fái hreinan meirihluta á þingi í haust. Getur ekki betra verið, Oddný sem forsætisraðherra og Erla Sema sem fjármálaráðherra. 

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 6.5.2016 kl. 18:24

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - Alþýðuflokkurinn var jafnarmannaflokkur en Samfylkingin er það ekki og sagði sig frá þeirri stefnu undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.

Óðinn Þórisson, 6.5.2016 kl. 19:06

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór Egill - það vantar jafnarmannaflokk á íslandi í dag.

Óðinn Þórisson, 6.5.2016 kl. 19:08

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - kaldhæðni af bestu gerð :)

Óðinn Þórisson, 6.5.2016 kl. 19:08

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Óðinn, hvar er kaldhæðnin í því að hæla hinni stórskemmtilegu Oddníu og gráta með henni Erlu Semu væntanlegum arftakka Jóhönnu?

Hrólfur Þ Hraundal, 6.5.2016 kl. 20:40

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hrólfur - hún heitir Sema Erla og Oddný kemur vissulega fyrir í viðtölum sem mikill húmoristi :)

Óðinn Þórisson, 6.5.2016 kl. 20:51

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þakka leiðréttinguna á nafni Semu Erlu.

En svona þér að segja þá er alltaf möguleiki á að næsta Ríkisstjórn verði eins og ég lagði fram. 

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 6.5.2016 kl. 21:31

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - rétt það er vissuelga möguleiki og þá er líklegt að hagur húslóðafyrirtækja muni vænkast :)

Óðinn Þórisson, 6.5.2016 kl. 22:17

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Auðnist SF að setja sér stefnu back to past, alvöru jafnaðarstefnu, þá er aldrei að vita nema hvort hún braggist ekki. Svo er auðvitað spurningin hvort vörumerkið Samfylking sé ekki bara dautt. Jafnaðarstefnan lifir samt, hver sem kemur til með að halda þeirri stefnu á lofti, en falleg er sú stefna, það höfum við verið sammála um:)

Jónas Ómar Snorrason, 6.5.2016 kl. 22:37

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er það mikill möguleiki að kjósendur kjósi Samfó aftur til valda að mér dettur helst í hug að sumir kjósendur séu með hið svokallaða "Gullfiska Minni."

Minni kjósenda er svo lítið að margir kjósendur ætla að kjósa Guðna Th. í forsetaembættið, mann sem barðist fyrir því að islendingar gengjust að ICESave samningum og kallaði ICESave andstæðinga ómentaðar þjóðarrembur ásamt öðrum vel völdum orðum.

Já svona er þetta, en ég kem til með að upplýsa kjósendur um refinn í sauðagæruni sem hann lá undir í margar vikur, því að fullveldi Íslands er mér mjög kært.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 6.5.2016 kl. 22:40

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - Samfylkingin sem stjórnmálaflokkur er kominn á endastöð um það verður vart deilt.

Frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur á fullt erindi til íelendinga það sýndi Alþýðuflokkurinn, það var flokkur sem skyldi að forsenda öflugs velferðarkerfis væri öflugt atvinnulíf.

Jóhanna Sigurðardóttir ber mesta ábyrð á því að Samfylkingin búinn að vera, hún færði flokkinn það langt til vinstri að allt frjálslynt fólk er farið úr flokknum og eftir stendur 8 % ÖRFLOKKUR.

Óðinn Þórisson, 6.5.2016 kl. 22:51

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - við skulum ekki tala niður til kjósenda, fólk kýs á hverjum tíma það sem það telur rétt.

Minni á það að Bjarni Ben. sagði JÁ við Lee Buchheit samningnum.

Hlakka mikið til að lesa færslur frá þér um Guðna Th. 

Óðinn Þórisson, 6.5.2016 kl. 22:54

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Enda mundi ég ekki kjósa Bjarna Ben, hann sýndi ekki mikla forustu hæfileika í IceSave deilunni.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 7.5.2016 kl. 00:14

16 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Tap Samfylkingar er ekki meira en tap Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Sjálfstæðisflokkurinn var 35-40% flokkur en hefur verið með þetta 22-29% í skoðanakönnunum frá kosningum; má muna fífil sinn fegri. Fylgishrun hefur orðið hjá Framsókn.Var með 25% í kosningunum en nú 10%.Sjálfstæðismenn ræða ekki um það.Vilja ekki styggja "hækjuna".Menn verða að átta sig á því að fjórflokkurinn hefur allur tapað miklu fylgi.Það hefur orðið trúnaðarbrestur,sennilega út af hruninu.Margir Sjálfstæðismenn fá útrás í því að sparka í Samfylkinguna en þeir ættu frekar að líta í eigin barm.Uppgangur Pírata stafar af því að kjósendur treysta ekki gömlu flokkunum.Af þeim sökum eru allir gömu flokkarnr í sama bát.

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 7.5.2016 kl. 08:43

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - held að hann hafi staðið sig bara nokkuð vel sem formaður, það er a.m.k mín skoðun, ég studdi Lee Buchheit samninginn.

Óðinn Þórisson, 7.5.2016 kl. 09:38

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Björgvin - Samfylkingin fékk 12,9 % í síðustu alþingskornignum, mælist nú með 8 %,  Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26,7 % og mælist í dag með 28 % fylgi.

Fjórflokkurinn, hvað er þá Björt Framtíð Fimmflokkurinn og Pírtar Sexflokkurinn, þetta er bara kjafæði, flokkar eru ólíkr, stefna og hugsjónir eða eins eins og Samfó með engar hugsjónir og stefnu.

Það sem má kannski saka mig um er að vera of linur í umfjöllin minni um Samfylkinguna.

Hafðu í huga að Samfylkinginn ber mikla ábyrð á Landsdómsmálinu, Magnús Orri og Oddný sátu í þingmannanefnd sem ákvað að haldin yrðu hér fyrstu pólitíku réttarhöldin í lýðveldissöguni og svo var það Helgi Hjörvar, Ólína, Skúli Helga og Sigríður Ingibjörg sem sögu Já VIÐ AÐ SENDA GEIR EN HLÍFÐU SÍNU FÓLKI, ævarandi skömm mun vera á þessu fólki alla tíð , lágmark að þau biðji heiðursmanninn Geir H Haarde afstökunar á þessar svívirðilgu framkomu í hans garð.

Óðinn Þórisson, 7.5.2016 kl. 09:49

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það hefur nú löngum verið sagt að það sé óásættanlegt fyrir Sjálfstæðismenn að vera undir 30% em mú eru menn ánægðir með stöðu flokksins. Vissulega finnst mér óásættanlegt hvernig Samfylkingin stendur en  8 til 10% eru rétt rúmlega undir skekkjumörkum frá síðustu kosningum. Auðvita reikna ég með auknu fylgi. Það er náttúrulega engin flokkur sem mælist með mikið fylgi þegar að fólk veit ekki einu sinni hverjir leiða flokkinn eftir mánuð. Eigum við ekki að skoða fylgið í sumar þegar nýr forysta er komin yfir flokkinn Stefnumál hans hafa verið kynnt almennilega og baráttan hafin fyrir alvöru. Furðulegt líka að um leið og upplýst er að forysta Sjálfstæðisflokks er opinberuð fyrir að hafa hagað sér alveg eins og allir útrásarvíkingar með fyrirtækjafléttum í skattaskjólum þá aukist fylig flokksins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.5.2016 kl. 12:33

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - það eru breyttir tímar og ef Sjálfstæðisflokkurinn nær að halda ca 28 % fylgi yrði það mjög gott enda er núvernadi stjórnarflokkar búnir  að vera að moka flórinn eftir skattpíngarstefnu vinstri - óstjórninar og byggja landið upp aftur.


Ólöf og Bjarni hafa útskýrt sín mál mjög vel og tek ég þær skýringar gildar þar til annað kemur fram.

En besta sem gæti gerst á þessum landsfundi ykkrr núna í Júní væri að leggja niður flokkinn, er ekki vörumerkið Samfylkingin ónýtt ?

Óðinn Þórisson, 7.5.2016 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 415
  • Frá upphafi: 870425

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 299
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband