Píratar anarkistar og trúleysingjar ?

Þessi hótun þingmanns Pírata ætti að fá stjórnarliða til að hugleiða mjög alvarlega hvort þeir eigi að gefa eftir og halda kosningar í haust.

Ríkisstjórnin hefur skýran meirihluta og að þingmaður 3 þingmanna þingflokks hóti svona er varla boðlegt en kannski í samræmi við Pírata enda eru þeir ekki anarkistar og trúleysingjar ?


mbl.is Hótar því að öll mál verði stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þessi hótun jafngildir sjálfsmarki í fótbolta!

Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2016 kl. 12:28

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - nákvæmlega.

Óðinn Þórisson, 26.7.2016 kl. 12:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er það anarkismi að stofna með sér skipulögð stjórnmálasamtök?

Og hvað hafa trúarbrögð (eða ekki), með stjórnmál að gera?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2016 kl. 13:36

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - er eitthvað skipulag bakv við Pírata ?

Að tala gegn kristinni trú og þjóðkirkjunni sem okkar samfélag er byttt á er það ekki stjórnmál ?

Óðinn Þórisson, 26.7.2016 kl. 13:46

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur - er eitthvað skipulag bakv við Pírata ?

Nú vitum við báðir að þú ert að spyrja gegn betri vitund. https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit?nafn=Píratar

Að tala gegn kristinni trú og þjóðkirkjunni sem okkar samfélag er byttt á er það ekki stjórnmál ?

Nei, stjórnmál hafa ekkert með trúarbrögð að gera. Þess vegna er líka fráleitt að herma neitt varðandi þau upp stjórnmálasamtökin Pírata.

Aftur á móti er til fólk sem vill misnota stjórnmál til að þvinga sinni "ríkistrú" upp á alla aðra í samfélaginu. Það eru ekki Píratar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2016 kl. 13:55

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ég held að þú sért vísvitandi að misskilja fyrri spurninguna mína. Þú veist hvað ég er að tala um með skipulag.

Þú segir að stjórnmál hafi ekkert með trúmál að gera, er ekki trúarstríð í heimimum, ISIS er að ráðast gegn lýðræðinu og frelsi vestrænna þjóða og gilda með hryðjuverkaárásum

Óðinn Þórisson, 26.7.2016 kl. 14:58

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vandamálið er, Óðinn að það er lífsins ómögulegt að rökræða nokkurn skapaðan hlut við Guðmund.  Hann virðist verra vel að sér og mjög skynsamur maður en að þessu leiti hefur skynsemin yfirgefið hann, hann hefur fyrirfram mótaðar skoðanir á öllum málum og það breytir þeim enginn mannlegur máttur og fær heldur ekki tækifæri til þess.

Jóhann Elíasson, 26.7.2016 kl. 15:04

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn. Skipulagið er í fínu lagi. Punkturinn hjá mér var sá að það samrýmist ekki hugmyndum anarkista að stofna með sér skipulögð stjórnmálasamtök. Varðandi trúmálin, þá er auðvitað kolrangt að nota þau sem tilefni til stríðsátaka, um það virðumst við vera sammála. Ég myndi til dæmis aldrei vilja fara í stríð við neinn þó hann aðhyllist einhver trúarbrögð.

Jóhann. Þú segir að það sé ómögulegt að rökræða við mig, sem er nú samt það sem við erum að gera hérna. Hinsvegar er rangt að ég hafi fyrirfram mótaðar skoðanir á öllum málum. Í fyrsta lagi þá er óljóst hvað þú átt við með "fyrirfram" því maður getur ekki mótað sér skoðun fyrirfram á einhverju sem maður þekkir ekki. Þær skoðanir sem ég hef mótað mér hafa ekki orðið til fyrr en eftir að ég hef staðið frammi fyrir einhverju sem ég mótaði mér skoðun á. Í öðru lagi, þá er það alls ekki svo að ég hafi skoðanir á öllum málum, þvert á móti er fjöldinn allur af málum til sem ég hef ekki myndað mér afgerandi skoðanir á. Í þriðja lagi, þá er það alls ekki rétt að "enginn mannlegur máttur" geti breytt mínum skoðunum. Oft um ævina hef ég skipt um skoðun á hinu og þessu, og í öll skiptin varð það mannlegur máttur sem varð þess valdandi, það er að segja minn eigin, og stundum jafnvel sannfæringarmáttur annarra einstaklinga. Hvort að þú hafir sjálfur þá upplifun, er alls enginn mælikvarði á allt annað í tilverunni. Ég skipti þó oftar um sokka, en skoðanir á málefnum, það skal ég fúslega játa.

En kannski ég ætti þá að spyrja á móti: Er hægt að rökræða við þig? Hefur þú ekki "fyrirfram mótaðar skoðanir" á ýmsum málum? Getur mannlegur máttur breytt þeim skoðunum? Hvers vegna ætti einhver mannlegur máttur að breyta þeim skoðunum? Ert þér ekki frjálst að hafa hverjar þær skoðanir sem þér sýnist, burtséð frá því hvort aðrir myndu hugsanlega vilja breyta þeim?

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2016 kl. 15:35

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

 Flott hjá þér Guðmundur! Annars rámar mig einhvern veginn í smáflokk sem tók stjórnmálin í gíslingu á síðasta kjörtímabili, en mælist nú með örfylgi og stefnir enn neðar miðað við síðustu fréttir.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.7.2016 kl. 15:43

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - vandamál Pírata er að það er engin leið að átta sig á því fyrir hvað þeir standa og hvaða skoðanir þeir í raun og veru hafa því það fer í raun og veru bara eftir þvi hvaða Pírata er verið að tala við í hvert skiptið.

Ef við skoðum t.d Helga Hrafn sem er frekar frjálsyndur meðan Birgitta er í raun og veru sósíalisti sem hatar Sjálfstæðisflokkinn og hefur útllokað að Pírtar starfi með honum eftir kosningar.

Óðinn Þórisson, 26.7.2016 kl. 16:36

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ISIS vilja og eru í stríði við hinn vestræna heim.

Hvað leggja Píratar til að við bjóðum þeim upp á cafe late og ræðum málum :)

Óðinn Þórisson, 26.7.2016 kl. 16:39

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Brynjólfur - hvaða flokk ert þú að tala um og hverning tók hann stjórnmálin í gíslingu ?

Óðinn Þórisson, 26.7.2016 kl. 16:40

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"

Píratar anarkistar og trúleysingjar ? Kominn flokkur fyrir mig?

Jósef Smári Ásmundsson, 26.7.2016 kl. 17:54

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn. Ég gæti alls eins spurt þig, sem Sjálfstæðismann: Hvað leggja Sjálfstæðismenn til að verði gert varðandi ISIS? (Spurningin er auðvitað fáránleg.) Hryðjuverkasamtök eru ólögleg á Íslandi og ef slík samtök myndu spretta upp hér þá væri það hlutverk lögreglunnar að bregðast við því, en ekki stjórnmálaflokka. Raunhæft dæmi um þetta er hvernig lögreglan hefur hingað til komið í veg fyrir tilraunir norrænna vélhjóla-/glæpasamtaka til að koma á fót útstöðvum hér á landi. Ég minnist þess ekki að þær aðgerðir hafi útheimt þáttöku neinna stjórnmálaflokka í þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2016 kl. 18:16

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - þú´hefur getað copy/pastað textan með stærri stöfum :)

Óðinn Þórisson, 26.7.2016 kl. 18:26

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - hversvegna er spurningin fáránleg hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert varðandi ISIS ? jú fordæmt hryðjuverk.

Hverning veist þú hvort ISIS séu ekki núþegar komnir til íslands ?

Það virðist nú ekki vera mikil áherla hjá Pírötum á öfluga lögrelgu, hef átt samtal á netinu við Pírata og ssm hafa spurt mig við hvað ég sé hræddur þar sém ég vill öfluga lögreglu og að hún sé vel tækjum búin.

Óðinn Þórisson, 26.7.2016 kl. 18:30

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn - Það að fordæma eitthvað er yfirlýsing en ekki aðgerðir. Að sjálfsögðu fordæma Píratar hryðjuverk, enda eru þeir almennt andvígir því að fólk meiði annað fólk, allavega flestir sem ég hef talað við. Það er hinsvegar hvorki á færi né verksviði stjórnmálaflokka að gera neitt sérstakt í málum sem falla undir verksvið lögreglu. Píratar hafa ekki gert neinar tillögur um breytingar á því fyrirkomulagi, hvað varðar varnir við hryðjuverkum, og á meðan svo er þá er stefnan einfaldlega sú sama og hingað til hefur verið opinberlega við lýði í þeim málaflokki.

Persónulega hef ég ekki hugmynd um hvort einhverjir ISIS liðar hafi komið til Íslands. Ef þú býrð yfir einhverjum slíkum upplýsingum, komdu þeim þá endilega á framfæri við lögregluna.

Þú segist vilja hafa öfluga og vel tækjum búna lögreglu. Ég veit ekki til þess að Píratar hafi neitt á móti því. Hinsvegar kann að vera einhver skoðanamunur um hverskonar tækjum sé best að búa lögreglu með, og hvað eigi að felast í "öflugri löggæslu". Píratar eru til dæmis mjög andvígir því að lögreglan sé öflug í því að raska friðhelgi einkalífs borgaranna, á meðan sumir aðrir eru þeirrar skoðunar að hverskonar röskun á borgaraleg réttindum sé réttlætanleg undir yfirskyni einhverskonar meintra varna gegn hryðjuverkum. Það er hinsvegar umræða sem snýst alls ekki um ISIS eða önnur hryðjuverkasamtök sérstaklega, heldur einfaldlega hvaða meðölum sé æskilegt að beita og hversu langt sé þörf á að ganga í beitingu þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2016 kl. 18:46

18 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Óðinn, ætli ég hafi ekki verið að hugsa um Framsóknarflokkinn ... en mikið logandi hræddir hljóta ISIS liðar annars að vera eftir fordæmingu Sjálfstæðisflokksins. Og fölna eflaust við tilhugsunina um stóreflda löggæslu á Íslandi.

Annars skilst mér að franska löggan sé vel vopnum búin, fjölmenn og fílefldt. Enda hefur árangur hennar verið óumdeildur í baráttunni gegn hryðjuverkum þar í landi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.7.2016 kl. 18:50

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - " enda eru þeir almennt andvígir því að fólk meiði annað fólk "

Ég er þessu sammála en það vonda er til og ef þú ætlar ekki að tapa fyrir því verða þjóðir að vera reiðubúinn að berjast fyrir sín frelsi.

" Hinsvegar kann að vera einhver skoðanamunur um hverskonar tækjum sé best að búa lögreglu með "

Ég hef alltaf verið stuðningsmaður að íslensk lögregla hafi þann tækjbúnað sem þarf til að takast á við verstu aðstæður sem gætu komið hér upp, rétt ég er að tala um byssur.

Með lögum skal land byggja og til þess þurfum við lögreglu sem getur tekist á við það þegar þau er brotin.

Óðinn Þórisson, 26.7.2016 kl. 19:44

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Brynjólfur - ok Framsókn, hverning tók hann stjórnmálin í gíslingu ?

Áhugaverð nálgun hjá þér varðandi lögregluna í Frakkalndi og hryðjuverk.

Ein spurning ert þú Pírati ?

Óðinn Þórisson, 26.7.2016 kl. 19:47

21 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jú ég er skráður í pírataflokkinn, er trúlaus en ekki anarkisti.

Athyglisvert segir þú ... Bandaríska lögreglan er best vopnum búna lögregla í hinum vestræna heimi, reikna ég með. Ekki gengur þeim vel að stöðva endalaus blóðböð og hryðjuverk þar í landi. 

Vopnabúnaður lögreglu hefur engin letjandi áhrif á ISIS - markmið þeirra eru einmitt að vekja upp slík viðbrögð: Að óttast, að hata, að vopnast.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.7.2016 kl. 05:43

22 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Og þetta með að taka stjórnmál í gíslingu - hvað er að gerast akkúrat núna? En í tíð síðustu ríkisstjórnar sýndi SDG einnig friðarspillishæfileika sína með endalausu málþófi og hótunum úr ræðustóli.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.7.2016 kl. 05:45

23 Smámynd: Óðinn Þórisson

Brynjólfur - er ekki lögreglan að ná að fella flesta ef ekki alla af þessum hryðjuverkamönnum, t.d sá sem drap 84 einsaklinga á Bastilludeginum, þeir gátu honum ekkert cafe late heldur felldu hann.

Bandaríska lögreglan er að fella þessa hryðjuverkamann eða dæma þá til dauða eins og BostonBrjálæðinginn.

Er ekki þingmaður Pírata að hóta ríkisstjórninni að stoppa öll mál með málþófi ef ríkisstjórnin gerir ekki eins og hún vill. Ég er sammála SDG að því leiti að það verður að klára þau mál sem ríkisstjónrin ætlaði að klára á þessu kjörtímabili.

Óðinn Þórisson, 27.7.2016 kl. 07:28

24 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Er ég að skilja þig rétt að þú teljir vopnavæðingu lögreglu fyrst og fremst snúast um að gera hana að einhvers konar aftökusveit án dóms og laga? Athyglisvert ...

Þingmaður Pírata hótaði vissulega málfþófi, ef ég skildi hana rétt, en ég sé nú ekki að hún geti ein staðið fyrir því. Minnihluti getur beitt málþófi til að reyna að ná sínu fram eins og mörg dæmi sanna, í tíð síðustu ríkisstjórnar beittu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þessu óspart og á núverandi þingi hefur stjórnarandstaðan fylgt sömu leikreglum. 

Það er sem sagt ekki anarkismi að hóta málþófi, heldur einmitt í fullu samræmi við lýðræðishefðir landsins og starfshátta Alþingis. Hvað það hefur með trú eða trúleysi að gera á ég erfitt með að skilja.

Hvort sem menn eru sammála SDG eða ekki (og eflaust eru margir sammála honum) þá má ekki gleyma því að stjórnmál snúast um að sigra kosningar, og engin málefni eru svo mikilvæg að þau verði að klára næsta vetur sama hvað.

SDG og framsókn virðast vera að eyðileggja þann litla pólítíska velvilja sem þeir áttu eftir með því að tala um að svíkja enn eitt loforðið, þeir geta varla reiknað með því að frá frið til þess? Sundrungarstjórnmál eins og SDG stundar af miklum kappi eru ekki vænleg til árangurs.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.7.2016 kl. 08:03

25 Smámynd: Óðinn Þórisson

Brynjólfur - það eru lög og reglur í landinu og þau styð ég en hvað viljið þið Pírtar gera eins og t.d í frakklandi þegar brjálæður maður keyrði yfir og drap 84 einstklinga ?

Á að leifa honum að klára út götuna eða þar til hann verður bensínlaus eða á að stippa hann með fullu valdi eða viljið þið  bjóða honum upp á cafe late þegar viðkoandi er búinn að fremja svona boðaverk ?

Óðinn Þórisson, 27.7.2016 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 323
  • Frá upphafi: 870018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 227
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband