Billegt hjá Silju Dögg

Verð að viðurkenna að þetta er billegt hjá Silju Dögg sem væntanlega lítur á stjórnarsamstarfið eins og Eygló að hafa verið í slagsmálum við samstarfsflokkinn.

Framskón að fara á taugum enda flestir þingmenn að hætta eða eiga á hættu að ná ekki endurkjöri og ætla að reyna klína þessu öllu yfir á samstarfsflokkinn sem er ótrúlega billegt og vart boðlegt.


mbl.is Afnám verðtryggingarinnar lagt fram sem þingmannafrumvarp?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Billige hjá Silju Dögg segir pistilhöfundur, en það er staðreind að Sjálfstæðisflokkur er á móti afnámi verðtryggingar á lánum, annars væri frumvarp um afnám verðtryggingar á lánum stjórnarfrumvarp en ekki þingmannafrumvarp.

Nú er bara að sjá hvað Vinstri Grænir, Björt Framtíð og Sjóræningjarnir gera, en auðvitað verður meirihluti Samfylkingarinar á móti afnámi verðtryggingar á lánum, eins og þau hafa sýnt undanfarið.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 30.7.2016 kl. 15:07

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Framsóknarmenn samir við sig...auðvitað er reynt klína þessu öllu yfir á samstarfsflokkinn á lokasprettinum.

Framsókn er smáflokkur með mikilmennskubrjálæði.

Friðrik Friðriksson, 30.7.2016 kl. 16:41

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - Framsókn vissi nákvæmlega afstöðu samstarflokksins varðandi verðtrygginguna þegar stjórnarsáttmálinn var samþykktur þannig er þetta billegt hjá þessum þingmanni.

Kenna öðrum um eigið getuleysi.

Óðinn Þórisson, 30.7.2016 kl. 18:39

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - Framsókn er núna að sýna sýnar réttu hliðar, rústa 2 bæjarfélögum með því að taka kvódann af þeim og færa hann yfir í kjördæmi annarsvegar landbúnaðarráðherra og hinsvegar formanns flokksins.

Framsókn verður smáflokkur eftir næstu alþingskosningar, það eru allir búnir að fá nóg af vinnubrögðum flokksins.

Óðinn Þórisson, 30.7.2016 kl. 18:42

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ertu með kíkinn fyrir blinda auganu Óðinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2016 kl. 19:28

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel - nei, hversvegna spyrðu ?

Óðinn Þórisson, 30.7.2016 kl. 20:41

7 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Nýjir tímar að koma en Framsókn kemur þar hvergi nærri.

Píratar mælast með þetta mikla fylgi...veit samtr enginn hverjir þeir eru.

Vinstri græn líka.

Langbest væri fyrir mann að þegja...er svo furðulegt

Friðrik Friðriksson, 30.7.2016 kl. 22:22

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðirk - Sigmundur ætlar að sitja áfram og enginn þorir gegn honum , það verður fall Framsóknar, Lilja sem formaður gæti breytt miklu fyrir fylgi flokksins.

Píratar, anarkistar og trúleysingjar.

A.m.k þá er þessi ríkisstjórn búin að vera, því miður.

Óðinn Þórisson, 30.7.2016 kl. 22:50

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú bara svo að Sjálfstæðisflokkurinn er aðal rústaflokkurinn í landsmálum, sveitar og bæjarfélögum. Spurningin er, hefur peninga elítan keypt Sjóræningjana og nýju flokkana sem eru að birtast?

Svo ættla ég að vona að kjósendur ættli að nota það sem er á milli eyrna þeirra sem þeir fengu í vöggugjöf og yfirgefi peningelitu fjórflokkana (Sjálfstæðisflokkin, Framsókanarflokkin, Samfylkingarflokkinn og stór svikarana Vinsti Græn flokkin).

Ef kjósendur halda að það verði einhver breyting að kjósa sömu peningaelítu flokkana aftur og aftur, þá er það algjör misskilningur.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 31.7.2016 kl. 08:12

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - þú hefur streka skoðun á Sjálfstæðisflokknum og frjálst að hafa hana þó svo ég deili henni ekki með þér.


Ef við fáum ríkisstjórn þar sem VG og Samfó verða í verða hér talsverðar skattahækkanir á fólk og fyrirtæki og ráðstöfunartekjur fólks munu minnka og það verður ativnnuleysi. Aumingjastefna þessar flokka mun taka við.

Hvað varðar Pírta ef þeir verða í ríkisstjórn með þessum 2 flokkum þá munu þeir einfaldlega gera eins og þeim er sagt líkt í borgarstjórn af þessum sömu flokkum. Það er bara þannig.

Óðinn Þórisson, 31.7.2016 kl. 09:53

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Óðinn, hvað gerðist þegar Samfó og Sjallarnir voru í ríkisstjórn í byrjun þessarar aldar?

Hvort var verra Ríkisstjórn Geir Haarde eða Ríkisstjórn Jógu Sig.?

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 31.7.2016 kl. 10:03

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - Samfó hefur notað þennan frasa " þegar við komum að borðinu " um þegar þeir tóku sæti í ríkisstjórn með VG. 

Versta ákvörðun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið var að fara í ríkisstjórn með Samfylkingunni.

Það varð alþjóðlegt fjármálahrun 2008 og ísland lenti í þvi og hver var bankamálráðherra jú. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingmaður.

Óðinn Þórisson, 31.7.2016 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 313
  • Frá upphafi: 870020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband