Er fólk að átta sig

Þetta er kanski ákveðin vísbending um að fólk er að átta sig á því að þessi minnihlutastjórn er ekki líkleg til afreka.
Þessi minnihlutastjórn var myndum um ákveðin verkefni en hefur brugðist þjóðinni algjörlega og því eðlilegt að fólk snúi stuðningi sínum aftur til ábyrgs og heilsteypts stjórnmálaflokks með skýra framtíðarsýn x-d
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst milli vikna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hlýtur að vera að grínast. Sjálfur er ég hægri maður og hef verið vanur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þó mér hafi mislíkað ýmislegt sem þeir hafa gert í gegnum árin (á ég þá sérstaklega við pólitískar skipanir dómara og ESB hræðsluáróður). Í þetta sinn mun ég kjósa Samfylkinguna og þá vegna ESB en ekki sökum þess að þeir hafi tekið upp kyndil hægri hreyfingar á Íslandi. Hinar eru þó ástæðurnar fyrir því að ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn núna. Það kom nefnilega fram á landsfundinum 2 atriði:

1. Sjálfstæðismenn geta ekki tekið erfiðar ákvarðanir (ESB) ef þær stíga á tær eiginhagsmuna einhvers lítils minnihluta flokksmanna. Að búa til einhverja endurreisnarskýrslu sem segir hreint út að við þurfum nýjan gjaldmiðil og álykta svo á landsfundi að vera ekki með neina stefnu í þeim málum kalla ég ekki góða framtíðarsýn, ég kalla það að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. 

2. Klappa fyrir Davíð eins og mongólíti. Ég hef ekkert á móti manninum en öllum er það ljóst að hann er með allmargar beinagrindur í skápnum og það eitt gerði hann vanhæfan seðlabankastjóra, burtséð frá því á hvaða öðrum mistökum hann gæti átt sök á. Fyrir og eftir þetta allt saman hefur hann látið eins og hann hafi aldrei stigið í poll á ævinni og það séu allir aðrir að skvetta á hann, bankamenn, stjórnmálamenn, sjálstæðismenn (by way of endurreisnarskýrsla), bretar, hollendingar, etc. Hann trúir því væntanlega að hann hafi ekki gert mistök en spurðu hvaða hagfræðing sem er, svo lengi sem hann er ekki með barmmerki x-d, hvort sú trú sé óskhyggja þá muntu fljótt komast að því að það er raunin. Þetta á hver einstaklingur með undirmeðallags greindarvísitölu að átta sig á og þess vegna fannst mér að það að klappa fyrir þessu biturð festivali sem þessi ræða hans var sýna mér að þeir sem voru á fundinum, að móta stefnu og taka ákvarðanir, séu annaðhvort heimskir eða með foringjadýrkunargeðsjúkdóm á háu stigi.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 08:29

2 identicon

Ábyrgur og heilsteyptur, ja hérna, og með framtíðarsýn.  Nú er sennilega réttast að grípa til íslensku orðabókarinnar sem við flest fengum í fermingargjöf í gamladaga, bara svona til að bera orðskýringarnar saman við Sjálfstæðisflokkinn og leggja máta á hvort einhver tengsl séu þarna á milli.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 08:31

3 identicon

Ég er sammála þessi ríkisstjórn sem nú er við völd er ekki líkleg til afreka...Ég vona bara að fólk fari að átta sig á því...

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 08:53

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"ábyrgs og heilsteypts stjórnmálaflokks með skýra framtíðarsýn x-d"
Þú reddaðir morgninum fyrir mér, og trúlega öllum deginum. Ef eitthvað fer í skapið á manni það sem eftir er dags þá þarf maður væntanlega aðeins að rifja þetta gullkorn upp og brosið mun óhjákvæmilega læðast aftur fram.

Hefur þér dottið í hug að reyna fyrir þér sem skemmtikraftur???

Haraldur Rafn Ingvason, 15.4.2009 kl. 08:58

5 identicon

Jón Hrafn, Samfylkingin?

Ekki mun ég kjósa flokk sem vill afsala Íslandi part af fullveldi okkar. Það þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann til að sjá hvernig það heppnaðist síðast - vegna svipaðra ástæðna. Ég tala nú ekki um þau stjórnarskárbrot sem hann hefur framið, og finnst það ekkert tiltökumál.

Annars veit ég ekki betur en að krónan hafi hríðfallið nú undanfarnar vikur - allt síðan að norðmaðurinn kom í bankann. Er það ekki vanhæfni, sérstaklega þegar markimiðið var að halda henni stöðugri? Þá vil ég frekar hafa Davíð sem tókst að halda henni stöðugri.

En þetta eru semsagt ástæðurnar fyrir því að þú kýst ekki sjálfstæðisflokkinn:

1. Þú vilt afsala Íslandi fullveldi og færa auðlindir okkar til ráðamanna ESB þar sem við höfum lítinn sem engann atkvæðarétt.

2. Sjálfstæðismenn klöppuðu fyrir ræðu fyrrverandi formanni flokksins, sem nú er sestur í helgan stein.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:06

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Er virkilega hægt að vera hægrimaður og vilja í Evrópusambandið? :)

En að öllu gríni slepptu þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu í Evrópumálum, það er ekki eftirsóknarvert að koma Íslandi undir yfirráð Evrópusambandsins. En ég geri mér grein fyrir því að í augum sanntrúaðara Evrópusambandssinna flokkast ekkert sem stefna nema að koma landinu inn í sambandið. Svona í anda þess að þegar Evrópusambandið sjálft telur það ekki niðurstöðu t.d. þegar Írar hafna stjórnarskrá sambandsins. Þá á bara að kjósa aftur. Þetta er sama hugsunin í raun og hjá kommúnistunum í Austur-Evrópu á sínum tíma nema hvað að þeir styttu sér bara leið og fölsuðu niðurstöðurnar.Í báðum tilfellum hafði niðurstaðan verið ákveðin fyrirfram.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 09:26

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er gaman að þeim sem eru svo lýðræðissinnaðir að það telur sig geta afgreitt stóran hóp fólks sem gjörspilltan eða vitskertan vegna þess að hann er ekki sammála þeim sjálfum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 10:10

8 identicon

Júlía, við erum í EES. Í EES göngumst við undir eina af þremur stoðum ESB. Ef þú heldur því fram að fara í ESB sé afsal á fullveldi fram yfir það að vera í EES, þar sem við tökum upp reglur án þess að hafa neitt um þær að segja, þá þarftu að lesa þér til. Við værum með neitunarvald í ESB í vissum málum og atkvæðisrétt í öðrum, eins og allar hinar þjóðirnar. Ef þú telur það mistök að hafa farið í EES, gott og vel, frábært, mátt útskýra afhverju. Það er vissulega valid sjónarmið ef þú getur rökstutt það.

Varðandi auðlindir, þá vitum við ekki að hvaða marki auðlindastjórn færist yfir til ESB en yfirfærslan verður aldrei aldrei aldrei jafnmikil og hræðsluáróðurinn. Hefðarréttarreglur ESB tryggja að ekki er hægt að leyfa öðrum þjóðum að veiða á okkar miðum en vissulega myndu samningar varðandi flökkustofna breytast eitthvað. Ég ætla að taka það fram að breytingar á umræddum samningum gætu meira að segja verið okkur í hag. Ég bið þig að googla Common Fisheries Policy áður en þú minnist aftur á auðlindaafsal.

Varðandi ræðuna, sorrý en þetta var ekki kurteisisklapp fyrir gömlum félaga. Ræðan var bitur firra. Norðmaðurinn kemur þessu bara ekkert við, hann er slökkviliðsmaður að reyna að ráða við eld. Davíð tengist hins vegar með beinum eða óbeinum hætti ákvörðunum sem leiddu til þess að eldurinn kveiknaði (einkavæðing bankana, banna þeim að taka upp evru, leggja ekki niður íbúðarlánasjóð etc). Þeirra stöður eru ekki sambærilegar.

Hjörtur, auðvitað er hægt að vera hægri maður og vilja í Evrópusambandið. Ég vil að hér sé stöðugt samfélag þar sem atvinnulíf getur blómstrað og það verður ekki gert með matadorpeningum. Btw, þá var ESB stjórnarskráin felld og hefur ekki komið upp á borðið aftur. Ég spyr þig hvort þú hafir hugmynd um hvað ESB stjórnarskráin var eiginlega? Hún átti að vera skjal sem kom í staðinn fyrir nokkra aðrar samninga, t.d. eins og ef við myndum sameina hegningarlög og skattalög í eitt skjal. Thats all, einn samningur í stað nokkurra annarra. 

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:14

9 identicon

Jón: Evrópusambandið er langt komið að verða ríki og nálgast það enn frekar. Stjórnarskrá, forseti, lög, her, gjaldmiðill og svo framvegis. Einnig hefur sést að einstök ríki hafa mátt sín lítils og er það litið hornauga þegar þau reyna að standa í vegi fyrir frekari þróun í þessa átt. 300.000 manna land mun hafa lítið að segja um þetta. Þess má geta að ESB er sennilega lengra komið í þróun til ríkis en Bandaríkin voru í upphafi. Straumurinn liggur alltaf í þá átt að efla miðstjórnarvaldið. Ef einstök ríki teljast svo hafa eitthvað vald samkvæmt texta stjórnarskrárinnar, verður textinn hugsanlega þá bara túlkaður á nýjan hátt, rétt eins og í Bandaríkjunum (og reyndar á Íslandi líka).

EES felur því miður í sér framsal fullveldis og voru það mistök. T.d. tókum við upp löggjöf ESB í bankamálum, sem fól t.d. í sér innistæðutryggingarnar alræmdu. Ég samþykki ekki þau rök að við eigum að ganga í ESB vegna þess að við erum í EES. ESB er mun stærri pakki en EES. Ég gæti alveg eins sagt, til hvers að fara í ESB, fyrst við erum nú þegar í EES? Ef þetta tvennt er svona líkt, þurfum við þá að breyta nokkru?

Eldurinn kviknaði ekki vegna einkavæðingar, heldur vegna ríkisábyrgðar sem ýtti undir ofvöxt bankanna og ábyrgðarleysi. Evra hefði engu breytt, því þeir voru of stórir. Hún hefði meira að segja dregið úr getu ríkisins til að standa við þessar ríkisábyrgðir, því það er erfiðara fyrir íslenska Seðlabankann að nálgast evrur en krónur. En það er rétt að Íbúðalánasjóður var þáttur í ofvextinum hérna, enda naut hann ríkisábyrgðar eins og hinar lánastofnanirnar.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:41

10 identicon

Júlía:

EES var aldrei hugsað sem langlíft fyrirkomulag heldur sem milliskref að aðild, enda hannað fyrir lönd sem vildu gera fyrirvara við einhverja hluta ESB og um leið taka þátt í opnum markaði á meðan þau aðlöguðu sína fyrirvara að reglum sambandsins. Við þurftum t.d. að breyta fiskveiðikerfinu á þá leið að erlend fjármagn gæti komið þar að, sem við höfum ekki gert. LÍÚ fyrirvarinn.

Reglurnar um innistæðutryggingu eru ekki slæmar, það sem við brenndum okkur á er að stjórnvöld hefðu átt að neyða Landsbankann til þess að gera Icesave að erlendu dótturfyrirtæki, aðgerð sem hefði að öllum líkindum sett Landsbankann á hausinn á þeim tíma. Stjórnvöld annaðhvort þorðu ekki eða vissu ekki að þetta þyrfti að gera en það gerir reglur um innistæðutryggingu ekki alræmdar né óskynsamlegar. Varðandi stækkandi umfang sambandsins, er það frekar útblásið. Að segja að ESB sé með her er eins og að gefa í skyn að Nato sé með sinn eigin her, ESB forsetinn hefur engin völd og stjórnarskráin var aldrei samþykkt.

Af hverju að upgrade-a úr EES í ESB? 3 meginástæður að mínu mati:

1) Krónan. Dragböggull á atvinnulífi í landinu og fælir frá erlenda fjárfesta. Óraunhæft að taka upp aðra gjaldmiðla en Evruna.

2) Stytta kreppunna. Við þurfum stöðugleika, auðveldasta leiðin er ESB. Aðildarviðræður, svo tengja krónu við Evru, svo Evra + aðild. 

2) Koma í veg fyrir brain drain og almennan fólksflutning. Í löndum sem hafa upplifað langvarandi deyfð í atvinnulífinu fer fólk smám saman að flýja land. Með krónuna að vopni getum við bókað að hér ætlum við að fara þrjátíu ár aftur í tímann atvinnulega séð og allir fara að vinna í Evrópu sem það geta.

Varðandi einkavæðingu. Í fyrsta lagi, ef við hefðum haft Evru þá hefðum við haft seðlabanka Evrópu til staðar að bakka okkur upp í bankavandræðunum, enda hefur sá háttur verið á í þeim aðildarríkjum sem lent hafa í veseni út af hruninu. Ég er því ekki tilbúinn að samþykkja að erfiðara hefði verið fyrir íslenska Seðlabankann að takast á við ástandið sem kom í kjölfarið né hef ég heyrt að því að bankarnir hefðu notið löggiltrar ríkisábyrgðar, veit það samt ekki.   

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:43

11 Smámynd: ThoR-E

Hægri menn verða bara að kjósa Frjálslyndaflokkinn.

Engin mútumál þar né tengsl við þá sem rústuðu landinu.

www.xf.is

ThoR-E, 15.4.2009 kl. 13:59

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Jón Hrafn, þú segist vera hægrimaður og alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn - En nú hefur þú tekið þá ákvörðun að kjósa Samfó Og getur þú varla talið sjálfan þig hægrimann í dag - hvaða flokksbrot í Sf styður þú ?
Bíddu getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki tekið erfiðar ákvarðarnir eins og t.d með ESB-aðild - eftir fundarherferð um allt land var niðurstaðan að fara skuli hin tvöfalda leið - hversvegna hafnar Sf því að fólk fái að segja sína skoðun á því hvort farið verði í ræða við Esb - hvort fólk yfir höfðuð hafi nokkurn áhuga á þessu skrifstofubákni -
Ragnheiður, það er gríðarlega mikilvægt að fólk fari að átta sig á því að þessi minnihlutastjórn er ekkert að gera og hefur hótað okkur því að sitja áfram eftir kosningar
Haraldur Rafn, það gleður mig að hafa fengið þig til að brosa En það er lítið broslegt eða gaman af því að hugsa til þess að hér stjórni fólk sem vill aukin ríkisafskipti, meiri/fleiri skatta og er með forræðishyggju að leiðarljósi En ef það er eitthvað sem þér huggnast þá vorkenni ég þér kæri vinur -
Hjörtur, þú spyrð er hægt að vera hægrimaður og vilja ESB- aðild - Nei það held ég ekki En ég held að þeir sem vilja framselja auðlyndir okkar og fullveldi til skrifstofubákns hefur ekki hagsmuni íslendinga að leiðarljósi
Júlía, takk fyrir gott comment
AceR, því miður fyrir ykkur frjálslinda er ykkar flokkur kominn að leiðarlokum

Óðinn Þórisson, 15.4.2009 kl. 20:03

13 Smámynd: ThoR-E

Óðinn: Spyrjum að leikslokum.

Það er enn rúm vika til kosninga, aldrei að vita hvort fjórflokkarnir fái eitt eða tvö mútumál/spillingamál í hausinn í viðbót, á þeim tíma.

Óákveðnir sem og þeir sem hrökklast frá hinum spilltu flokkum ... gætu tekið það upp hjá sér að kjós FF.

Hver veit. ;)

Ég veit að margir harðir sjálfstæðismenn ætla að sleppa því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ... í fyrsta skipti í áraraðir, vegna "styrkja" málsins, skil ég þá vel.

- Þeir aðilar eru harðir hægri menn ... og kjósa varla VG hvað þá Samfylkinguna. Þá eru nú ekki margir kostir eftir í stöðunni ... til hægri.

Kæmi mér ekkert á óvart þótt Frjálslyndiflokkurinn (þrátt fyrir þessa hörmulegu frammistöðu Karls í borgarafundinum í gær) kæmi allavega 4 mönnum inn. Jafnvel fleirum.

Eins og ég segi, við spyrjum að leikslokum. Og þetta er ekki búið fyrr en feiti kallinn syngur.

ThoR-E, 15.4.2009 kl. 20:12

14 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Alveg óþarfi að vorkenna mér, haltu bara áfram á sömu braut við að bæta geð okkar sem sitjum uppi með afleiðingar átján ára stjórnarsetu þíns ágæta flokks. 

Við þekkjum líka afrek hinna flokkana, s.s. svik samfylkingarinnar við fagra Ísland og samstarf þeirra við ykkur um að ljúga að heiminum um ástandið hér korteri fyrir hrun. Hroki þeirra í kjölfar hrunsins er líka mörgum enn í fersku minni.

Framsókn mun seint ná að þvo af sér langvarandi kjördæmapot og undirlægjuhátt. 

VG hafa ekki náð að gera neitt teljandi af sér, annað en að vera meðreiðarsveinar ykkar í eftirlaunafrumvarpinu - vegna þess að þeir hafa aldrei áður komist í stjórn!

Frjálslyndir... jú, það er alltaf dálítið gaman að Adda Kitta Gau, en þeir hafa ekki frekar en VG náð að gera teljandi axarsköft sökum áhrifaleysis. 

Varðandi þessa vinstri grýlu sem þú veifar, þá er erfitt að sjá hvernig ríkisafskipti eiga ekki eftir að aukast hvort eð er, þar eð allar helstu fjármálastofnanri eru nú í eigu þess og þar með í raun einnig stór hluti heimila og fyrirtækja. Skattahækkanir/afkomuskerðingar verða hvort sem er með einhverjum hætti - beinar eða óbeinar - sama hver tekur við.

Af því sem þú nefnir er forsjárhyggja Skallagríms sennilega það eina sem við mundum ekki fá yfir okkur hvort sem er. Vonandi verður hægt að halda henni í skefjum... vil samt frekar þurfa að glima við hana en áframhaldandi "stefnu sem ekki brást"...

Haraldur Rafn Ingvason, 15.4.2009 kl. 21:18

15 identicon

Óðinn, því miður eiga stjórnmálaflokkar á Íslandi oftast lítið sameiginlegt með þeim hugsjónum og stefnum sem þeir kenna sig við. Svo við tökum Sjálfstæðisflokkinn sem dæmi, sem að nafninu til er hægri flokkur, þá hefur hann ekki nýtt þann langa tíma sem hann hefur haft í stjórn til þess að draga úr umsvifum ríkisins á sviðum sem eiga ekkert að koma ríkinu við samkvæmt kenningum hægrimanna. Hlutir eins og ÁTVR, RÚV, listamannastyrkir, Sinfónían, Þjóðkirkjan og Íbúðarlánasjóður (og þetta er ekki tæmandi listi) væru ekki til í dag ef Sjálfstæðisflokkurinn aðhylldist í raun hægri stefnu. Ótrúlegt að það sé til fólk sem finnst að ríkið ætti ekki að standa í neinum af þessum óþarfa og vilja um leið ganga inn í þetta ægilega "skrifstofubákn" eins og þú kallar það. Sorrý karlinn, það að lita ESB aðild sem eitthvað hægri eða vinstri mál lýsir einungis vanþekkingu lýsandans.

p.s. það er skriffinnskubákn, ekki strifstofubákn.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:35

16 identicon

Jón: Það er einfaldlega rangt að EES hafi verið hugsað sem skref inn í ESB. EES var einfaldlega samningur sem stendur einn og sér, hvað sem svo verður.

Varðandi innistæðutryggingar er alltaf hægt að segja að ríkið hefði átt að bregðast við. Já, ríkið hefði líka getað brugðist við ofvexti bankanna að öðru leyti. Og ekki bara íslenska ríkið, heldur ríki heims. Samt eru engar fréttir um að slíkt hafi gerst, nema kannski í Líbanon. Þetta kerfi ríkistryggingar byggist á því að valdafólk í fjármálaheiminum hafi mun meiri hæfileika en raunhæft er að áætla. Einfaldast er að afnema ríkistrygginguna og allan þennan pilsfaldakapítalisma.

Það er fyrsta skrefið í átt að Evrópuríki að vera með forseta. Hann mun fá meiri og meiri völd. Stjórnarskránni var breytt í "Lissabonsáttmálann" og henni skal komið í gegn. Herinn er á teikniborðinu. Allt stefnir þetta í eina átt.

Það sem þú segir um ástæður þess að ganga í ESB:

1. Upptaka evru gæti leyst ákveðinn vanda og þá væri einhliða upptaka betri en innganga í Evrópuríkið. Aðalvandinn er samt eftir sem áður miklar erlendar skuldir og þær hverfa ekki við upptöku evru.

2. Það er ekkert sem segir að innganga í ESB stytti kreppuna. Við erum í kreppu vegna þess að við skuldum of mikið. Skuldirnar fara ekki við það að ganga í ESB.

3. Sama athugasemd og við 2. Það getur vel verið að fólk fari að flytja úr landi en innganga í ESB mun litlu breyta um það.

Þú segir svo að Seðlabanki Evrópu hefði getað bakkað okkur upp í bankavandræðum. Hann hefur ekki sýnt vilja til þess gagnvart þeim löndum sem eru í ESB. Það hafa verið ríkin sjálf sem hafa verið að bakka sína banka upp.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:18

17 identicon

Júlí:, Já, ekki er ég ósammála um að þáttur ríkisstjórna heimsins sé mikill í hruninu, því verður þó ekki breytt að við fengum sérstaklega mikla gagnrýni í pressunni á Norðurlöndum á seinustu árum og býst ég við að margur daninn sé að hugsa "I told you so". Hæf ríkisstjórn hefði ekki ignorað allar erlendar gagnrýnisraddir. Og ekki er það rétt hjá þér með EES heldur. Öll löndin sem hafa farið í EEC hafa eftir nokkur ár farið í ESB. Það er ekki tilviljun. 

Ég er hins vegar ekki sammála um þetta Evrópuríki sem er til í hausnum á þér. Stjórnarskráin er ekkert annað en samansafn af öðrum sáttmálum sem öll aðildarríkin hafa þegar samþykkt, auk fáeinna nýmæla. Eftir að stjórnarskráin var felld urðu umrædd nýmæli að Lisbon sáttmálanum. Allt er þetta hægt að finna á þessari skelfilega ljótu vefsíðu:

http://www.unizar.es/euroconstitucion/Home.htm

 Varðandi rest:

1. Einhliða upptaka kemur ekki til greina frá bæjardyrum ESB séð. Við getum alveg tekið Evru upp en viljum við reita okkar helstu viðskiptalönd til reiði með því, ekki veit ég hver viðbrögðin yrðu.

2. Allt sem kemur á stöðugleika styttir kreppuna, hvort heldur þú að sé betri uppskrift að stöðugleika, ESB eða krónan? Burtséð frá því þá verður samningsstaða okkar varðandi skuldir sem verðandi ESB ríki betri en sem EES ríki.

3. Fólk fer, það er bókað en hversu margir ræðst af því hvort við ætlum að synda í land með ónýtan kút (króna) eða á jet ski (evra.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 00:17

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

AceR, jú vissulega spyrjum við að leikslokum En eins og staðan er í dag er fátt sem bendir til að ff verði hluti af framtíðinni
Haraldur Rafn, mestu mistök framsóknar seinni ár er það að hafa ákveðið að verja þessa minnihlutatjórn falli - það verður þeim dýrt
Sf-fólk talar um ESB-aðild sem algjört lykilmál og reyndar þeirra eina mál En samt hefur enginn sf-þingmaður þorað að segja að þetta verði úrslitamál í myndun ríkisstjórnar eftir kosningar Og hefur t.d Jón Bjarnason sagt að Sf sé að einangrast vegna afstöðu þeirra til Esb-aðildar - auðvitað var fagra ísland ekkert annað en lélegt auglýsingablagg -
Annars Haraldur treysti ég fólkinu til að mæta á kjörstað og taka ábyrga ákvörðun í kjörklefanum
Jón Hrafn, það er ákveðið í þinni athugasemd sem ég er ekki sáttur við en þar sem ég er lýðræðisinni ætla ég að leyfa henni að standa.

Óðinn Þórisson, 16.4.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 405
  • Frá upphafi: 870409

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 289
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband