29.7.2023 | 08:34
Forysta Sjálfstæðisflokksins verður að fara að vakna
Það er eðliegt að spyrja alvarlegra spurninga þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum og stöðu hans eftir 6 ára samstarf við VG.
Flestir Sjálfstæðismenn voru sáttir við miðað við aðstæður að taka eitt kjörtímabil með VG EN að enurnýja það og gefa VG áfram Forsætisráðherrastólinn voru mistök.
Eins og komið hefur fram nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki fram sinni stefnu og áherslum í flóttamannamálum, orkumálum og varnarmálum í samstarfi við VG.
Þögn v.formanns Sjálfstæðisflokksins og 2.þingmanns Norð - vestur kjördæmis þegar matvælaráðherra VG stoppaði hvalveiðar með 1 dags fyrirvara og tók vinnu af 200 fjölskyldum var mjög há. Ég ætla ekki að minnast á svik Matvælaráðherra VG við strandveiðimenn.
Það verður að slíta þessu stjórnarsamstarfi við VG og skoða hvort Framsókn sé reiðubúin til að taka á þessum málum í samstarfi við Miðflokk/Flokk Fólksins með hagsmuni íslands að leiðarljósi.
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
![]() |
Óttast klofning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.7.2023 | 07:38
Kristn trú er ekki einstaklingshyggju-trú
Það virðist vera mjög umdeilt hvort biskup sé umboðslaus eða ekki en það má öllum vera það ljóst að þessi mikla umræða um biskup getur og hefur kannski skaðað þjóðkirkjuna okkar.
Ísland er kristin þjóð og það er mikilvægt að enginn vafi ríki um umboð biskups okkar íslendinga.
Það er von mín að biskup hugleiði mjög alvarlega hvort rétt sé að biskup haldi áfram vegna mikils vafa um umboð hans.
![]() |
Ráðning sögð lögleysa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.7.2023 | 08:15
Of margir flokkar sem vinna undir forystu Samfylkingarinnar
Ákvörun Framsóknar í Reykjavík um að vinna undir stjórn Samfylkingarinnar er merki um að flokkurinn er líklega að undirbúa að taka þátt í næstu vinstri stjórn undir forystu Samfylkingarinnar.
Ákvörðun Viðreisnar í Reykjavík um að halda áfram að vinna undir Samfylkunngi staðfesti það að Viðreisn er bara viðhengi við Samfylkinguna og mun vinna undir forsty flokksins komist hann í ríkisstjórn.
Brynjar talar um að borgarlegur flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn geti ekkert gert í samstarvið við VG í flóttamannamálum og orkumálum auk þeirra skemmdarverka sem matvælaráðherra hefur staðið fyrir með hvalveiðibanni og stoppa strandveiðar.
Bjarni þarf að setjast niður með Sigurði Inga og kanna hvort hann hafi áhuga á að mynda stjórn sem tekur á stóru málunum án aðkomu VG sem er lífsnauðsynlegt fyrir framtíð Íslands eða hvort hann sé orðinn staðfastur eins og flokkurinn í Reykjavík að vinna undir forystu Samfylkingunnar.
![]() |
Þá held ég að menn séu alveg galnir" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2023 | 07:51
Biksup hætti strax störfum með hagsmuni kirkjunnar okkar að leiðarljósi
Þetta er meira en stórfurðulegt að undirmaður geri ráðningarsamning við sinn yfirmann.
Biskup er skipaður til 5 ára og svo þarf biskup eðlilega að sækja sér nýtt umboð ætli hann sér að reyna að sitja áfram.
Við erum að sjá uppgang trúleysingja/siðmennt og okkar kristilegu gildi eru í hættu.
Þetta mjög óhepplegt að biskup skuli gera þaetta og eina sem hann getur gert nú þegar þetta orðið opnibert þá er að hann segi af sér strax með hagsmuni kirkjunnar okkar að leiðarljósi.
![]() |
Biskup ráðinn af undirmanni sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2023 | 08:10
Ólýðræðisleg vinnubrögð og skemmdarverk Samfylkingarinnar í boði Framsóknar í Reykjavík
Borgarbúar ættu að vera orðnir vanir ólýðræðslegum vinnubrögðum og skattahækkunum Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Í annarri frétt hér á mbl.is kemur fram að sértrúarstefna Samfylkingarinnar á að þrengja svo mikið að fjölskyldubílnum að starfsfólk Borgarspítalnum kemst ekki heim eftir vinnu fyrr mjög langa bið vegna misheppnaðra vegnaframvkæmda við spítalann.
Svo ekki sé minnst á sjúkrabíla sem eiga erfitt með að komast að spítalanum, en það er allt í lagi það á að þrengja götur, rörsýn Samfylkingarinnar er alger og fer gegn almannahagsmunum.
Borgin ætlar að eyðileggja dýra og náttúrulíf í Skerjafirði þannig að það sé hægt að reisa byggð sem á fyrst og síðast að beinast að því að skemma fjöruna og eyðleggja notagildi þjóðarflugvöll okkar í Vatnsnýrini.
Ef Framskókn í Reykjavík vill eiga einhvern möguleika á því að hljóta ekki sömu pólitísku örlög og Björt Framtíð og Viðrein er nú að lenda í er að flokkur
inn slíta þessum meirihluta strax og taki almannahagsmuni fram yfir sína eigin sérhagsmuni.
Borgarstjórastóllinn er ekki virði meira en allt annað.
![]() |
Íbúar mótmæla hækkun bílastæðagjalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2023 | 13:54
Framsókn í Reykjavík hjólar í vinnuskólabörn
Ef að Framsókn í Reykjavík átti eitthvað eftir af trausti og trúverðuegleika þá er það nú ljóst að það er allt farið.
Framsókn í Reykjavík sagði í kosningabaráttunni fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar ætla að koma inn og breyta enda skuldastaða og hverning borgin væri rekin ekki í lagi.
Framsókn í Reykjavík hefur frá fyrsta degi sýnt að það var ekkert að marka þau kosningaloforð eða hvað flokkurinn ætlaði að standa fyrir.
Já borgarstjórastólinn er Framsókn i Reykjavík dýr.
![]() |
Samþykktu eigin launahækkun en unglingarnir sitja eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þórhildur Sunna þingmaður Pírata braut siðareglur alþingis 2019 og nú lekur þessi sami þingmaður trúnarskjölum.
Ef þingmaðaurinn segir ekki sjálfur af sér er ljóst að forseti alþingis verður að bregðast við.
Það verða að vera pólitískar afleiðingar þegar þingmaður hefur lekið trúnarðarupplýsingum.
Þessi þingmaður hefur með því að leka þessari greinargerð kastað rýrð á alþingi og skaðað ímynd þess.
Ef við tölum svo um hræsnina og tvískinunginn hjá Pírötum þá hafa þeir ekki beint stuðlað að því að auka gegnsæi í Reykjavík þar sem þeir hafa verið í meirihluta of lengi.
![]() |
Katrín ætlar ekki að kalla Alþingi saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.7.2023 | 12:00
Samfylkinginn trúir á að háir skattar leysi öll vandamál.
Samfylkingin lítur svo á að eina leiðin til að leysa vandamál sé að búa til nýja og hækka skatta.
Þessi rörsýn Samfylkingarinnar á háa skatta getur aðeins leitt til meiri fátæktar og minni hagvaxtar.
Vinstri stjórnin undir forystu Samfylkingarinnar 2009 - 2013 sló ný met í að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki.
![]() |
Hart deilt um bílastæði í Vesturbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2023 | 08:08
Þrír valkostir fyrir matvælaráðherra vg.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru með þingmenn 1 - 4 í Norð-vesturkjördæmi, því kjördæmi þar sem matvælaráðherra vg kippti fótunum undan 150 fjölskyldum.
Báðir þessir flokkar hafa fengið mikinn stuðning frá landsbyggðinni og staðið með landsbyggðinni og fengið umboð til að vinna fyrir þá.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett fleig á milli stjórnarflokkana með sinni ölölegu og ótrúlega mannfjandsamlegri ákvörðun að banna hvalveiðar með eins dags fyrirvara.
Þrír möguleikar eru í stöðunni:
Svandis dragi ákvörðun sína strax til baka
Svandís hætti sem ráðherra
Framsókn og Sjálfstæðisflokkurin slíti samstarfinu við vg.
![]() |
Vantraust innan ríkisstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2023 | 08:24
Ísland skiptir ekki máli þegar kemur að loftlagsmálum
Róttækir vinstrimenn eru helteknir af því að heimurinn sé að farast hættum við ekki að nota olíu.
Við erum hér um 390 þús og alveg ljóst að eins og kemur fram hjá þessum fjármálasérfræðingi að við skiptum ekki máli þegar kemur að loftlagsmálum.
Það er stríð í Úkráínu, það verður líklega einhverja mán eða ár í viðbót og stríð er ekki keyrt áfram á neinu öðru en að nota olíu.
Indverjar, Kínverjar og Rússar ætla ekkert að gera í loftlagsmálum næstu árin, ca 2040 og meðan það er þá skiptir engu máli hvað 390 þús manna þjóð gerir í loftlagsmálum.
![]() |
Skiptir engu máli fyrir Sáda hvað Ísland gerir í loftslagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 97
- Sl. sólarhring: 98
- Sl. viku: 1007
- Frá upphafi: 909069
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 812
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar