9.3.2022 | 14:55
Takk Vigdís Hauksdóttir fyrir að berjast fyrir hagsmunum Reykjavíkur og Reykvíkinga
"Ástæðurnar eru margar.
Í fyrsta lagi hefur kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann.
Í öðru lagi er fjárhagsstaða Reykjavíkur komin langt yfir hættumörk. Skuldirnar eru stjarnfræðilegar og áætlað er að þær verði 240 milljarðar í árslok 2026. Þar af er búið að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlun. Það er sérlega ósvífið.
Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum.
Í fjórða lagi bendir ekkert annað til þess en að borgarstjóri ætli sér að halda völdum með einhverjum útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta eins og í kosningunum 2014 og 2018."
Það er mikill söknuður af heiðurskonunni Vigdisi Hauksdóttur úr borgarstjórn þar sem hún ver ölugur talsmaður Reykjavíkur og Reykvíkinga.
Valkostirnir 14.mai hafa aldrei verið skýrari
Annarsvegar: Leið Samfylkingarinnar: áframhaldandi skuldasöfnun og gæluverkni í stað grunnþjónustu. Aðför að fjölskyldubílnum, þrengja getur og aðförin að Reykjavíkurflugvelli.
Hinsvegar: Leið Sjálfstæðisflokkssins, ábyrg fjármálastjórn, farið verði á fullu í að laga skóla og leikskólamál. Hætt verði strax við að etja borgarbúum í menningarstríð um hvernig það vill ferðast um borgina Þ
að þarf nýja hugsjón og stefnu í Reykjavík fyrir hagsmuni Reykjavíkur og Reykvíkinga.
Sendum Samfylkinguna í langt verðskuldað frí.
Vigdís Hauksdóttir ég óska þér alls hins besta í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
Vinstra liðinu hefur líkað mjög illa við þig og það segir mér að þú stóðst þig ótrúlega vel.
Áfram Reykjavík.
![]() |
Vigdís Hauksdóttir býður sig ekki fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 9. mars 2022
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 327
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar