3.5.2022 | 21:22
Er hægt að treysta forystu Samfylkingarinnar ?
Þetta er eðlileg spurnig að spyrja í lok kjörtímabils þar sem svo margt hefur misfarist og margir hafa talað um að skuldastaða borgarinnar sé mjög slæm.
Það er þannig þegar sami lykilflokkurinn hefur verið við völd í um 20 ár og mörg klúðurmál komið upp verður að spyrja um hvort það sé rétt að treysta flokknum fyrir áframhaldandi forystu yfir höfuðborg íslands ?
Því miður er niðustaðan að ég treysti ekki Samfylkingunni fyrir stjórn höfuðborgarinnar á næsta kjörtímabili enda hefur ríkt mikil óstjórn í höfuðborginni. Sáttin bara um að halda "vonda " flokknum frá völdum,
Það er svo á endanum Reykvíkinga að ákveða hvort þeir treysti Samfylkingunni ?
Svo er þá líka hvort þeim líkar við bílahaturstefnuna. 90 % nota fjölskyldubílinn.
Lóðaskortsstefnun, engin lóðaskortur í Reykjavík.
Vilja að Reykjavíkurflugvelli verði lokað, flugvöllurinn er við þar sem er verið að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús,ekkert liggur fyrir hvar eigi að byggja nýjan flugvöll.
Grunnþjónustu illa sinnt, dæmi lélegur sjómokstur í vetur.
Háir skattar á heimili og fyrirtæki enda er það mín skoðun að Samfylkingin er skattaflokkur.
Það eru framtíðarkynslóðir sem munu þurfa að borga allar þessar lántökur sem forysta Samfylkingarinnar er að leggja á Reykvík og Reykvíkinga.
Sendum Samfylkinga í frí frá Reykjavík 14.mai og setjum stefnuna á að breyta Reykjavík í rétta átt.
![]() |
Ótrúlega lágkúrulegt hjá borgarfulltrúanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. maí 2022
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 374
- Frá upphafi: 909534
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 330
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar