Sögulegt tækifæri

Björn Valur Gíslason þingmaður vg og varaformarður fjárlaganefndar hefur sagt að stjórnin sé í raun og veru bara starfstjórn og hennar verkefni sé að undirbúa þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona hrunaflokks Samfylkingar hefur sagt að kosið verði um ríkisstjórn eða forseta Íslands. Ljóst er að niðurstaða þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu mun hafa mikið að segja til um hvort stjórnin falli eða ekki.
Hér er sögulegt tækifæri að fella samninginn og Icesavestjórnina.


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þórunn Sveinbjarnardóttir og allir aðrir á þingi eru ekki að vinna fyrir þjóðina ef þeir ætla að hlaupa frá hálfkláruðu verki á neyðarstundu af því að þeir fá ekki allt sem þeir vilja og eru þeir á því stigi að þurfa að segja af sér þingmennsku hver fyrir sig en ekki sem hjörð ef þeir skilja það ekki.

Björgunarsveitin hleypur ekki bara heim ef hún getur ekki gert allt eftir sínu höfði án tillits til þeirra sem á að bjarga. Fólk verður að sýna ábyrgð þegar því er borgað fyrir að vinna af ábyrgð hvar í flokki sem þeim hefur dottið í hug að flokka sig.

Fólk þarf að átta sig á að ef það er á þingi þarf það að taka tillit til margra sjónarmiða í þágu þjóðarinnar allrar og vinna að velferð allra þjóðfélagsþegna en ekki bara eins áhugamáls eins flokks. Þetta verða allir þingmenn og ráðherrar að vera meðvitaðir um. Ef Þórunn er ekki sátt við það þá segir hún bara upp starfi sínu hjá Íslensku þjóðinni. Þjóðin borgar stjórninni laun fyrir að vinna fyrir hana í heild sinni en ekki bara einhverja flokka.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.1.2010 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 888605

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband