18.4.2010 | 10:52
Sjálfstæðisflokkurinn
Í kjölfar þess að Þorgerður Katrín og Illugi stíga til hliðar tímabundið af þingi koma tveir reynsluboltar inn í staðinn annarsvegar Sigurður Kári Kristjánsson lögfræðingur sem settist fyrst á þing 2003 og Óli Björn Kárason fjölmiðlamaður.
Nú er búið að ákveða að flýta landsfundi flokksins þar a.m.k verður kosið um nýjan varaformann.
Ég vona að Ragnheiður Elín Árnadóttir þingkona bjóði sig fram til varaformanns, þá styð ég hana. Hún hefur unnið vel fyrir flokkinn, verið málefnaleg og hefur barist mikið gegn ESB - aðild.
stétt með sétt
Takið þátt í skoðanakönnuninni hér til vinstri
Þrír nýir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins er alger og altæk í hugum þjóðarinnar.
Undanskilinn er þá sá fámennishópur sem er stoltur af Flokknum og telur mikilvægast að efla hann.
Mikil óskapa bilun og meðvirkni hefur hreiðrað um sig í þessum skelfilega klúbbi!
Árni Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 11:34
Mér líst vel á Elínu sem varaformann,skeleggur málssvari og ekki spillir fyrir ógeð hennar á ESB.
Ragnar Gunnlaugsson, 18.4.2010 kl. 11:40
Er það ekki rétt munað hjá mér að Ragnheiður Elín Árnadóttir hafi verið aðstoðarmaður Geirs Hilmars Harde í efnahagshruninu og fyrir þann tíma?
Lognið Stormsson, 18.4.2010 kl. 12:59
Takk fyrir commentin
Árni - " Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins er alger og altæk í hugum þjóðarinnar "
Þetta er þín skoðun en þú getur ekki talað fyrir hönd allrar þjóðarinnar - allar skoðanakannanir frá kosningum sýna að Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkur landsins. OG ef það að á verða hér á landi einhver endurrein þá verður það ekki án aðkomu og stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Ragnar - sammála þér það spillir ekki fyrir henni að vera á móti ESB - aðild
Lognið Stormsson - var aðstoðarmaður forsætisráðherra 2006-2007.
Óðinn Þórisson, 18.4.2010 kl. 17:05
Ef Ragnheiður Elín er með hreina samvisku þá held ég að hún sé mjög frambærileg. Alla vega þá finnst mér hún koma vel fram og lítið hægt að setja út á störf hennar á alþingi.
En það er mín persónulega skoðun að allir þingmenn allra flokka sem voru á styrkjabetli hjá fyrirtækjum fyrir prófkjörin sýn séu með skert traust kjósenda og í raun ættu þeyr að víkja af þingi. Það mundi sýna að þeir yðrist gjörða sinna og mundi bæta ímynd viðkomandi flokka.
Þetta var auðvitað orðið mikið bull að prófkjör einstaklinga væru farinn að kosta margar milljónir og í raun ekki hægt að taka þátt nema vera duglegir að betla peninga eða selja hlutleysi sitt á þinginu.
Lognið Stormsson, 18.4.2010 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.