20.4.2010 | 21:27
Sjálfstæðisflokkurinn og skýrslan
Ákveðið hefur verið að flýta landsfundi Sjálfstæðisflokkins og verður hann haldinn seinni partinn í júní.
Flokkurinn þarf að fara í ákveðna skoðun á sínum innri málum efir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar alþingis.
Nefnd var sett á strax á flokksráðsfundinum í Reykjanesbæ sem mun skila af sér niðurstöðu á landsfundinum.
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar er vel unnin og skýr OG verður Sjálfstæðiflokkurinn sem flokkur að vera tilbúin að takast á við það sem kemur fram í skýrslunni sem snýr að flokknum með opnum og heiðarlegum hætti.
Bankarnir hrundu á vakt Sjálfstæðisflokksins og verður flokkurinn að axla sinn hluta af þeirri ábyrgð. Hafandi sagt það þá verður samt að hafa í huga að þeir eru stjórnuðu bönkunum bera höfuðábyrgð á falli þeirra. Frelsi fylgir ábyrgð og fóru stjórnendur illa með það frelsi sem þeir fengu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur axlað ábyrð og sagt af sér sem varaformaður flokksins og skiptir það miklu máli í að endurresa aftur það traust sem flokkurinn hefur alltaf haft í huga þjóðarinnar
Bjarni Benediktsson formaður flokksins ætlar að leyta eftir nýju umboði um að leiða flokkinn áfram og ég tel hann rétta manninn í það að rífa upp fylgið og traust á flokknum.
Það sem skiptir nú hvað mestu máli er að taka á skuldavandamálum heimilanna og koma hjólum atvinnulífunu aftur af stað -
Eitt af aðalverkefnum flokksins er að taka af skrið gegn fátækrastefnu vg.
stétt með stétt
Bjarni vill fá nýtt umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er nú burðugur mannauðurinn hjá ykkur hrunverjum ef þið ætlið að reyna að halda Bjarna í formannssætinu..Ætli Pétur Blöndal sé ekki eini maðurinn innan raða ykkar sem er laus við fjármálabrask ?
hilmar jónsson, 20.4.2010 kl. 21:56
Sæll Óðinn, ég er sérstaklega ánægður með síðasta punktinn í pistlinum þínum, "stétt með stétt" er eitt af bestu kjörorðum okar sjálfstæðismanna.
En mér þykir vopnfimin vera farin að daprast hjá honum Hilmari. En hann hefur verið einn af mínum uppáhalds þvörgurum í bloggheimum. Best að ég hjálpi honum aðeins.
Ef ég væri vinstri maður, myndi ég aldrei segja að Pétur Blöndal væri laus við fjármálabrask. Hann var nú aldeilis innvinkaður í það, einn af stofnendum Kaupþings á sínum tíma, hann studdi einnig vel við bakið á Bjarna Ármannsyni og það má segja, að Pétur hafi komið Bjarna beinlínis inn í fjármálageirann. Pétur Blöndal er holdgervingur kapitalismans, enda hafa bæði kapitalismi og frjálshyggja stuðlað að mestu framförum heimsins.
Ég var að sjálfsögðu ekki að túlka mínar skoðanir, báða þessa menn virði ég mikils og ber til þeirra gott traust. Bjarni hefur staðið sig vel í erfiðu starfi og Pétur Blöndal er snillingur.
Ég geri það stundum til að efla víðsýni, að setja mig í spor vinstri manna, til að skilja þá betur. Ég skil þá nokkuð vel og virði þeirra skoðanir. Sérvitringar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og gaman er að þvarga við þá.
En að fá þeim landsstjórnina í hendur, það er hreinasta glapræði, eins og komið hefur í ljós.
En ég vona að Hilmar verði beittari við okkur "hrunverjanna", mér finnst það ekki verra orð en mörg önnur. Það er heldur lítið að marka skoðanir vinstri manna á þjóðfélagsmálum. En góðir listamenn eru í þeirra hópi sem og skemmtilegir menn. En afleitir í peningamálum eru þeir flestir.
Jón Ríkharðsson, 20.4.2010 kl. 23:12
Takk fyrir commentin
Hilmar - Bjarni óskar eftir endurnýjuðu umboði til að leiða flokkinn - það er svo landsfundarfulltrúa að taka afstöðu hvort svo verði og hvort einhver bjóði sig fram á móti honum. - KÞJ hefur ekki útilokað að bjóða sig fram -
Jón - vinstri stjórnin hefur ekki enn komið með skjaldborgina frægu og atvinnumálin eru í algjöru uppnámi og þar er ekkert að gerast nema fleiri eru að verða atvinnulausir - sammála þér það var "glapræði" að afhenda þessu fólki landsstjórninina - því miður á GHH stóran þátt í því
Óðinn Þórisson, 21.4.2010 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.