Hvað gerist í okt - það liggur fyrir -

Allt bendir til þess að ríkisstjórnin muni ekki ná að koma fram með lausnir varðandi skuldavandamál heimilanna. Þess vegna má búast við eins og Sigurður Kári sagði að verði að veruleika að holskefla nauðungarsala í október á þessu ári -
Var að hlusta á Bylgjuna í morgun - þá hringdi þar inn kona sem er í skuldavanda - lýsti stöðunni eins og þegar Titanic sökk þá voru bara til björgunarbátar fyrir fólk á 1.farrými -

Fólk vill alvöru lausnir, fólk er ekki að biðja um að ríkið borgi skuldir þess bara gefa fólki tækifæri til að klára sín mál - því miður held ég að skjaldborgin sem lofað var komi aldrei - þessi ríkisstjórn er úrræðalaus -


mbl.is Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þakkir til Sigurðar Kára - kemur öflugur inn

Því miður eru orð hans rétt og sönn - en vonandi tekst stjórnarandstöðunni ásamt þokkalega heilbrigðum stjórnarþingmönnum að koma í veg fyrir þessa holskeflu - víst er að stjórnin gerir það ekki enda búin að lofa sjóðnum því skriflega að setja hér endanlega allt á hausinn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.4.2010 kl. 16:46

2 identicon

Vil minna á að Sigurður Kári hafði ekkert betra að gera á Alþingi í janúar 2009 en að leggja fram frumvarp um áfengissölu í matvöruverslunum. 

Það er kanski best að fresta þessu ekkert frekar.  Það kemur þá í ljós hversu alvarleg staðan er hjá mörgum þegar uppboðsauglýsingarnar fara að birtast.  

Ég hlakka ekki til.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 01:08

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er rangt hjá þér - það frumvarp var búið að liggja LENGI hjá forseta - forsetinn kaup að setja það fram þennan dag ( það er hann sem ræður því ) en um leið og það gerðist óskaði Sigurður eftir því að það yrði tekið tafarlaust af málaskrá - sem var gert -

Hver ástæðan var hjá Guðbjarti Hannessyni að gera þetta verður hver og einn að velta fyrir sér. Heiðarlegt var það ekki.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 03:36

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin

Það er komin upp mjög alvarleg staða í skuldavanda heimilanna og ekki hjálpar það til að ríkisstjórnin er ekkert að gera til að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað - frekar að koma í veg fyrir að ný tækifæri verði til og mætti þar benda á Reykjanesbæ sem kanski besta dæmið - gagnaverið, helguvík, skurðstofunrnar o.fl. því miður - OG með þennan iðnaðarráðherra sem getur ekki tekið ákvarðanir gerist ekki neitt  -
OG sammála þér Ólafur - Sigurður Kári er að koma sterkur inn.

Óðinn Þórisson, 27.4.2010 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Úkraína
  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 898985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband