8.5.2010 | 09:29
Ólafur F. og Heiðarleikaframboðið
Ólafur F. Magnússon var varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í átta ár, frá 1990 til 1998 og borgarfulltrúi 1998 til 2001 en þá skildu leiðir þar sem hann taldi sig ekki eiga lengur samleið með flokknum. Hann hefur verið borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn sýndi honum mikið traust þegar hann bauð honum borgarstjórastólinn en því miður stóð hann ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans.
Nú kemur Ólafur F. fram með nýtt framboð um Heiðarleika og almannahagsmuni. Það verður forvitnilegt hvort hann nái inn en það verðður að teljast frekar ólíklegt en ég óska honum og hans flokki góðs gengis - hann a.m.k stendur fyrir eitthvað ólík Jóni Gnarr og Æ listanum sem standa fyrir nákvæmlega ekkert nema Jón vill verða borgarstjóri.
Þetta verða alveg örugglega mjög spennandi borgarstjórnarkosningar sem nú fara í hönd - ég heyri að Dagur B. er skíthræddur og ekki hjálpaði grein samfylkingarþingkonunnar Ólínu Þorvarðardóttur um að djókið með besta flokknum hafi gengið of langt. atkvæði með grínframboði sé dýrt spaug - þetta mun ekki hjálpa degi b. og hans fólki -
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Ólafur F. skilar inn framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.