Eitt er ljóst að þetta verða mjög spennandi kosningar í Reykjavík

Það sem skiptir máli eftir kosningar er að eins og Hanna Birna borgarstjóri hefur sagt að borgarfulltrúar vinni saman með hagsmuni Reykjavíkur og Reykvíkinga að leiðarljósi.
Það viðhorf Dags B. um að vilja ekki vinna með Sjálfstæðisfólki kemur ekki á óvart enda hefur það margoft komið fram en hvort hann verði í einhverri stöðu til að velja og hafna verður bara koma i ljós þegar talið verður upp úr kjörkössunum.
Það er mjög erfitt að segja til um með hverjum Besti Flokkurinn/hópurinn vill vinna með en það er eins og allt annað hjá þeim vera frekar óskýrt - 
Ég minni menn á hvernig fór hjá Bhr. sem náði inn 4 þingmönnum - 3 stofunuðu 3 manna hreyfingu og Þráinn er einn með sjálfum sér -
mbl.is Leiðtogar tjá sig um skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er engin hætta á að Hanna Birna vinni með aðra hagsmuni enn sína eigin. Hún hefur aldrei gert það áður og skrítið ef hún skyldi byrja á því nú á gamals aldri.....

Óskar Arnórsson, 26.5.2010 kl. 21:22

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er aldrei gott að halda einhverju fram sem maður veit að er ekki rétt.

Óðinn Þórisson, 27.5.2010 kl. 17:39

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Viðskipti hennar í kringum Ólaf á sínum tíma er henni ekki til framdráttar....

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 17:58

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólafur stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til hans sem borgarstjóra - það er ekkert upp á Hönnu Birnu að klaga í því máli -

Óðinn Þórisson, 27.5.2010 kl. 18:25

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jæja, þá það...stóðst ekki væntingar hverra? ...ég er bara ekki á sömu skoðun og þjáist ekki af neinu gullfiskaminni. Það er svo sem hægt að sætta sig við bolabrögð hjá fólki sem er að slást um toppjobbinn. Enn mann sem er reynt að niðurlægja í beinni útsendingu eins og var reynt að gera við Ólaf, er ekkert sem á upp á pallborðið lengur sem hegðun æðstu stjórnalda. Geir Haarde er eins og skólastrákur og varð sér svo svívirðilega til skammar að Sjálfstæðisflokkurinn er hrunin innanfrá, minn gamli flokkur sem breyttist í glæpaflokk þegar bankahrunið varð staðreynd. Allir sem hafa verið inni á gafli í Borgarstjórn og Alþingi hafa vitað af þessu og ekkert var gert. Þess vegna eru allir að einhverju leyti samsekir. Að mínu mati þurfa allir stjórnmálamenn að taka sér lífstíðarfrí sem voru með fyrir hrun. Sekir sem saklausir. Ég kýs Jón Gnarr af því að hann er heiðarlegur og opinn. Og ég vil ekki neina "atvinnupólitíkusa" lengur. Þeir verða allir óalandi og óferjandi með tímanum. jafnvel Jón Gnarr veit að þetta er mannskemmadi vinna...því þetta er vinna og fólk skaðast af henni...

Óskar Arnórsson, 27.5.2010 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband