Sammála Ásmundi Einari stjórnarþingmanni

Það er EKKI annað hægt en vera sammála Ásmundi Einari Daðasyni þingmanni vg um að ný staða sé komin upp í ESB- málinu þar sem þetta hefur breyst úr umsókn í aðlögun -

Tillaga um að draga ESB - umsóknina til baka verður lögð fram á alþingi í haust - hún verður samþykkt ef þingmenn vg greiða atkvæði samkvæmt stefnu flokksins EN ekki sem hækjuflokkur Samfylkingarinnar -

„Ég mun ekki fella mig við að við séum í þessu aðlögunarferli við Evrópusambandið og séum að eyða í það hundruðum milljóna og milljörðum á sama tíma og skorið er niður í velferðarkerfinu. Ég mun ekki styðja slíkt. Við þau orð stend ég,“ segir hann." MBL Ásmundur Einar Daðason stjórnarþingmaður.

Þetta eru mjög ákveðin skilaboð sem Ásmundur Daði þingmaður vg hefur hér lagt fram - munu aðrir þingmenn vg standa vörð um velferðakerfið&stefnu flokksins eða vera áfram hækjuflokkur SF -
mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kommentarinn

Er þetta samt ekki bara fínt? Stofnana uppbyggingin hérna hefur verið í algjöru rugli. Fínt að fá einhverja utanaðkomandi til að kenna okkur hvernig á að gera þetta. Burtséð frá því hvort við göngum í sambandið eða ekki þá höfum við örugglega gott af þessu.

Kommentarinn, 20.8.2010 kl. 10:06

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Alþingi fær ekki að kjósa um þessa tillögu því að því verður sagt upp störfum frá og með fyrsta deigi sem það kemur saman!

Sigurður Haraldsson, 20.8.2010 kl. 12:42

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB mun styrkja okkur um þrjá milljarða þannig að þessi milljarður sem Ásmundur er að tala um er bara bull og vitleysa.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 17:01

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Milljarðana 3 má ekki nota til að greiða allan kostnaðinn einsog ég hef bent á áður,  hættu að fara með rangfærslur um að við þurfum ekki að borga neitt í þessu aðlögunarferli.  Ég hélt að þið ESB-sinnar stærðuð ykkur svo mikið á því að koma alltaf með staðreyndir og að allir ESB-Andstæðingar væru ekkert nema áróðursfólk sem færu með rangfærslur vinstri og hægri og gætu ekki komið með nein rök fyrir sínum málum.

Jóhannes H. Laxdal, 20.8.2010 kl. 17:59

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er rétt  hjá Jóhannesi. Við þurfum vissulega að borga eitthvað smá en stöndum eftir með betri stjórnsýslu.... sem margborgar sig.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 18:26

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

þurfum við ekki að sjá og þekkja allar víddir þessa ESB-kerfis fyrirfram?

Getum við sem ábyrg þjóð gengið þarna inn með bundið fyrir augun? Og hver hlustar á þessa þjóð þegar kemur að hindrunum í þessu "himnaríki" Evrópu? Hver ætlar þá að axla ábyrgð á mistökunum, og segja: "Æ við bara vissum ekki", og spóla síðan til baka á byrjunar-reit eins og í slöngu-spili leikskólanna?

Í upphafi skal endirinn skoða sagði gamli maðurinn! Viskan er nauðsynleg!!! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2010 kl. 19:02

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin

Það sem skiptir mestu máli nú er að esb- umsóknin verði degin til baka - ath. ef þetta esb- ferli heldur áfram þá vil ég minna menn á það að þjóðaratkvæðagreiðslan er bara ráðgefandi - Þingmenn eiga síðasta orðið - Össur mun aldrei greiða atkvæði nema með ESB - hvað svo sem kemur út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni -
Notum þessa milljarða sem sf vill eyða í ESB - frekar í velferðarmál

Óðinn Þórisson, 21.8.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband