1.9.2010 | 07:45
Þegar völdin skipta máli og ekkert annað
Ætli flestir spyrji sig ekki þessarar spurningar á þessum degi hefur þetta fólk umboð þjóðarinnar til að fara með stjórn landsins. Margir hafa talað um að ríkisstjórnin sé leiðtogalaus og get ég tekið undir það sjónarmið. Þessar breytingar eru og munu ekki breyta neinu um stöðu ríkisstjórnarinnar í huga þjóðarinnar sem telur að hún eigi að víkja og hefði átt að gera það fyrir löngu.
Það vita það allir að þessi 3 flokka ríkisstjórn er margklofin og nær ekki saman í neinum málum.
Jóhanna nær ekki fram sínu helsta markmiði með þessari breytingu á ríkisstjórn að ná Jóni Bjarnasyni út og fær í hausinn aftur Ögmund Jónasson sem leiðir órólegu deildina í vg.
Límið sem heldur þessu blessaða vinstra fólki saman er hatrið á Sjálfstæðisflokknum - það er bara þannig -
Við skulum vona það fyrir hönd þjóðarinnar að þessi ríkisstjórn Samfylkigarinnar með hækjuflokknum fari frá völdum sem fyrst þannig að við getum farið að horfa með björtum augum til framtíðarinnar.
Fjórir á leið úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Límið sem heldur þessari ríkisstjórn saman, er ótti Steingríms J. við kosningar. Hann veit sem víst, að atkvæðin sem hann fékk í síðustu kosningum vegna andstöðu VG við ESB, munu ekki skila sér aftur. Þetta veit Samfylkingin, og notar sér óspart.
Sigríður Jósefsdóttir, 1.9.2010 kl. 09:17
Alger misskilningur hjá ykkur. Það eina sem heldur þessari stjórn við völdin er logandi skelfing landsmanna við að hálfvitadeild þjóðarinnar hafi stækkað nægilega mikið til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur sem stærsta flokkinn og verða þess valdandi að hann fái stjórnarmyndunarumboð. Það er ekki flóknara en það. Minnihluti þjóðarinnar réð í krafti gallaðs fulltrúalýðræðis í 18 ár, eða nógu langan tíma til að koma landinu á vonarvöl. Það er möguleiki að vitlausa deildin nái undirtökunum aftur - Það er bara þannig - og allt er betra en það.
Rúnar Þór Þórarinsson, 1.9.2010 kl. 13:05
Sigríður - alveg sammála auðvitað er það hluti af skýringunni fyrir því að þessi tæra vinstri ríkisstjórn heldur saman er hræðsla vg við kosningar enda hefur flokkurinn sett hugsjónar sínar og stefnu til hliðar fyrir völd -
Rúnar - það finnast semsagt enn einhverjir sem stiðja vonlausu&verklausu vinstri stjórn Jóhönnu Siguardóttur - þú styður semsagt getuleysi og ákvarðanafælni þessar ríkisstjórnar og það miðstýrða forræðishyggjusamfélag sem þetta fólk vill koma hér á. - ef ég mætti ráðleggja þér þá myndi ég vanda það sem þú skrifar því ekki allir eru eins miklir lýðræðissinar og ég og hefðu tekið út þessa ath.semd -
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Óðinn Þórisson, 1.9.2010 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.