22.9.2010 | 17:33
Þvílíkur skrípaleikur
Hvað halda menn að nefndarmenn muni breyta skoðun sinni - auðvitað ekki - ákæruvilji atla og vg hefur ekkert breyst - þetta er tímaeyðsla og skilar engri annarri niðurstöðu en hún hefur núþegar skilað sem er að nefndin þríklofnaði í afstöðu sinni -
Svo neita stjórnarliðar að ræða mikilvæg mál meðan atlanefndin er að störfum eins og Sjálfstæðisflokkurinn fór fram á. Það er stórfurðulegt en kannski mjög skyljanlegt miðað við annað sem kemur frá þessari tæru vinsti stjórn -
Skilar áliti á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér - nema --- tæru mistakastjórn.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.9.2010 kl. 20:57
Hvernig væri að ræða aðkomu sjálfstæðisflokksins að arkitektúr hrunsins, og kalla þá til vitnis sjálfan höfund hrunsins.
Mikið djöfull eruð þið sjálfstæðismenn blindir á afglöp þessa mesta skíthæls sem uppi hefur verið á Íslandi.
Hamarinn, 22.9.2010 kl. 23:47
Ólafur - sammála þessi ríkisstjórn hefur tekist það sem engri ríkisstjórn hefur áður tekist að gera þ.e EKKERT rétt
Hamarinn - það er ekki rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi EKKI axlað þann litla hluta sem flokkurinn á í hruninu, geir og árni eru hættir afskiptum af stjórnmálum, það voru haldnar kosningar og ný ríkisstjórn var mynduð OG auk þess hefur Bjarni Ben. afskað þann litla hlut sem x-d á í hruninu - einnig bankarinir voru seldir - frelsi fylgir ábyrgð og þeir sem keyptu bankana brugðust þeirri ábygð
Sjálstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Óðinn Þórisson, 23.9.2010 kl. 07:06
Það kann vel að vera að þessi stjórn hafi gert mistök, en fyrri stjórn Sjálfstæðis og Framsóknarmanna var sú stjórn sem steypti okkur í glötun.
Sú stjórn ekki bara einkavæddi, heldur gaf bankakerfið einstaklingum, gaf SR-Mjöl, Áburðarverksmiðjuna og svo má lengi telja.
Ekki vera svona blindir á fortíðina, því ef við lesum ekki í fortíðina getum við ekki lifað framtíðina af. Ef Sjálfstæðismenn komast aftur til valda fáum við ekki kvótann til ríkisins aftur, heldur verður hann í vösum manna á borð við Þorstein Má og Halldór Ásgrímsson.
Það ætti að dæma Davíð og Halldór... jú og Finn Ingólfsson fyrst og fremst, en engu að síður á líka að dæma Geir, Ingibjörgu, Árna og Björgvin.
Ef þeim verður sleppt við að mæta fyrir landsdómi er það ávísun á allan landslýð að hunsa dómskerfi og löggjafavald um ókomna tíð.
Í raun ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn mun fremur en Hells Angels, því Hells Angels munu aldrei valda eins miklum þjáningum hér á landi og Sjálfstæðisflokkurinn gerði með hruninu.
Baldur Sigurðarson, 23.9.2010 kl. 09:11
Baldur - þessi tæra vinsti stjón hefur ekkert gert rétt - áhugamál skallagríms um skattahækkanir munu ekki hjálpa almenningi nema þá beint út á götu - kannski er það hans vilji -
Var það Sjálfstæðisflokknum að kenna að þeir sem keyptu bankana burgðust því trausti sem þeir fengu þegar þeir keyptu bankana - ekki var það Sjálfstæðisflokkurinn sem rændi bankana -
Nei ég er ekki blindur á fortíðina - hún hefur verið gerð upp - höldum áfram - en með þessa tæru vinstri ríkisstjórn verður erfitt að sjá að hér verði einhver framtíð -
Dæma Davíð sem varaði við því sem var í aðsigi.
Landsdómur úrelt fyrirbrigði - vg vill pólitísk réttarhöld - það má ekki gerast -
En auðvitað ætti að banna fátækar&stoppstefnuflokkinn og þar eru ráðherrar sem vissulega hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að atvinnulífið fari aftur af stað - ætti ekki frektar að banna vg -
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Óðinn Þórisson, 23.9.2010 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.