Slæmur brandari - fjölgun borgarfulltrúa

Þetta er alveg hárrétt mat ( eða þannig ) hjá þessari nefnd á vegum sambands íslenska sveitarfélaga að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 29.
Nú nýverið ákvað borgarstjórnarmeirihlutinn Samfylkingin og Besti vinstri flokkurin að hækka laun varaborgarfulltrúa.
Eflaust þótti sf og vinstrisinnuðu stjórnleysingjunum að það væri rétt ákvörðun að hækka laun varaborgarfulltrúa þegar reksur borgarinnar væri í blóma Grin  og helsta verkefni þeirra að hækka laun hjá sjálfum sér.
Það hefur komið fram hjá einum borgarfulltrúa að þessi hækkun hafi legið í loftinu eftir að sf og besti skiptu með sér embættum.
Að ræða fjölgun borgarfulltrúa er eins og slæmur brandari og það kemur ekkert annað til greyna en að Sjálfstæðisflokkurinn beyti sér á móti þessari tillögu.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt

mbl.is Borgarfulltrúum verði fjölgað í 29
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Hahahahaha!

Mjög fyndið, en ég ítreka við þig sem aðra sjálfstæðismenn að hafa það sem satt reynist og vera ekki að ljúga(hvort sem þú veist betur eða ekki), og segja rétt frá.

Þetta var EKKI launahækkun heldur var bara verið að byrja aftur að borga fyrstu varaborgarfulltrúum laun. Þetta vita nú allir Sjálfstæðismenn sem afnámu þessi laun tímabundið háð endurskoðun sem var svo aldrei framkvæmd.

Það lá í loftinu já samkvæmt Þorbjörgu Helgu, ágætt að þú nafngreinir bara þá sem fara fram með óheiðarleika og skrum í nafni klúbbsins þinns.

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 23.9.2010 kl. 19:16

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hanna Birna oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur gagnrýnt þessa hækkun harkalega og ég hef enga ástæðu til að rengja orð Þorbjargar Helgu.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt 

Óðinn Þórisson, 23.9.2010 kl. 21:02

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Hér eru nokkra staðreyndir fyrir þig að melta....þeim hefur ekkert verið flaggað en þyrftu kannski að koma fram. 
Við lögðum niður framkvæmda- og eignaráð og létum borgarráð fara með hlutverk þess. 
Sparnaður: 12 milljónir á ári.
Við sameinuðum leikskólaráð og menntaráð: 
Sparnaður: 14 milljónir á ári
Við lögðum niður framtalsnefnd ( sem ég hef ekki hugmynd um hvað gerði.)
Sparnaður: 7 milljónir á ári.
Svo höfum hefur umhverfisráð farið með hlutverk heilbrigðisnefndar og ef það verður svo til áramóta sparast þar 3 milljónir. 

Þetta eru samtals 36 milljónir. 
Kostnaðaraukning v. leiðréttingar launa varaborgarfulltrúa: 5 milljónir ( sem btw hafa verið með þessu fyrirkomulagi sl. 8 ár.)

Mismunur: 31 milljón í sparnað.

Þó að þessi mál tengist ekki alveg beint tengist hvort tveggja fyrst og fremst launum borgarfulltrúa. 
Segðu mér nú að við séum að bruðla í launamálum borgarfulltrúa?
Hanna Birna er að reyna að finna flöt á gagnrýni, það er kannski vinnan hennar en þessi var afar slöpp og í raun byggð á rangtúlkunum og útúrsnúningi, það var hún sem klikkaði á að klára endurskpulagningu launagreiðslna til varamannanna einsog til stóð.
Kv Gústi

Einhver Ágúst, 24.9.2010 kl. 02:23

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir þetta en finnst þér ekki hæpið að ég taki mark á þessu en ég mun spyrjast fyrir um þetta hjá ábyrgum aðila.
Hvernig getur þú stutt Besta " vinstri " flokkinn og með leikara sem borgarstjóra - 

Óðinn Þórisson, 24.9.2010 kl. 12:17

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er einn af stofnendum Besta, frambjóðendum og sit í velferðarráði...

Auðvitað er hæpið að þú takir mark á þessu en þetta var samt það sem við gerðum strax í vor...alveg satt og það heyrðist ekki píp í þinni konu þá....

Hér eru núverandi nefndir og ráð http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2784/4398_view-794/

Svo er nú að verða frekar úrelt og þröngsýnt að flokka fólk eftir hvort að sé örfhent eða "rétthent" séðru ekki fordómana í því ? Ég er örfhentur, er ég þá ranghentur? Er ég vondur kommúnisti í þínum huga?

Ég starfa í ráði með sjálfstæðismönnum, stundum er ég þeim sammála og stundum ekki, það hefur voðalítið með djúpar stjórnmálaskoðanir eða flokkslínur, meira svona heilbrigða skynsemi í eðli hlutann sem um ræðir. En mér gengur mjög vel að eiga samstarf með þeim sem ég er með í ráði. Lætin eru næstum bara í Borgarráði og stjórn, sem lýsir hvurslags sirkus þetta er.

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 24.9.2010 kl. 12:59

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er ábyrgur aðili...

Einhver Ágúst, 24.9.2010 kl. 13:00

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ætti ég ekki að byrja á því að samhryggjast þér fyir að hafa verið einn af stofnendum besta " vinstri " flokksins. En í reykjavík síðdegis var kynnt niðurstaða skoðakönnunar um hvernig menn fyndist besti hafi staðið sig - ja 55% svörður illa - kemur mér ekki á óvart -
Þú ruglar nú aðeins með mun á að vera örvhentur eða hvaða stjórnmálaskoðanir maður hefur - þú hefur valið að vera vinstrimaður þannig  þú  hefur væntalega stutt 28,5% hækkun or, það er einhver míta í vinstrimönnum að hækka skatta og álögur á almenning.
Eitt að lokum kæri vinur:
Þegar besti kom fram þá ætlaði hann að fara nýjar leiðir - æltaði að tala við alla flokka - nei það gerði hann ekki - hann ræddi ekki við x-d en myndaði strax meirihluta með x-s - ekki minnast á grínið með forseta borgarstjórar -
Það er mín skoðun að besti hafi brugðist þeim 34% sem kusu þetta framboð - leikarinn er þarna í boði x-s - ætlaði dagur ekki að vera alvöru pólitíkus - kannski seinna sér hann hlutina í réttu ljósi - eflaust ekki -

eflust telur þú að þú sért ábyrgur -

Óðinn Þórisson, 24.9.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband