29.10.2010 | 16:53
Ríkisstjórnin dregur lappirnar og kemur seint fram með lausnir
Jóhanna og Steingrímur hafa setið hvað lengst á alþingi, hún síðan ' 78 og Steingrímur síðan ' 82 og því miður sannast það með þau að það er ekkert samræmi á milli hvað einstaklingur er búinn að vera lengi og hæfni hans til að sinna sínu starfi. Þetta tekur lengri tíma en áætlað var, rosalega erfitt og jú þau hafa komið fram með 50 úrræði sem hljóta að teljast gagnslaus og það sýnu 8000 þúsund manns á Austurvelli. OG er furða þó fólk vilji ríkisstjórnina burt.
Niðurstaðan gerbreytir allri umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í hugbúnaðargeiranum er stundum sagt að það sé hægt að gera hugbúnað
1. ódýrt
2. vel
3. hratt
Einungis er hægt að velja einn valmöguleika.
Fólk virðist ekki alveg átta sig á því að þetta kerfi sem var uppi var af þvílíkri stærðargráðu að það tekur tíma að finna út úr hlutunum. Það er engum að kenna, það er bara eðli hás flækjustigs.
Hvort viltu fá vandaða skýrslu seinna eða lélega skýrslu núna?
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 17:05
Er hann ekki bara búinn að panta niðurstöð og það tekur tíma að reikna sig að henni
líkt og hæstiréttur gerði, aðlagaði vaxta dóminn að óskum ríkisstjórnarinnar.
Hann talar um gerbreytta umræðu ?? í dag er umræðan sú að það þurfi eitthvað að gera fyrir heimilin ef hún gerbreytist þá þarf ekki að gera neitt...eða hvað?
Rómur (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 17:23
Látiði nú ekki svona, þau eru jú bara venjulegir Íslendingar, bíða eftir að hlutirnir lagist af sjálfu sér.
Björn Jónsson, 29.10.2010 kl. 18:06
Rómur: Jæja já, á ríkisstjórnin að hafa pantað hæstaréttardómana? ;) - Tókstu ekki eftir því að það hafi verið pólitísk martröð? Ég veit varla hvað ég eigi að bera það saman við, það er svo fráleitt. Kannski meinarðu einungis vaxta-dóminn en þá er strax athugunarvert að hinn dómurinn sem var mun mikilvægari, var á ÖNDVERÐUM meiði við vilja ríkisstjórnarinnar. Ég skoðaði það mál skítsæmilega á sínum tíma og mér er fyrirmunað að skilja hvernig hefði mögulega verið hægt að halda gjaldeyristengdum vöxtum á lánum sem voru ekki gjaldeyrislán (manstu, þau voru dæmd ÓLÖGLEG, ekki lögleg eins og ríkisstjórnin hafði viljað).
Og aftur spyr ég, viljið þið að yfirvöld fari að drullast til að gera heimavinnuna sína eða ekki? Það tekur tíma að reikna út flókin kerfi eins og efnahagskerfið var fyrir hrun og sjálfur er ég feginn því að sjá allavega smávægilegan metnað við að loka lausum endum og hugsa málin til enda. Veitir ekki af.
Þyki ég nú vælugjarn og fljótur að kenna yfirvöldum um, en fjárinn hafi það. Kennið Pýþagóras um þetta, hann var einn fyrsti stærðfræðingurinn. Greinilega hannaði hann stærðfræði í samræmi við vilja íslenskra stjórnvalda.
Hvað viljið þið að sé gert öðruvísi? Getur einhver vinsamlegast útskýrt það fyrir mér? Hvað eiga stjórnvöld að gera til að flýta fyrir, sem er ekki verið að gera? Mm?
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 18:45
Takk fyrir commentin
Helgi Hrafn - þú vilt eins og ég vandaða skýrslu og ef þetta fólk hefði farið strax í málin þá væri þessi skýrsla löngu tilbúin
Þú skyrð hvað stjórnvöld eiga að gera, jú hætta að flækjast fyrir og stöðva hjól atvinnulífsins OG gott hefði verið að ríkisstjórnin hefði staðið við stöðugleikasáttmálann
Rómur - því miður þá held ég að sú niðurstaða sem þessi nefnd skilar sé pöntuð
Björn - það er nákvæmlega það sem þessi ríkisstjórn hefur verið að gera þ.e bíða eftir að hlutirnir gerist að sjálfu sér og fresta hlutum
Óðinn Þórisson, 29.10.2010 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.