1.11.2010 | 18:54
Stjórnarslit óhugsandi í huga þessa fólks
Eflaust vekur þessi slæma útkoma ríkisstjórnarinnar einhverjar vonir fólks um að þessi ríkisstjórn sé við það að falla. En menn skildu hafa í huga að ríkisstjórnin er ónæm fyrir stjórnarslitum. Aðgerðareysið og stefnuleysið er algjört og engin framtíðarsýn en þetta fólk hefur slegið skjaldborg um völdin.
Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, slegið skjaldborg um völdin. Vel orðað.
Elle_, 1.11.2010 kl. 22:02
30% fylgi - ótrúlegt - kanski stafar það af því að fjölmiðlar hafa brugðist því hlutverki sínu að greina fólki frá innihaldi Viljayfirlýsingarinnar - látið hjá líða að kanna raunverulegar afleiðingar verðhækkana og víxlverkana þeirra - ekki skoðað ástæðu þess að atvinnuleysið er ekki meira en fram kemur í opinberum tölum og svo stafar þetta mikla fylgi stjórnarinnar væntanlega einnig af fáránlegri þjónkum RÚV - og Baugsmiðla við stjórnina. Ef þetta kæmi ekki til væri fylgi hennar væntanlega mun minna.
Sjálfsagt hefur það líka áhrif að stjórnarandstaðan fær lítið pláss hjá fréttamönnum og í spjallþáttum hverskonar - ráðherrar eru teknir í viðtöl í fréttatímum og fá að hæla sér á meðan þjóðinni blæðir út.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar fá lítið að tjá sig nema hugsanlega lýðskrumarar Hreyfingarinnar.
Það er reyndar í samræmi við "fréttaflutning fáránleikans" af athöfnum fyrrverandi borgarstjóra Jóns narr sem þarf hvergi að svara fyrir eitt eða neitt annað en drag - klámsíðunotkun - borgarmerkið sem hafnaði honum og andleg veikindi sín og almennt getuleysi.
Fjölmiðlar ( reyndar eru þeir flestir Baugsmiðlar ) Rúv og Mogginn verða að taka sig á- Rúv verður að rjúfa ástarsamband sitt við Sf -
Morgunblaðið verður líka að fara að setja fram rannsakaðar fréttir - Hversvegna er staða Haga eins og hún er í dag - í rauninni - hver er eignastaðabankanna ? Hversu mikið fé þarf/þurfti ríkið raunverulega að leggj bönkunum til ? Hver er raunveruleg staða Landsbankans í bretlandi ? Hvað kemur mikið upp í Icesave? Hversvegna er enn verið að tala um hundruðir milljarða sem ríkið eigi að greiða vegna þeirra þegar ekkert liggur fyrir um að við greiðum eitt eða neitt? Hversvegna er þjóðin skattlögð vegna kanskiútgjalda?
Hvar eru fjölmiðlarnir?
Stjórnin má þakka fyrir linkind þeirra - sennilega væri fylgi hennar 10% ef staðreyndir fengju að koma fram í fjölmiðlum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.11.2010 kl. 04:17
Takk fyrir commentin
Elle - takk fyrir innlitið og því miður er þetta staðreynd
Ólafur Ingi - já það er ótrúlegt að 30% þjóðarinnar styðji enn ríkisstjórnina en það sannast það að fólk elskar kvalara sinn -
Það er því miður rétt að það er mjög erfitt fyrir fulltrúa stjórnarandstöðunnar að komast í fréttinar og það er reyndar átakanlegt að dv, fréttablaðið og rúv geti ekki verið hlutlaus sem þeir ættu að vera
Leikarinn Jón í hlutverki borgarstjóra er sér kapituli út af fyrir sig -
Við þurfum á gagnrýnum og öflugum fjölmiðlum sem þora að taka á hlutunum
Óðinn Þórisson, 2.11.2010 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.