3.11.2010 | 07:42
Sigur Repúblikana
Það eru mikil gleðitíðindi þessi sigur repúblikana og fá þeir nú forseta fulltrúadeildarinnar. Þetta merkir að repúblikanar geta komið í veg fyrir ákvarðanir Obama og gert honum erfitt fyrir og þeirra helsta markmið hlítur að vera að koma í veg fyrir endurkjör Obama.
Fólkið kaus Obama vegna þess að hann vildi breytingar en ónægja með hans störf endurspeglast í niðurstöðu þessarar kosningar.
Fólkið kaus Obama vegna þess að hann vildi breytingar en ónægja með hans störf endurspeglast í niðurstöðu þessarar kosningar.
Töpuðu fulltrúadeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigur Republicana er rökrétt afleiðing af stjórnarháttum Democrata. Sossar um allan heim trúa á getu ríkisvaldsins til að skapa verðmæti, en raunveruleikinn er annar. Menn ættu að hafa lært eitthvað af sögu Ráðstjórnarríkjanna, en það er auðvitað ekki raunin. Sérhver kynslóð verður að læra af eigin biturri reynslu.
Aðstæður hér á Íslandi eru ótrúlega líkar aðstæðum í Bandaríkjunum. Við situm líka uppi með vanhæfa ríkisstjórn, sem með illum vilja og af ótrúlegri heimsku hefur gert vonda stöðu miklu verri. Þegar horft er til Bandaríkjanna sjáum við greinilegan galla á okkar kosninga kerfi. Við þyrftum að hafa styttra á milli kosninga, þannig að hægt sé að losna við vanhæfar ríkisstjórnir á miðju kjörtímabili.
Obama-stjórnin hefur gert þau mistök, að fresta vandanum. Aukið er á skulda-vanda ríkisins, í von um að hann leysist af sjálfu sér. Skattheimta er aukin, án skilnings á að ríkið eyðir verðmætum en skapar ekki neitt. Í stað þess að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar í heild, er tækifærið notað til að framkvæma þjóðhagslega gagnlaus gæluverkefni.
Þrátt fyrir augljósa vanhæfni Obama-stjórnarinnar, tekur Icesave-stjórnin henni langt fram í heimsku og vanhæfni. Jóhanna og Steingrímur hefðu getað fengið þjóðina með sér, ef ekki kæmi til stöðug ögrun. Vaktir eru upp draugar eins og Icesave-samningar, ESB-undirgefni og andstaða við fjárfestingar í orkuvinnslu. Því fyrr sem við losnum við þessa valdstjórn, sem ljóst og leint vinnur gegn hagsmunum almennings, þeim mun fyrr getum við farið að rétta efnahagslega úr kútnum.
http://altice.blogcentral.is/
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.11.2010 kl. 09:02
Ríkisstjórnin hefur bruðist í öllu því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur og er margklofin í öllum málum en situr þó áfram í óþökk þjóðarinnar
Obama hefur ollið öllum vonbrygðum í bandaríkjunum og hann verður ekki endurkjörinn - það er alveg klárt mál
Óðinn Þórisson, 3.11.2010 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.