3.11.2010 | 17:47
Velferð fyrir hverja ?
Í feb ' 09 var mynduð vinstri velferðarstjórn sem ætlaði sér að taka á vandamálum skuldugra heimila og þeirra sem minna mega sín. Þetta hefur ríkisstjórninni ekki tekist og virðist vera að hún sé að festa í sessi fátækt og að ísland verði láglaunaland. Fátækt sem birtist m.a í því að fólk þarf að standa í röð og fá úthlutað matarpoka er hreint hneyksli og það með " velferðarstjórn " við völd.
Þóra Kristín penni á vefriti vg Smugunni gagnrýnir harðlega mótmælin sem eiga að fara fram á morgun og tengir þau að einhverjum óskiljanlegum ástæðum Sjálfstæðisflokknum.
OG frú Jóhanna forstætisráðherra segir að hún hafi miklar áhyggjur af því að 73% þjóðarinnar styðji mótmælin og biður fólk um að vera jákvætt - ég spyr jákvætt út í hvað og fyrir hverja er ríkisstjórnin að vinna ?
Sífellt fleiri þurfa aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held svei mér þá að engin ríkisstjórn í sögu landsins hafi komið fram við þjóðina af jafn miklum óheilindum og sú sem nú er við völd, ég styð hinsvegar ekki það að sjáfstæðisflokkur og framsókn komist aftur til valda, þvi með þvi myndi bullið bara halda áfram, hér þarf róttækar breytingar, nýtt blóð og menn og konur með þor til að standa í hári erlendra fjármagnseigenda
Steinar Immanúel Sörensson, 3.11.2010 kl. 18:09
Steinar - Ég er sammála þér að þessi ríkisstjórn hefur ekki komið fram með neinum heiðarleika - OG hana vantar alla framtíðarsýn og er rúin trausti - ekki á ég von á miðað við sögu nýrra framboða eins og besta sem hefur valdið öllum sem kusu það miklum vonbrigðum að ný framboð muni breyta einu eða neinu nema valda þeim sem kjósa þau miklum vonbrigðum -
En fólk á rétt á kosningum og það helst á fyrri hluta 2011 - þetta gengur ekki svona
Óðinn Þórisson, 3.11.2010 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.